Prentarinn - 01.01.1980, Page 3

Prentarinn - 01.01.1980, Page 3
SKYRSLA STJORNAR FYRIR STARFSÁRIÐ 1979—1980 ^rcntarimi 1,—4. tbl. Útgefandi: Hið íslenzka prentarafélag, Hverfisgötu 21. Ritnefnd: Hallgrímur Tryggvason, ritstjóri og ábyrgöarmaður, Blaðaprent. IngvarSig. Hjálmarsson, Prentsm. Morgunblaðsins. Jón Sigurðsson, Dagblaðið Vísir. Magnús Einar Sigurðsson, skrifstofa HÍP. Þórleifur V. Friðriksson, Prentsm. Oddi. Ljóssetning og prentun: Prentsmiðjan Oddi h.f. Filmuvinna: Korpus hf. Bókband: Sveinabókbandið hf. Letur: Vega og Times. Inngangur Segja má að liðið starfsár hafi einkennst öðru fremur af þeirri vinnu sem átt hefur sér stað í sambandi við sameiningu bókagerðarfélaganna. Oft hefur verið sagt að nú sé komið að sameiningunni á undanförnum árum án þess að sú hafi orðið raunin. Nú er það þó álit flestra að fátt geti komið í veg fyrir sameininguna á þessu ári. Þó sameiningarinnar sé getið hér fyrst hefur vissulega verið unnið mikið starf í öðrum málaflokkum. Kjaramálin hafa tekið mikinn tíma hjá stjórn- inni, enda þótt varla verði sagt, þegar þetta er skrifað, að samningaviðræður séu hafnar. Mikil fundahöld hafa verið um það á hvað beri að leggja áherslu í kröfugerðinni, því af mörgu er að taka. Ljóst er að eitt aðalatriða sem leggja ber áherslu á er að fá breytingar á kjarasamningnum til að treysta atvinnuöryggi okkar. Jafnframt er Ijóst að þessar breytingar verður erfitt að fá í gegn ef ekki er um samstöðu og fullan skiln- ing félagsmanna að ræða fyrir mikilvægi þessara breytinga. Hér er um atvinnuöryggi okkar að ræða og veltur á miklu að vel takist til. Áður en lengra er haldið má minnast á, að ef til vill er þetta í síðasta skipti sem flutt er skýrsla stjórnar á aðalfundi H ÍP, þar eð allt bendir til að þetta verði síð- asti aðalfundur félagsins. Ef svo verður mun sú stjórn, sem nú tekur við, flytja skýrslu á loka- fundiHÍP. " Stjóm og fulltrúaráð Frá aðalfundi 1979 hafa eftirtaldir skipað stjórn og full- trúaráð: Formaður: Ólafur Emilsson Varaform.: Þórir Guðjónsson Ritari: Sæmundur Árnason Gjaldkeri: Ólafur Björnsson 1. meðstj.: Guðm. Ág. Kristins- son 2. meðstj.: Hafsteinn Hjaltason 3. meðstj.: Jason Steinþórsson Vurastjórn: Ritari: Baldur H. Aspar Gjaldk.: Hermann Aðalsteinss. 1. mstj.: Ólafur Steingrímsson 2. mstj.: Óskar Sveinsson 3. mstj.: Guðmundur Einarsson Fulltrúaráð Aðalmenn: Baldur H. Aspar Baldur Garðarsson Björgvin Ólafsson Bragi Garðarsson Ellert Ág. Magnússon Fríða B. Aðalsteinsdóttir Helgi Hóseasson Hermann Aðalsteinsson Jón Ágústsson Lúther Jónsson Rafn Ámason Stefán Ögmundsson Torfi Ingólfsson Þorsteinn Veturliðason Ögmundur Kristinsson Kristján Árnason Varamenn: Örn Hallsteinsson Árni Andersen Óskar Sveinsson T’rcntarlmt — 3

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.