Nýi tíminn


Nýi tíminn - 22.07.1954, Qupperneq 3

Nýi tíminn - 22.07.1954, Qupperneq 3
Fimxntudagur 22. júlí 1954 — NÝI TÍMINN — (3 Vikan 4.—10. júlí. Eg missti af útvarpi sunnu- dag og mánudag vegna ferða- laga, föstudag vegna rafmagns- bilunar og verða af þeim sök- um miklar eyður í umsagnir. Leikrit laugardagskvöldsins var sérstaklega gott, vel samið, hélt huga föngnum frá upp- hafi til enda og leysti úr eftir- væntingu um leikslok á prýði- legan hátt á síðustu stundu án allra fyrirheita um eina lausn annarri fremri. Leikurinn var öruggur í sálfræðilegum lausn- um, hófsamur í sterkum átök- um, skapgerðir traustar og samkvæmar. Mál var gott í þýðingu Eliasar Marar, og vel mundi það þegið af hlustend- um ef hann gæti uppgötvað fleiri rit svona góð til þýðing- ar og komið þeim á framfæri að hljóðnemanum. Dagskrá íslendingafélagsins í New York, sem flutt var þar 17. júní, en í Rikisútvarpinu á fimmtudaginn nú í vikunni, var hugþekk. Skemtikraftana flesta könnumst við við frá fyrri kynnum, en það skildi, að í þesari dagskrá voru þeir fjarri ættjörðinni, og raddblær þeirra allur kynnti útlagaþrá þeirra, sem um þá voru samansafn- aðir. Tónlist Magnúsar Blöndals Jóhannssonar og tilheyrandi framsögn kvæða var tjáningar- ríkt og tilfinningaþrungið. Þetta er langbezta dagskrá, sem ég hef hlýtt á frá Vestur-íslend- ingum. Það duldist ekki heit og einlæg þjóðemistilfining, er setti mót sitt á samkomuna. Maður þekkti ekki Thor Thors sem sama mann og áður. Þegar hann telur afrek þjóðarinnar á tíu ára lýðveldistímabili, þá gerir hann svo vel og minnist ekki á það, að svo framarlega stendur hún í samtökum stríðs- æsingamanna, að hún hefur framselt sitt land til upphafs- árása á kommúnista og aðra óvini bandarískra auðhringa. Svo langt er nú komið, að sjálfur Thor Thors hefur þá háttvisi til að bera að stein- þegja um stærsta atburð þess- ara ára, hersetu á íslandi á frið- artímum. Af því má nokkuð marka afstöðu íslendinganna í New York til þeirra mála. Thor gerði Hauki Snorrasyni mikla skömm til. Haukur anar með fréttaauka á laugardagskvöldið, ölóður af ferðalagi um Kanada, og hefur ekki meiri háttvísi til að bera en þá, að frammi fyrir Leita oð ,,ófreskju" Nokkrir dýrafræðingar eru lagðir af stað í leiðangur frá Jóhannesarborg í Suður-Afríku og er ferðinni heitið til eyði- merkurhéraðsins Karoo. Þar þykjast ferðamenn hafa séð „ófreskju", sem eftir lýsing- unni að dæma líkist risaeðlum fyrri jarðalda. Sjónarvottarnir þykja áreiðanlegir, og því lögðu vísindamennimir af stað. Dýrið er sagt um fjögurra metra langt og skrokkurinn furðu lít- ill í hlutfalli \ið halann. Eftir lýsingunni getur þetta verið risastór legúancð'a eða maur- æta en hugsanlegt er líka að á þessum slóðura hafist við áður ókunn dýrategund. íslenzku þjóðinni telur Iiann Kanadabúum það helzt til á- gætis, að þeir hafi átt frum- kvæðið að Atlanzhafsbandalag- inu, og þar með auðvitað að hersetu á íslandi og þeim fjör- ráðum, sem íslendingum eru búin af þeim aðgerðum. Hauk- ur kemur eins og kálfur úr kú, allsóvitandi um tilfinningar is- lenzkrar þjóðar. Það er meiri grallarinn sá strákur. Síðasta erindi Óskars Bjarna- sonar efnafræðings var þeirra langaðgengilegast almenningi, enda var hann nú kominn á svið hinnar lífrænu náttúru. Útvarpshiustendur mundu hafa áhuga á því að fá hann öðru sinni með flokk úr heimi efna- fræðinnar. Það er sú fræði, sem verður því aðgengilegri, því meiri sem kynnin verða. — Þátturinn um náttúrlega hluti er nú alltaf ágætur, en líklega aldrei betri en í síðustu viku hjá Geir Gígju skordýra- fræðingi. Hann náði í þáttinn þeim léttleika, sem klæðir þann þátt einkar vel. — Magnús Magnúson fiutti 25 ára gamlan ferðaþátt um Vestur-Skafta- fellssýslu. Frásagnartónn Magnúsar er léttur og gaman- samur og skilmerkilegur, bland- aður rómantik í sambandi við fagra staði. Vel mundi það þegið, ef útvarpið væri sér meira úti um minningar frá þessu skeiði sögunnar, þar sem við sögu koma menn, sem horfnir eru af sviðinu, en lifa enn í minningum, merkilegir menn sinnar samtíðar, þótt ekki sé þeim líklegt langlífi í þjóðarsögunni. Og þótt minn- ingar séu ekki eidri en þetta, þá flytja þær myndir af hátt- um, sem nú eru horfnir, ekki sizt á sviðum ferðalaga. íþróttir hafa mjög látið til sin taka i útvarpinu í vikunni. Auk hins fasta íþróttaþáttar var tvisvar útvarpað lýsingu á knattspyrnu. Það útvarps- efni fær misjafna dóma, hávaði er fremur smekklítill, og feg- urðar í máli og framsetn- ingu er vart að vænta. En ég get ekki efazt um, að menn, sem íyllzt hafa af áhuga með knattspyrnu geti mjög vel notið þessara lýsinga. Und- irritaður, sem ekki hefur verið á knattspymuvelli síðan fyrir fjórðungi aldar, segir það fyrir sitt leyti, að ef hann þekkti þessa nýju menn eins vel og hann þekkti Thorstein- sonana, Gunnar Halldórsson og annan Schram, Magnússynina, Stefán Ólafsson og fleiri á þeirri tíð, þá mundi hann sjá allan hópinn ljóslifandi fyrir sér og fylgja knettinum í hverri f i i. h y sveiflu hlýðandi á lýsingu Björgvins Schram. — Viðtalið við Friðrik Ólafsson, taflmann, var mjög ánægjulegt. Látleysi og barnslegur hreinleiki þessa efnilega íþróttamanns á andans sviði var með eindæmum og gefur mikil fyrirheit. Hljómlistar naut maður, sem manni er minnisstæð. Mexi- könsku þjóðlögin voru mikill lærdómur og hefðu þó mátt vera meiri, ef íslenzkur fræði- maður hefði verið iátinn fylgja til nánari skilgreiningar. Það er merkilegur hlutur þjóðarsögu sagður í svona þáttum. „Bless- un guðs i einverunni" eftir Liszt, sem flutt var á þriðju- daginn, var unaðsieg, og grun hef ég um það, að ég hefði séð ástæðu til að minnast ljúfra síóuslu viku laga Carls Billich mjög lofsam- lega að þessu sinni og ýtarlegar en að venju, hefði ég ekki verið' truflaður við hlustun, þegar sízt skyldi. Vikan 11,—17. júlí. Það er víst mál til komið að minnast á fréttir útvarpsins einu sinni enn. Fréttaaukar þess eru oft með því ánægju- legasta, sem það býður. Jafnvel þótt samtal sé stirt og sofanda- legt, eins og var á þriðjudags- kvöldið um skriðuföllin í Skagafirði og á Öxnadalsheiði, þá getur blær samtalsins verið svo heimalegur og hlýr, þegar gætt er tilgerðarleysis, að mað- ur kemst i enn nánara samband við atburðina, sem um er rætt, heldur en þó flutt væri hið greinilegasta erindi. Fréttaauk- inn frá skriðuföllunum í Skaga- firði og á Öxnadal var miklar fréttir um atburði, sem ollu miklu tjóni, ægilegir atburðir þeim, er næstir bjuggu eða komust á annan hátt í per- sónulegt samband við þá. En svo voru það önnur skriðuföll í öðrum fréttaauka. Og það voru miklu ægilegri skriðuíöll, sem grafið hafa mik- ið af gróðurlendi landsins ekki aðeins undir aurum og urðum, heldur öðru enn verra, og ekki aðeins gróðurlendið, sem við höfum undir fótum, heldur eigi siður andans gróðurlendi þess- arar þjóðar, einnig margan blettinn, sem mörg alúðarstund- in heíir verið lögð við að rækta. Og það var fréttaauki, sem ekki átti heima í fréttum frem- ur en persónulegt álit undirrit- aðs á einum eða öðrum þætti útvarpsdagskrárinnar. Það voru fréttir, að yfirmað- ur Atlanzhafsbandalagsins sé kominn hingað til lands. Það eru meira að segja mjög miklar fréttir og svo sorglegar fréttir, að ástæða hefði verið að að- vara með sorgarlagi og gefa einnar mínútu þögn á eftir til bænahalds. Það gat líka heyrt undir fréttir, hverjir lögðust svo l%gt hér á lanái að sitja með honum til borðs. Þdð lá líka - beint við að láta þess getið, ef hann hélt ræðu. Þá gat einnig verið rétt að geta þess sem sérstaklega fréttnæms atriðis, ef hann hefði sagt eitt- hvað af viti, en hefði þó ekki verið smekklegt athæfi. En ræðu hans, fyrst á ensku, siðan á íslenzku, slikt heyrir eklci undir fréttaflutning. Enn einu sinni er verið að reyna að troða því inn í þessa þjóð, að land hennar sé til einskis nýtt nema sem aðseturstaður manndráp- ara með tilheyrandi tækjum og það rökstutt með þeim raka- leysum, sem við höfum hlýtt á í meira en hálfan tug ára og eiga engan sinn lika annan en rök úlfsins fyrir því að eta lambið. Nú má enginn taka orð min svo, að ég sé að áfell- ast Fréttastofuna fyrir að hlýða fj’rirskipunum um að taka glæpsamlegan þvætting á sína vegu, eins og manndómsástand er nú yfirleitt á landi hér. En ekki getur maður varizt að spyrja út í geiminn, hve langt þess muni að bíða, að svo verði þrýstingurinn öflugur frá al- menningsálitinu á íslandi, að Fréttastofan sjái sér ekki ann- að fært en að segja sem svo, ef hún fær kröfu um að birta svona ræðustúf í fréttaauka: Þetta er ekki frétt og Frétta- stofan má ekki af sínum tíma sjá til áróðurs á sviði alþjóða- mála fram yfir það, sem vér tökum orðrétt frá Lundúnaút- varpinu, en þar eru svona fyr- irlestrar aldrei fluttir í frétta- tíma, og væri það því brot á hefðbundnum reglum vorum um útvegun og birtingu frétta. Verðum vér því að vísa frá ósk um birtingu í fréttatíma. Og svo þegar málið kemur fyrir út- varpsstjóra, þá segir hann: Atlanzhafsbandalagið er mjög merkilegur félagsskapur og mikið rannsóknarefni. Sumir segja, að það hafi miklu góðu til vegar kornið og hafa þeir mikið til síns máls. Aðrir segja að það hafi verið, sé og muni verða eingöngu til bölvunar, og er ekki hægt að neita því, að það eru miklar líkur til, að þeir hafi á réttu að standa. Og þar sem við höfum nú hlotið heima- stjórn fyrir atbeina Hannesar Hafsteins, þá tel ég rétt, að við frestum málinu, þar til rannsókn hefur farið fram á þvi, hvort það muni verða ís- lenzku þjóðinni til blessunar, eða hvort það muni máske verða henni til bölvunar, að út- lendingar fái þetta land til fullra umráða í þvi augnamiði að tryggja það, að allir ís- lendingar verði drepnir, ef tak- ast mætti að koma á nýrri heimsstyrjöld, en persónulega er ég alveg á móti því, að verið sé að stríða eins og ég mun einhverntíma hafa tekið fram. Eg legg því til, að Útvarpsráð biðji Hjörvar, ég meina Helga en ekki Daða Hjörvar, að geyma þennan enska ræðustúf, þar til rannsókn hefur farið fram á þessa flókna, en á marg- an hátt mjög merkilega máli, sem varðar svo mjög velferð þessarar þjóðar, einkum ef líf hennar kynni að vera í veði. — Svona bjartir hlutir geta vitr- azt manni nú á tímum, enda sagði Hannes Hafstein einu sinni: „Sú kemur tið, að sárin foldar gróa“. Þá vildi ég enn einu sinni láta í ljós mína botnlausu hneykslun út af aumingjaskap Fréttastofunnar í sambandi við nafngiftir. Áður var þess getið, að frelsishetjur Túnisbúa voru kallaðir bófar i fréttum útvarps- ins. Einn morgun þessarar viku hétu þeir hryðjuverkamenn. Er Fréttastofunni það eitthvert metnaðarmál, að taka ekki bendingum um að verða sér ekki til skammar? Þá var þess getið í fréttum vikunnar, að Páll Robson hefði fengið frið- arverðlaun kommúnista. Er það Kominform, sem veitti hon- um þessi verðlaun? Eða var það eitthvert kommúnistariki og þá hvert? Eða voru það ein- hverjir ákveðnir nafnkenndir kommúnistar, sem skutu sam- an handa honum, og þá hverj- ir? Eða var það kannske bara heimsfriðarhreyfingín, s e m veitti honum þessi verðlaun, og hvemig mætti það þá ske, að Fréttastofa Útvarpsins sé ekki vandari að virðingu sinni en það að fara ekki rétt með nöfn heimsfrægra stofnana eða vita ekki hvað hún er að segja? — Benedikt Gröndal flutti er- indið frá útlöndum. Erindið vílc vel samið og efnislega viðun-" andi eftir atvikum. Góð erindi þessarar viku voru: Fyrra erindi Sigurbjörns Einarssonar prófesors um Mú- hameð spámann. Sigurbjörn er í hópi ágætustu fyrirlesara okk- ar, þegar ekki þarf á öðrum kostum að halda en fræði- mennsku og ræðulist. Þá var þáttur Steindórs Steindórssonar um gróður landsins ágætur. Standa fáir eða engir fræði- menn Steindóri framar í ljósri og aiþýðlegri framsetningu fræða sinna. Er það hvort tveggja, að gróður lands stend- ur nærri áhuga almennings og Steindór kann tökin á að leiða fræðsluna út frá þeim punktum sem tala þegar til hlýðandans. — Ekki var ég fyllilega sam- • mála Baldri Bjarnasyni um Lloyd George, en erindi hans var skemmtilegt og væri æski- legt, að Baldur kynnti fræga menn útlandsins oftar en hahn gerir. Samfellda dagskráin um svif- flugið þótti mér takast vei. Fréttir frá fulltrúaráðsfundi Kvenréttindafélags íslands veittu góða fræðslu um félags- samtök sem manni finnst' stundum að meira mættu láta til sín taka, svo margt sem enn er óunnið á vettvangi þess. — Dagur og vegur var frísklegur hjá Brodda Jóhannessyni og kom hann víða við, sem vera ber. En ekki var mér ijóst hvert hann fór með eitur- nautnaflugi sínu. *— Stundum hlýtur maður ekki ómerkileg- an fróðleik við að hlusta á dóma hæstaréttar hjá Hákoni Guðmundssyni. Héraðslýsing Matthíasar frá Kaldrananesi var mjög skýr og látlaus. Hann hef ég með mestri hófsemi heyrt ræða gegn hern- aði og um kosti hins íslenzka sveitalífs og ást á fornum hátt- um, en fáir hafa þó gert það-á áhrifameiri hátt. — Stefán námsstjóri héldfir enn áfram landafræði sinni og sögu i barnatírrva 'Tsunnudagsins. Stundum nálgast hann það, að vera fullhátíðlegur, en það er eitthvað við flutning hans og raddhreim, sem forðar því að verða að sök. Hátiðleiki hans er sneyddur því að vera upp- gerð. — Kvæði Daviðs Áskels- sonar voru góð, einlæg tján'hag, hugmyndalega sterk og vel kveðin. Persónuleiki þessa unga skáldá virðist vera svo sterkur, að honum ætti að væra hættulaust að hlusta á kveð- skap hinna yngstu ljóðskálda og athuga, hvort ekki mætti hann eitthvað af þeim læra, er formi ljóða hans mætti verða til bóta. Heimur í hnotskurn hefur runnið sitt skeið á eðlilegan og farsælan hátt. í hennar stað er kominn franskur gaman- reifari, kominn til ára sinna, en Sveinn Skorri Höskuldsson flyt- ur hann rösklega og á allan hátt vel við sögunnar hæfi. Laugardagsins er að wcr.-u getið að þessu sinni, en ekki með öllu víst, nema hans kunni að verða getið í næsta þætii. G. Bcn.

x

Nýi tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.