Nýi tíminn


Nýi tíminn - 22.07.1954, Qupperneq 6

Nýi tíminn - 22.07.1954, Qupperneq 6
6) — NÝI TlMINN — Fimmtudagur 22. júlí 1954 ---------------- ~ NÝI TÍMINN Útge'anái: Samelnlngarflokkur alþýðu — SósiallstaflokkurtiUL. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ásmundur Sigurðsson Greinar í blaðið sendist til ritstjórans. Adr.: Afgreiðsla Nýja tímans, Skólavörðustig 19, Reykjavík Afgreiðsla og auglýsingaskrifstofa Skólav.st. 19. Sími 7500. Áskriftargja'd er 30 krónur á ári. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. V - / Njésnarar erlends valds Ungur háskólastúdent hefur undanfarna daga Iýst hér , í blaðinu spilhngarhverfi því sem byggt hefur verið upp kringum atvinnuna á Keflavíkm-flugvelh, þar sem fram- ‘kvæmdar eru blygðunarlausar njósnir og atvinnuofsókn- ir af bandaríska hernámsliðinu og íslenzkum umboðs- mönnum þess. Til þess að komast í vinnu hjá hernum þurfa menn fyrst að fá aðstoð einhvers áhrifamanns í hernámsklíkunni: „Eftir skoðunina sendir hann viðkomandi með pappíra á sérstakar skrifstofur hernámsflokkanna eftir atvikum. Fer par fram ný athugun. Er par um prjár leiðir að rœða: Framsóknarmenn eru sendir til Þráins Valdimarssoyiar, Edduhúsinu; íhaldsmenn sendir til Gunnars Helgasonar, Holstein, og hægrikratar til Vilhelms Ingimundarsonar, Alpýðuhúsinu. — Það hcífa sagt mér greinargóöir menn, að pegar komið er inn á pessar skrifstofur sé flett upp i njósnaskrám, og ef maðurinn sleppur í gegnum petta, pá er hœgt að tala við ráðningarstjórana á Véllinum“. Þar suðurfrá tekur síðan við lokaathugunin sem verið hefur í höndum Framsóknarmannsins Sigmundar Símon- arsonar annarsvegar og íhaldsmannsins Konráðs Axels- sonar hinsvegar, og hefur sá síðarnefndi verið sérstakur trúnaðarmaður hins illræmda Hamiltonfélags og einn af lengiliðunum milli njósnadeildar hersins og Sjálfstæðis- flokksins. Þannig gegna flokksskrifstofurnar sjálfar beinum verk- efnum fyrir erlent vald, stunda njósnir í þágu Banda- ríkjamanna og þiggja í staðinn ríflega greiðslu sem renn- ur bæði til einstaklinganna og í flokkssjóði. Er ekki sízt iróðlegt fyrir Alþýðuflokksmenn að íhuga aðstöðu Vil- helms Ingimundarsonar, en hann er einn helzti vika- piltur Stefáns Jóhanns og berst fyrir því af alefli að hann fái aftur yfirráð yfir flokknum — og hann þarf ekki langt aö sækja herkostnaðinn í þeirri baráttu. Það ætti að vera óþarfi að taka það fram að þessi starf- semi er algert brot á stjórnarskrá íslands, og ef til væri í landinu eitthvert óháð réttarkerfi yrðu agentar hins er- Jenda valds dregnir fyrir lög og dóm og dæmdir. Að vísu hefur núverandi utanríkisráðherra lýst.júir því á Alþingi að hann myndi ekki þola neina skoðanakúgun á Kefla- víkurflugvelli — en hann hefur ekkert gert til að upp- ræta njósnakerfið; þvert á móti er nú unnið að því að gera aðstöðu Framsóknar sem bezta innan kerfisins. Það er sama sagan og um reglurnar frægu, sem ráðherrann hefur ekki enn þorað að birta af ótta við að styggja Bandaríkjamenn þá sem eiga að fylgja þeim! Þetta birtist einnig ljóslega í deilum þeim sem undan- íarið hafa orðið milli stjórnarflokkanna, en þar hefur margt ófagurt komið fram í dagsljósið um þjónustu- semina við hið erlenda vald. En deilumar hafa ekki snú- izt um þau verk, heldur hafa stjórnarflokkarnir ásakað hvorn annan fyrir slælega framgöngu í makkartíisma og reynt að halda því að Bandaríkjamönnum að hinum væri ekki treystandi. Bæði Framsókn og íhaldið vilja háfa forustu í njósnunum og þiggja fyrir verðuga um- bun. Bandaríkjamenn hafa víða tryggt sér aðstöðu í lönd- um Vesturevrópu á undanförnum árum. Þó mun óhætt að fullyrða að hvergi hefur þeim orðið eins mikið ágengt og hér, hvergi annarsstaðar hafa flokksskrifstofur borgara- ilokkanna lotið svo Iágt að gerast opinberar njósnar- stöðvar erlends valds gegn dollaragreiðslu; Bandaríkja- menn hafa orðið að leigja sérstaka agenta til þess. Það er vitað mál aö kjósendur borgaraflokkanna íslenzku hafa fulla andstyggð á þessu athæfi — en er ekki ráð að þeir taki í taumana og tryggi þó ekki sé nema ein- hvem snefil af velsæmi. Hærri kröfur verða víst ekki gerð- ár í bili. .V^W^V^.VAV.VWV.VAW/kV*%VA»AVAP^ Að beita bílum fyrir togarana Ráðamenn stjórnarflokk- anna hafa verið önnum kafnir undanfarnar vikur og mánuð: við mjög hjartfólg- in störf. Þeir hafa stritað langt fram á nætur, talað við látlausan straum af fólki, gert áætlanir, spjaldskrár og skýrslur, hringt og skrifað út og suður. Það hafa verið haldnir fundir á fundi ofan, umræður orðið langar og strangar og til- finningarnar stundum feng- ið lausan tauminn, eins og tíðkast þegar höggvið er nærri því sem mönnum er helgast. Víst hefur það kom- ið í ljós og ráðherrar og annað stórmenni stjórnar- flokkanna eiga sér hugsjón- ir og skilning á hinum dýpstu rökum tilverunnar, þótt sumir hafi gert þeim upp aðra eiginleika. En sá vandi sem að þe'm sótti var einnig svo stórfelldur að hann leysti úr læðingi þá orku sem geynnd er í hjarta- stað, eins og gerist á þeim úrslitastundum í lífi þjóða og einstaklinga þegar örlög eru ákveðin: Þeir hafa ver- ið að úthluta bílum. I Það er alkunna að bílar eru undirstaða islenzks þjóð- félags. Þe:r tímar eru löngu liðnir þegar Stefán Jóhann Stefánsson hrópaði á fram- boðsfundum í Eyjafirði: togara inn á hvert heimili. Nú er kjörorðið: bila inn á rétt heimili. Og það er ein- mitt sá mikli vandi sem stjórnarflokkarnir hafa ver- ið að glíma við, að finna þá réttu menn sem ættu skilið að fara með bíla og byggju yfir því hugarþeli sem eitt sæmir jafn veglegum verk- færum. Vandinn var stór; 9CM}0 manns sóttu um 800 bíla sem ætlunin var að flytja til landsins, og þótt vitað væri að aðeins nokk- urt brot af þeim fjölda hefði í rauninni hug á að eignast bil til frambúðar, þurftu stjórnarflokkarnir báðir að grandskoða hvern einasta umsækjanda, kanna aðstæður hans og hugarfar. Sé reiknað með að fimm manna fjölskylda standi að hverjum umsækjanda, varð rannsóknin bannig að ná til meira en fjórðungs þjóðar- innar. Það er því víst ekki að undra þótt ráíherrar og önnur mikilmenni hafi litt getað unnt sér hvíldar, heldur orðið að sóa starfs- kröftum sínum í þágu þjóð- arinnar. I Fyrsti hluti verksins var að vísu auðveldur viðfangs; það var sjálfgert að strika tafarlaust út alla atvinnu- bílstjóra, því þau sannindi hafa orðið algild á undan- förnum árum, að þeir væru ekki of góðir til að kaupa atvinnutæki sín á svörtum markaði. Og því næst fóru sömu leið þeir menn sem uppvísir eru að hættulegu hugarfari, og var þeim mun meiri ástæða til að vanda vel til eigendanna sem sum- ir bílarnir áttu að vera rúss- neskir. En þrátt fyr'r þetta sá vart högg á vatni, og var nú komið að vandasamasta hluta verksins. Þeim sem eftir voru var skipt upp eftir kjördæmum og liver frambjóðandi stjórnarflokk- anna fékk sinn skammt til athugunar. Gerðu þeir síð- an samanburð við kosninga- loforðin frá síðasta ári, í- huguðu hverjir væru svo ör- ugg:r að sjálfsagt væri að svíkja þá, hverja hægt væri að teyma áfram með loforð- um og hverjir gerðu mest gagn af þeim sem eftir væru. Og hins þurfti vand- lega að gæta að fullvíst væri að flokkssjóðirnir fengju umboðslaun af hverj- um bíl sem úthlutað vær'i. Að þessu loknu hófst svo samræmingin, einn vanda- samasti hluti verksins. Það þurfti sem sé að tryggja að Framsókn og Sjálfstæð's- flokkurinn úthlutuðu ná- kvæmlega jafn mörgum bíl- um hvor flokkur í hverju kjördæmi; og ekki „máttu tegundirnar he’dur hallast á, það gat haft ófyrirsjáan- legar afleiðingar ef Fram- sóknarmaður fékk Ástin á sama tíma og íhaldsmaður- inn nágranni hans hremmdi Kádilják. Því blossuðu ástríð ur ráðherranna upp oft á dag, ekki sízt ef í ljós kom að sami maður hafði tryggt sér bíl bæði hjá íhaldsfram- bjóðanda og Framsóknar- frambjóðanda með loforðum um að stvðja. þá báða og leggja fé í flokkssjóði beggja. I Eins og gefur að skilja höfðu ráðherrarnir og aðrir valdamenn stjórnarflokk- anna ekki tóm til að sinna ómerkilegum viðfangsefnum þegar svona brýn vandamál æptu að þeim. Því fór það svo að á sama tíma og þess var beðið með eftirvæntingu að hundruð nýrra bíla þytu um þjóðvegina, fóru önnur farartæki að stöðvast eitt af öðru, togarar þeir sem raunar höfðu gert me:ra að því að flytja þorska en mannfólk. Þótti þetta því litlum tiðindum sæta fyrst í stað, auk þess sem vinir ráðherranna hafa lítinn hug á jafn óskemmtiiegum verk- færum, enda höfðu austræn- ir menn trvggt á sinum tíma að meirihluti flotans lenti í eigu bæjarfélaga og hlutafélaga almennings um land allt. Ráðherramir héldu því áfram ástríðuþrungnum kappræðum um bíla, en ef þeir gáfu sér tóm að líta til sjávar gátu þe:r séð að togurunum við bryggjurnar fjölgaði með hverjum degi. Og svo fór að lokum að ó- þægileg hugsun tólc að ger- ast næsta áleitin: getum við keypt þessa hjartfólgnu bíla, ef togararnir hætta að afla gjaldeyris? En þegar þessi hugsun hafði náð rótfestu féllust þeim allt í einu hend- ur með þeim botnlausa tóm- leika sem heltekur menn ef þeir eru vakt'r upp frá ljúf- um draumi. I Þá var það að snjall mað- ur lagði til að leysa bæði vandamálin í senn með því að beita bí'um fyrir togar- ana. Hann benti á að ef tog- ararnir væm látnir halda á- fram að draga fisk úr sjó væri hægt að kaupa næga bíla og levsa þannig úr brýnustu þörf þjóðfélagsins. En til þess að hægt væri að gera togarana út þyrfti í staðinn að gefa innflutning á bílum frjálsan, leggja á lúxusbíla skatt sem næmi nokkrum hluta af þeirriauka- getu sem nú fæst á svörtum markaði og hagnýta féð í þágu togaranna. Á þennan hátt væri mynduð þjóðfé- lagsleg eilífðarvél, togararn- ir sæju um bílana og bílarn- ir um togarana — og sann- a&ist þar með endanlega sú kenning stjórnarf'okkanna að lúxusbílar væru raunar undirstaða íslenzks þjóðfé- lags. B Sjaldan hefur orðið annað eins fjaðrafok í herbúðum stjórnarflokkanna og eftir þessa tillögu, hún nísti ráð- herrana í hjartastað. Ef inn- flutningur á bílum væri gef- inn frjáls hryndi allt þetta mikla og þaulhugsaða kerfi til grunna. Lofoi'ð og refs- ingar og umbun og mútur: allt var runnið út í sandinn. Til hvers var þá að vera að gera út togara? Og ráð- herrarnir ruku upp hver um annan þveran og hrópuðu að slíkt mr-tti aldrei gerast, þar væri í húfi sjálft lífs- blóm hins vestræna lýðræðis. En þegar þe:r höfðu hrópað um stund settust þeir ráð- þrota við skrifborð sín. Og þeir sitja þar enn og horfa til skiptis hver á annan og á umsóknahlaðana og skýrslurnar og spjaldskrárn- ar og samningana um he'.m- ingaskiptin. En stundum horfa þe'r út um glugg- ann a togar- ana. 4 .%VMV^AVW^a.

x

Nýi tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.