Nýi tíminn


Nýi tíminn - 22.07.1954, Side 9

Nýi tíminn - 22.07.1954, Side 9
Fimmtudagur 22. júlí 1954 — NÝl TÍMINN — (9 Lokaatriði myndarinnar Nútíminn (1936). Litli fiækingurinn í stóru stígvélunum hverfur eftir þjóðveginum í leit að nýjum ævintýrum. rannsókn á „óamerískri" starf- semi Chaplins væri þegar haf- in, og væri tilefni hennar eink- um skeyti er hann hafði fimm árum áður sent Pablo Picasso til að mótmæla útlegðardómi og mikilmenni Stórblöð Bandarikjanna tóku upp baráttuna gegn Chaplin með auknu afli. Þau kröfðust þess að þessi „innflytjandi“ fengi aldrei framar leyfi til að stiga fæti á bandaríska jörð. Westbrook Pegler, ritstjórnar- greinahöfundur Hearst-blaða- hringsins, heimtaði að Banda- rikin hreinsuðu sig af Chaplin, sem „um hálfrar aldar skeið hefur grafið undan grundvelli bandarísks siðferðis". snilling ur ljósin“ í kreppunni miklu, þeg- ar talmyndir voru fyrst að koma fram og deilan út af Litu Grey hafði þvínær gert út af við hann sem óháðan kvik- myndaframleiðanda. Chaplin hafði aldrei búizt við að „Svið- ljós“ næðu vinsældum í Banda- ríkjunum. Þar varð Evrópa að koma til. Því ákvað hann að taka sér far yfir Atlantshafið, eins og hann hafði gert á tveim mikilvægustu tímamótum lista- mannsferils síns, 1921 og 1931. Chaplin 1909 er hann var skopleikari í flokld Karnos. Ógnanir valdamanna í þing- inu, sem kröfðust þess að hon- um væri vísað úr landi, höfðu gert hann uggandi um sinn hag. Miklum hluta sumars 1952 eyddi hann í samninga við skattayfirvöld og útflytjenda- eftirlitið. Ef af hinni fyrirhug- uðu ferð hans yrði ætlaði hann að hafa tryggingar yfirvald- anna fyrir því að hann gæti horfið aftur til New York án þess að eiga á hættu að verða settur í varðhald á Ellis-eyju. Hann vildi tryggja það að hann gæti horfið aftur til kvik- myndavers síns þar sem sam- starfsmenn hans og öll tæki voru. Tveim dögum síðar, er „Queen Elizabeth“ kom við í Cherbourg í Frakklandi, beið Chaplins stór hópur blaða- manna og ljósmyndara til að heyra álit hans um „árás Mac Granerys“. Er Chaplin kom í ljós í her- bergi því þar sem blaðamenn- irnir biðu hans, var hann klæddur dökkbláum fötum og með kross frönsku heiðursfylk- ingarinnar á brjóstinu. Athygli þeirra sem ekki höfðu séð hann áður beindist mjög að góðsem- inni sem lýsti úr bláum aúg- um hans, og að þéttum, hvít- um hærum hans. Hendur hans voru smáar og freknóttar og á stöðugri hreyfingu er hann talaði. Er leifturlampar ljós- myndaranna blikuðu brosti hann rólegur og með sjálfsör- yggi svo skein í hvítar tennur hans. Menn þóttust sjá í þvi brosi viðkvæmni og hryggð, örlítinn taugaóstyrk og mikinn alúðleik. Þegar Ijósmyndararn- ir höfðu lokið sínu starfi hófú blaðamennirnir spurningaskot- hríð sína. Framtiðaráætlanir mínar breytast ekkert við þær vár- úðarráðstafanir sem gerðar hafa verið gegn mér i Banda- ríkjunum, sagði Chaplin. Ætl- un mín er sú að snúa aftur til Bándaríkjanna þrátt fyrir þær. Hann var spurður að því hvaða áhrif yfirlýsing Mac Granerys hefði haft á hann. Eg varð í fyrstu mjög undr- andi. Eg hafði gert allt sern hugsanlegt var til að fá öll skilríki sem nöfnum tjáir a5 nefna. Útflytjendayfirvöldin höfðu málið til meðferðar í þrjá mánuði og að því loknu fékk ég allar nauðsynlegar tryggingar, þar á meðal sér- stakt leyfi til að snúa heim aftur. Innflytjendayfirvöldin komu fram við mig af mestu kureisi áður en ég lagði af stað og óskuðu mér margsinn- is góðrar heimferðar. Hafi yf- irvöldin haft ástæðu til að tor-. tryggja mig þá höfðu þau þrjá mánuði til að rannsaka mál Framhald á 11. síðu. Kvikmynd Chaplins „Svið- ljós“ gæti haft að einkunnar- orðum orð Goethes „dey og verð til“, því að hann kemur þar fram sem einn af fjöldan- um, ánægður með að láta lífið fyrir framtíðarhamingju mann- kynsins. Það var mikil áhætta fyrir Chaplin að yfirgefa bæði hið gamla Charlie-gerfi og and- stæ'ðu hans, Verdoux, og búa til drama í anda Shakespeares. Áhættan var meiri en er hann á sínum tíma samdi „Dreng- inn“. Hún var og meiri heldur en þegar hann samdi „Borgar- Ein nýjasta myndin sem tekin liefur verlð aí Chaplin. Þarna er hana nieð dóttur sína í S\iss. Síðari hluta sumars 1952 yf- irgaf Charles Chaplin hús sitt í Beverly IIills ásamt konu sinni Oona, fjórum börnum þeirra og elzta syni sinum, Sidney (sjtu Litu Grey). í nokkra daga stóðu þau við í New York og Chaplin hafði þar einkasýningu á „Sviðljósum“ þann 16. sept.. Henni var tekið og áhorfendur hylltu Chaplin ákaflega að lokinni sýningu. En ekkert kvikmynda- hús í New York hafði ennþá pantað mync’ina til sýninga. Hún virtist aðeins vekja áhuga nokkurra smárra kvikmynda- húsa sem sýndu myndir er höfðu listrænt gildi. United Artists fór sér að engu óðslega varðandi dreifingu hennar. Chaplin haíði misst aðstöðu þá sem hann hafði fyrrum í fé- laginu. Nýr maður, Arthur Krim að nafni, hafði endur- skipulagt fyrirtækið. Hann hafði náð undir sig meirihluta hlutabréfanna í félaginu með því að kaupa hlutabréf Chapl- ins og Mar.y Pickfords í því. Dreifing kvikmyndar Chaplins, „Sviðljósa“, var því í höndum fyrirtækis sem hann átti sjálf- ur engan hlut að. Vart var Chapíln kominn t.il New York íyrr en Max nokkur Kravetz, fvrrum starfsmaður hjá United Artists, krafðist þess að Chaplin greiddi sér 13000 dollara og fengi ella ekki að hvcrfa burt frá Bandaríkj- unum, og afhenti hann málið yfirvöldunum. Samkvæmt bandaríski;m lögum er slík stefna sem þessi því aðeins gild að hún sé tiikynnt viðkomandi persónulega. Til að framfylgja þessu atriði var Chaplins leitað og hann hundeltur um þvera og endilanga New Yorkborg. Ritara Chaplins, Harry Crock- er, heppnaðist samt að bægja þessari hættu frá sem var eins alvarleg og hún var hlægileg. Chaplin yfirgaf þó New York án þess að hafa gert út um þetta mál að fullu. Hafskipið „Queen Elisabeth“ hafði tæplega hafnarmynnið að baki er útvarpið sendi út yfir- lýsingu frá dómsmálaráðherra Trumans, Mac Granery. Þar var gert heyrum kunnugt að Hans Eislers. Þulurinn bætti við: Dómsmálaráðherrann hef- ur sagt að hinn frægi skop- leikari skuli settur í varðhald hvenær sem hann snúi aftur til Bandaríkjanna: Því var lýst yfir í Washington í kvöld að komi Chaplin aftur til New York muni hann hafður í háldi á Ellis-eyju þar til gert hefur verið út um örlög hans. Mynd þessi sýnir Chaplin í myndinni „Axlið vopnin“ (1918), sárbeizkri ádeilu á tilgangsleysi styrjaldarinnar. Fjölmargar bækur hafa verið skrifaðar um kvik- myndasnillinginn Charles Chaplin, og kom ein af þeim nýjustu út í bókaflokki Máls oj meiin- ingar sl. ár. — Síðan hún var skrifuð hefur þó margt sögulegt drifið á daga Chaplins, og greinir m.a. frá því í nýútkominni bók eftir franska kvik- myndagagnrýnandann Georges Sadoul, en hann er prófessor í kvikmyndafræðum við Sarboniie- háskólann í París. Hér er birtur síðasti kaflinn úr þelrri bók.

x

Nýi tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.