Nýi tíminn


Nýi tíminn - 22.07.1954, Síða 12

Nýi tíminn - 22.07.1954, Síða 12
Njósnadeild bandariska hernámsliSsins "y'^r. n festir upp myndir og lýsingu af Islendingi eins og þegar lýst er eftir stérhættulegum glæpamanni Aðalásökon: pólitískor andstæðmgur — Frek- legasta brot á hernámssamningMim um að herinn skipti sér ekki af ísl. stjórnmálum Bending til bandaríska glæpalýðsins sem inn hefur verið fluttur? — LögfræSingur mannsins hefur þeg- ar krafizt rannséknar á alhæfi þessu í síðustu viku gerðist sá einstæði atburður að íest- ar voru upp á Keflavíkurflugvelli myndir cg ná- kvæm lýsing af íslendingnum Guðgeiri Magnússyni, með sama hætti og tíðkast í Bandaríkjunum að lýsa eftir morðingjum og stórhættulegum glæpamönnum. Eina ásökunin gegn Guðgeiri er sú að hann sé pólitískur andstæðingur bandarískra heimsvalda- sinna. Hefur lögfræðingur hans þegar krafizt rann- sóknar á athæfi þessu. Gangsterháttur þessi hefur vakið almenna reiði og fyrirlitningu á hernámsstjórninni og íslendingum 'þeigi sem starfa í njósnadeild hennar. Beaverbrook sezt í helgan stein Brezki blaðaútgefandinn Beaverbrook lávarður hefur til kynnt að hann hafi dregið sig í hlé úr stjórn blaða sinna. Hann er kominn hátt á áttræðisaldur. <»- Myndir þessar, ásamt lýsingu á Guðgeiri, voru festar upp í skrifstofu Hamilton, matskál- um, íbúðarbröggum og víðar. Aðeins stórhættulegir glæpamenn Slíkar aðfarir tíðkast í Banda ríkjunum og öðrum löndum þar sem morð eru tíð, og þá aðeins þegar lýst er eftir morðingjum og stórhættulegum glæpamónn- um. Fyrst þá . ... Það er fátt glæpamanna á Is~ landi og morðingjar nær óþekkt fyrirbrigði. Það var fyrst eftir að bandaríska hernámsliðið hafði sezt hér að, að Islending- ar kynntust þeirri hlið vest- rænnar menningar sem fram kemur í því að berja gamlan mann í hel og henda honum út í þró. Myndauppfesting þessi vakti því að vonum megnustu fyrir- litningu og reiði Islendinga á bandarísku herstjórninni og ís- lendingunum í njósnadeiidinni sem þarna eru að verki. Njósnimar í verki Bandaríkjamenn hafa sem kunnugt er haldið hér uppi frék legri njósnum um landsmenn heldur en þekkjast mun í nokkru öðru leppríki þeirra. Hafa þeir látið hvern Islending sem til þeirra hefur ráðizt fylla út langa skýrslu fyrir njósna- þjónustuna, þar sem menn hafa verið látnir gefa allskonar upp- lýsingar, ekki aðeins um sjálfa sig heldur og fjölskyldu, vini og ættingja. Hér sáu menn sýnishorn njósnanna. Metnir að verðleikum Eftir árás Flugvallarblaðsins á utanríkisráðherra í vor skyldu njósnararnir Daði Hjörvar og Hilmar Biering rekn ir, en þeir starfa enn í góðu gengi á flugvellinum, svo og Cuðmundur Arngrímsson er rekinn var. Bandaríkjamenn kunna að meta að verðleikum störf þessara manna, svo og "nazistans Helga S., — og 'Is- lericfingar eru að læra það líka. Nr. 7595 Undir myndinni af Guð- geiri, sem merkt er númerinu 7595, stóð eftirfarandi: „Lög- heimiliRaufarhöfn, Islandi. Lýsing: aldur: 26; kyn: karl- maður; hæð: 6 fet og tveir þumlungar; þyngd: 190 pund; háralitur: ljós; augu: blá; út- lit: kemur venjulega mjög hirðuleysislega fyrir sjónir. ATHAFNIR: Maður þessi hefur þótzt vera fulltrúi hús- gagnatímarits í Reykjavík. Hann hefur viljað komast inn í íbúðir Bandaríkjamanna til að taka myndir. Hann er útsend- ari „ÞJÖÐVILJANS“, áróðurs málgagns byltingarkerfis KOMMÚNISMANS á íslandi." Pólitískur andstæðingur Fyrri ástæðurnar tvær eru auðsjáanlega tilbúnar tilliástæð- ur, sem ekkert mark er takandi á. Þá er aðeins eftir ásökunin um að Guðgeir sé kommúnisti, það er pólitískur andstæðingur bandariskra heimsvaldasinna. — Og það er Bandaríkjamönn- um nóg ástæða til að beita sömu aðferðum og gegn morð- ingjum og glæpamönnum. Heíur þegar kraíizt rannsóknar Guðgeir Magnússon var einn í hópi „öryggisvarðanna", sem reknir voru fyrir að vera of miklir Islendingar og vilja ekki láta troða á sér. Brott- rekstrar vegna stjórnmálaskoð- ana eru tvímælalaust brot á ,,herverndar“-samningnum, sem mælir fyrir um að bandaríski herinn skipti sér ekki af ís- lenzkum stjórnmálum. Hið síð- 'asta framferði njósnadeildarinn- ar og hernámsstjórnarinnar er þó enn freklegra brot. Brot á „herverndar”- I'annljf lítur það út plaggið sem Kanarnir og njósnapeyjar þeirra iétu hengja upp tii þess að vara menn við Guð- geiri Magn- ússyni. ;V\ samningnum Guðgeir Magnússon er ei.in þeirra sem eru í mált við Ham- ilton vegna brottrekstranna. Þjóðviljinn sneri sér til lög- fræðings hans, Inga R. Helga- Juuswfcsnt Addreass ’ Raafarhofn. tooland Phyaloal Doserlptien: Ago: 26| Sejt: Malej Haight: 6 fact 2 inches; W«ght; 190 poundaj Color of Hair: Elomo; Zyont Bluo; Appeamma: ífcwxuy prosocts 6 var/ slovenly app«arenoe. fhis «Ktn has baon posing as a róprosor.tetiva of a furnitura aa-ga*ioo i* Ruykjavik, Hj has aought adrdseion t* living guartars 61 United iííu-onurr for th° ot ptotogwphs. Ho is Un Agont of * prepnganda organ of tha OOI»iONIST apptwitiú: in I<3S. Laganef nd SÞ haf nar rétti sfrandrikja til fiskimiða á landgrunninu Hagsmunir Islendinga fyrir borB bornir Alþjóðlega laganefndin, sem starfar á vegum SÞ hefur hafnað því sjónarmiði, aö strandríki geti helgað sér fiski- miöin á landgrunninu úti fyrir ströndum þess. Hinsvegar vill nefndin veita strandríkjum rétt á öllum öðrum nátt- úruauöæfum landgrunnsins. Þetta þýðir það að nefndin vill ekki viðurkenna rétt strand ríkjanna til fiskimiðanna á landgrunninu. Þetta sjónarmið vegur að hagsmunum okkar tslendinga. Takmark okkar er að fá viðurkenndan rétt okkar tii að nytja einir fiskimiðin við strendur landsins. Áður mun hafa verið skýrt frá ræðu um þessi mál, sem Herman Phleger, lögfræðiráðu- nautur bandaríska utanrikis- ráðuneytisins, hélt. Vék hánn að tillögum laganefndarinnar sem lagðar voru fyrir síðasta þing SÞ. Þar var ákveðið að fresta umræðu um tillögurnar þangað til nefndin hefur lokið störfum varðandi öll þau mál sem snerta reglur um landhelgi og rúmsjó. Ct á 200 m dýpi. Alþjóðlega laganefndin, sem hefur það verkefni að skrásetja alþjóðalög, segir í tillögum sín- um að lagagreinum um land- grunnið, að landgrunn skuli teljast frá ströndum og út á 200 metra dýpi. Strandríki skuli eitt hafa réttindi til að kanna og. hagnýta náttúruauð- æfi á landgrunninu eða niðri í því. Hafið rúmsjór. Næsta grein hljóðar svo þannig: „Réttur strandríkis til landgrunnsins breytir engu um það að frá lagalegu sjónarmiði Framhald á; 8. síðu. éer hafið yfir því rúmsjór.“ Vernd gegn offiski. Alþjóðlega laganefndin hefur einnig látið frá sér fara upp- kast að lagagreinum um ráð- stafanir til að hindra offiski og eyðingu fiskimiða. Meginefni þeirra er, að þar sem þegnar fleiri en eins ríkis fiska í rúmsjó skuli hlutaðeig- andi ríkisstj. heimilt að setja reglur til að hindra offiski. Ef eitthvert riki vill ekki lúta þessum reglum skal stofnun, sem sett skal á laggirnar á vegum SÞ, setja bindandi reglur um vernd fiskimiðanna að beiðni hvers þess ríkis, sem hlut á að máli. Engar tillögur um landhelgina. Ekki eru enn komnar frá Al- þjóðlegu laganefndinni tillögur hennar um það, hvað teljast skuli landhelgi og hvernig hún skuli ákvörðuð. Meðal þeirra ríkisstjórna, sem létu í ljós við nefndina á- lit sitt á tillögum hennar um landgrunnið og fiskveiðarnar, áður en hún lét þær frá sér fara, var ríkisstjórn íslands. Rooseveli hlutskarpasfux Sonur Franklins D. Roosevelts fyrrum Bandaríkjaforseta, Jam- es Roosevelt, vann nýlega próf- kosningu um frambjóðendur demókrata til fulltrúadeildar þingsins. Rosningin fór fram í 26. kjördæmi Kaliforníu, og átti James Roosevelt þar við sjö að keppa. Nýitíminn Fimmtudagur 22. júlí 1954 — 14. árgangur — 26. tölublað

x

Nýi tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.