Nýi tíminn


Nýi tíminn - 15.12.1955, Page 2

Nýi tíminn - 15.12.1955, Page 2
2) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 15. desember '1955 Fyrir skömmu komu út í bókaflokki Máls og menning- ar fyrstu skáldsögur tveggja ungra rithöfunda, Hinn for- dæmdi eftir Kristján Bender og Strandið eftir Hannes Sig- fússon. Báðir voru höfundarn- ir að góðu kunnir, Kristján hafði gefið út tvö smásagna- söfn, Lifendur og dauðir og Undir Skuggabjörgum, en Hannes tvær ljóðabækur, Dymbilvöku og Imbrudaga. Hiríár nýju skáldsögur tákna þó tímamót á höfundaferli þeirra: Allii sem lesið hafa bækurnar, og þeir eru þegar orðnir margir, telja þær bráð- snjallar og um margt óvenju- legar í íslenzkum bókmenntum. Þegar slík tíðindi gerast, ber vissulega að gleðjast. Sérstak- lega ætti íslenzkri alþýðu að vera ljúft og skylt að fagna þeirn, og þá auðvitað með því að lesa sögur þessara ungu rit- höfunda — og lesa þær vel. Blaðamanni Þjóðviljans datt í hug, að ýmsum kynni nú að þykja gaman að fræðast eitt- hvað um höfundana sjálfa, svo að hann brá sér á fund þeirra og tók að forvitnast um ævi þeirra, aðstæður og áform, Sæll vertu, Kristján. Ert þú ekki uppalinn fyrir austan? Jú, ég er fæddur á Borgar- firði eystra, en í æsku var ég á ýmsum stöðum, svo sem Seyðisfirði, Norðfirði, Eskifirði og Djúpavogi. Fluttu foreldrar þínir svona oft búferlum? Móðir mín dó þegar ég var þriggja ára. Þegar hún veiktist var ég tekinn í fóstur af þeim Guðriði og Sigurði á Bakka í Borgarfirði. Þeirra minnist ég ætíð með hlýju, en hjá þeim dvaldist ég næstu þrjú ár, og frá þeim tíma á ég marg- ar góðar minningar um menn og málleysingja. Viltu segja mér eitthvað frá þessum tíma? Það fyrsta sem ég man eft- ir er fugl. Þetta hefur líklega verið einhvern fyrsta daginn minn á Bakka. Ég sat við gluggann og fuglinn settist á vatnsbrettið, við rúðuna. Þarna skoðuðum við hvor annan langa stund; ég var stórhrifinn af þessum vængjaða leikfélaga. Þá sótti ég mömmu — en svo nefndi ég Guðríði — svo að hún gæti líka séð þetta. Þegar við komum að glugganum, flaug fuglinn burt. Þá settist hún á rúmstokkinn, tók hend- ur mínar, horfði lengi í augu mér og sagði: Þetta var sál móður þinnar, drengur minn. Á þennan fagra hátt sagði hún mér frétt, sem ég skildi þá varla. Seinna minnist ég þess, er ég vakti yfir túni, níu ára drengur. Það var að Refsmýri í Fellum á Fljótsdals- héraði. Á þeim bæ kynntist ég fyrst bókum. Dýrðlegri næt- urvökur hefi ég aldrei lifað en þær, sem ég átti í félags- skap þeirra Gunnars og Njáls, Þormóðs og Kolbrúnar, Grett- is og Hreiðars heimska. En þrátt fyrir allar þessar hetjur og gáfumenn, var ég alltaf dá- lítið smeikur við Lagarfljóts- orminn. Þá erum við nú komnir að bókmenntunum. Hvenær tók hugur þinn að hneigjast til skáldskapar? Það var af illri nauðsyn. Ég var í barnaskóla. Eitt sinn henti mig það ólán að koma of seint í tíma. Kennarinn hafði rétt lokið við að lesa yfir endursögnina, þegar ég drattaðist inn úr dyrunum. Þetta var íslenzkur stíll — hið eina sem mér þótti gaman að í skóla. Ég bað kennarann að lesa þetta aðeins einu sinni fyrir mig. En hann svaraði því, að ég væri ekki undan- skilinn reglum skólans. Þá spurði ég sessunaut minn um hvað þetta hefði verið. Um hafur og tófu, sagði hann. Hvíslingar bannaðar! hrópaði kennarinn. Þarna hafði ég það, hafur og tófa hét sagan — og hvísl- ingar bannaðar. Ég tók penn- ann og skrifaði mína fyrstu smásögu. Hún hét: Hafur og tófa. í næsta íslenzkutíma las kennarinn upp þessa sögu mér til mikillar hugraunar, allt þar til hann færði mér stílabók- ina og þakkaði mér fyrir fram- takið. Mér þykir þú segja tíðindin. skáld sé aldrei í verulegri hættu fyrr en það er ánægt með sjálft sig. Jæja finnst þér það? En hvað viltu segja okkur um síðustu bók> þína, vinnu- brögð þín yfirleitt og aðstöðu þína til að stunda ritstörf? Ég held að aðstaða mín til ritstarfa sé hvorki verri né betri en annarra vinnandi manna, sem hafa þetta í hjá- verkum. Ég skrifaði mínar fyrstu smásög'ur aðallega á sementspoka þegar ég vann við hrærivél suður í Silfurtúni endur fyrir löngu. Á kvöldin tíndi ég svo saman sneplana, þetta var ódýr pappír og sterk- ur — að síðustu varð úr þessu bók. Ég held að aðstaða manna geti ekki drepið þetta niður, jafnvel ekki þó þeir vilji það sjalfir. Ég bf¥nndi’,”?íftti sinni öllu, sem ég hafði skrifað — það var á erfiðum tímum. Það verður þögn, Kristján Viðtfll við tvö ung sStflld Hvernig lízt þér á bókmennt- irnar um þessar mundir? Það er sjálfsagt ýmislegt um þær að segja, bæði gott og illt. Mér finnst vera mikil gróska meðal þeirra sem enn eru ungir. Hannes Sigfússon kom með mjög góða skáldsögu í haust, Ólafur Jóhann Sig- urðsson er með tvær nýjar bækur samtímis, Jón Dan vann tvenn fyrstu verðlaun fyrir smásögur í Helgafelli og Samvinnunni í vor. Vængjað- ir hestar, Guðmundar Daníels- sonar, eru þegar komnir í bók- hlöður og þykja vel fóðursins verðir. Helgi Hálfdánarson, sendi frá sér nýjar ljóðaþýð- ingar, sem skipa honum á bekk meðal góðskálda. Sagt er að enn sé 'mikilla tíðinda að vænta af ungum skáldúm á þeSsum vetri. Heldur þú að fólkið sé ánægt með úngu skáldin, svona yfir- leitt'? Ó nei, ekki held ég það, — en andstaðan bæði örvar og skerpir. Mitt álit er það, að starir fram fyrir sig, eins og eitthvað sé honum mikilvæg- ara en þetta viðtal. Ég var að spyrja um síðustu bók þína. Hvað vilt þú segja mér um hana? spyr ég eftir drykklanga stund. Mér hefur verið sagt að hún seljist sæmilega, það er víst aðalatriðið. Við lifum í heimi mikillar kaupmennsku, mikillar auglýsingastarfsemi og mikilla skrípaláta, að mér finnst á stundum, Þegar allt þetta er liðið hjá, lifir bókin sinu sjálf- stæða lífi eða deyr sínum hljóð- láta dauða, það er allt og sumt. Já, þú segir það. Hvað svo um framtiðina? Hefur þú ekki mikil verk á prjónunum? Ég stefni að vissu marki, en það er löng leið frá íslandi til Himnaríkis, segir kerling- in í leikriti Davíðs. ★ Blaðamaðurinn spyr um upp- runa Hannesar og fær það svar að hann sé Reykvíkingur, en foreldrar aðfluttir frá Akur- eyri og Snæfellsnesi. Eru þér minnisstæð einhver sérstök atvik frá fyrri árum?: spyr blaðamaðurinn eins og j hann sé að tala við nírætt afmælisbarn. Ég man brot af kreppunni, segir Hannes með þrítugu brosi — landbrot uppi á Kópavogs- hálsi 1939, grjótburð í frosti af nokkrum hektörum lands fyrir fáeina aura 'á fermetr- ann. Ég man að það var mik- ið af grjóti og lítið um aura í þann tíma — gott ef maður átti fyrir mjólkurpela og vín- arbrauði eftir dagsverkið. r— Næst man ég 10. maí 1940, og hvað ég var hissa þegar ég leit upp úr hreingerningaföt- unni og sá þessar hlálegu fíg- úrur keppast við að berja hæl- unum niður í malbikið — þær minntu mig strax á Nútímann eftir Chaplin. Og það var ekki Haimes Sigfússon út í hött. Að lokum man ég 1951 þegar ég kom heim frá Noregi með Imbrudaga og nýfengna eiginkonu og komst að raun um að það var ný kreppa á íslandi af því vélbrúðurnar höfðu brugðið sér frá og voru ekki komnar aftur að marki. Sjálfur varð ég að flýja land með 'konuna um haustið og leita mér vinnu annarsstaðar —• en ég skildi bókina eftir. Kreppan ’51 kostaði mig hálft þriðja ár af rithöfundarferli mínum, en ég skyldi glaður fóma afganginum og byrja sem grjótpáll á ný ef það mætti verða til þess að ísland losn- aði við viðbjóðinn. Þú segist hafa orðið að flýja land. Hvert? Til Noregs. Ég starfaði þar í hálft þriðja ár sem pakkhús- maður, fyrst í Stafangri, síðan Osló. Vinir mínir hér heima bjuggu til þulu mér til heið- urs: Lagerlöf Lagerkvist Lag- ermann. Þegar mér lánaðist að kom- ast heim vorið ’54 var ég orðinn langþreyttur á útivist- inni. Hefurðu ekki átt kost á að ferðast víðar en til Noregs? Ég dvaldi vetrarlangt í Stokkhólmi 1945—6 og vann að þýðingum, og til Englands og Danmerkur hef ég komið, en þá er upptalið. Það þykir nokkur nýlunda i að þú skulir hafa lagt þig t eftir skáldsagnagerð. Þú byrj- aðir sem ljóðskáld. 'j Nei, ég byrjaði sem sagna- \ skáld. Ég samdi smásögur frá j 15 ára aldri og birti örfáar. j Svo var meiningin að slá í gegn með skáldsögu, og ég fluttist í þvi skyni austur í Hveragerði og bjó þar eitt ár, ’44—’45, en timinn sóaðist helst í pókerspil upp á bréf- snepla við Kristmann Guð- mundsson, Elías Mar og einn heldrimann þar eystra, og ég samdi aldrei meira en fyrsta kaflann. Ég man að Guðmund- ur Daníelsson kom einhverju sinni í heimsókn þangað aust- ur og fékk að heyra kaflann og lauk lofsorði á hann, en mér leizt ekki á fyrirtækið og tók pókerspilið framyfir skáld- söguna. I annað sinn reyndi ég við skáldsögu að Reykja- nesvita haustið ’48, skrifaði tvo kafla, en gafst upp og orti Dymbilvöku í örvæntingu vegna misheppnaðs rithöfundarferils og tiltölulega mislukkaðs heims. Um tíma hallaði ég mér svo að ljóðinu í þeirri trú að það væri mitt form en ekki skáldsagan. En nú veit ég ekki. — Nema hvorttveggja sé. Hvenær byrjaðir þú á Strandinu? f janúar síðastliðnum. Þá fékk ég óvænt betra næði til ritstarfa en verið hafði um langt skeið, og ég skrifaði bókina á þrem mánuðum. Þeg- ar ég stóð upp að verkinu loknu var ég mjög hissa, Hvaða skáld og rithöfundar hafa haft mest áhrif á þig? Mér þykir vænt um að fá tækifæri til að votta Dosto- jefskí virðingu mína og þakk- læti, og síðan Hamsun. Engir höfundar hafa orðið mér eins kærir — ,með kostum sinum og löstum. Og ég er hræddur um að ég deyi áður en öðrum höfundum tekst að víkja þeim úr sessi. — Af innlendum skáldum hefur Steinn Steinarr tvímælalaust orðið mér efst í huga. Ég á honum mikið að þakka bæði sem skáldi og manni — og það er vafasamt að mér hefði enzt sjálfstraust sem rithöfundur ef uppörvunar hans hefði ekki notið við þeg- ar verst gegndi. Verður næsta bók þín skáld- saga eða ljóð? Það er erfitt að svara svo- leiðis spumingu — kannski ráðlegast að slá gamlan var- nagla og segja: Ef guð lofar — verður það skáldsaga. Ég hef hugsað mér að skrifa um fávitahæli sem er rekið sem gróðafyrirtæki skinhelgs „upp- eldisfræðings". Ég hef dýrmæta reynslu úr þeirri átt. Hvað hefur reynzt þér lær- dómsríkast á rithöfundarbraut þinni? Það, hvernig hugmyndirnar seytla milli fingra manns og hverfa — þangað til maður finnur þær einn dag á öðru landshorni, komnar í einn far- veg. Að mínu viti er það mik- ilvægast hverjum rithöfundi, að kunna að bíða. Blóðhundar, böðulssvipa Brezka herstjórnin á Kýpur hefur látið flytja fjölda lög- regluhunda loftleiðis frá Bret- landi til að taka þátt í barátt- unni gegn mótspymuhreyfingu eyjarskeggja gegn brezkum yf- irráðum. Þá hafa Bretar tekið upp þann hátt að dæma unglinga til hýðingar fyrir að láta í ljós andúð sína á brezkum yfirvöld- um. I Paphos hafa þrír menntaskólanemendur verið dæmdir til að hljóta 10 svipu- högg hver fyrir að sitja „ólög- legan fund“. Samskonar dómar hafa verið kveðnir upp í öðr- um borgum á Kýpur. I gær tilkynnti brezka her- stjórnin að merín hennar hefðu handtekið prest og fundið á honum hvellhettur og sprengi- efni.

x

Nýi tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.