Nýi tíminn - 15.12.1955, Qupperneq 9
2
Orðsendingar
Smávillur slæddust inn í
greinina um „tvo sex ára
prentmeistara“ og hafið
þið vafalaust séð þær að
undantekinni einni: Þar
stendur að Bjarni Jóns-
son eigi heima í Eski-
hlíð 12 A. Hið rétta er,
að hann á heima í Eski-
hlið 16 A.
Skriftarkeppnin stendur
nú sem hæst og bréf ber-
ast með póstinum daglega
utan af landi. Sumstaðar
taka mörg böm á heimili
þátt í keppninni og láta
blöð sín saman í umslag.
Kristján Benediktsson í
Víðigerði í Borgarfirði
sendir tillögu um mynda-
keppni í nýju formi.
Verður tekið til athugun-
ar innan skamms, Krist-
ján.
Ásdis Hulda. Stúlka í
Þingeyjasýslu, sem áður
hefur skrifað okkur, seg-
ir í bréfi nýkomnu: „Ég
valdi mér dulnefnið Ás-
dís Hulda, hvernig finnst
þér það?“ Svar: Okkur
héma við blaðið finnst
Hvað tábna nöínin?
Stcinunn — kona (unn-
usta?) með gimstein.
Sæunn -- kona frá sjó.
Unnur = sæborin kona.
Valgerður = suðræn
vemdarvættur.
Vigdís = bardaga-gyðja.
Þóra = sterk kona (sem
Þór styrkir).
Þuríður = fríð mær og
sterk.
Þorbjörg = sterk bjarg-
vættur.
það gott nafn. Það fer
vel á tungu. — Ásdís
Hulda segir ennfremur:
„Viltu birta Loftleiða-
valsinn eftir Kristján frá
Djúpalæk og segja okk-
ur eitthvað um Kristján.
Mig langar til að vita
eitthvað um hann af því
að ég þekkti konuna
hans einu sinni.“
Þetta verður bráðlega
tekið til fyrirgreiðslu.
Ekki
orðlans
Bóndi nokkur reið í
kaupstað og varð þar
drukkinn. Þegar hann
ætlaði heim, lagði hann
hnakkinn öfugan á hest-
inn. Samferðamenn hans
sögðu honum til þessa,
en hann brást reiður við,
og sagði: „Hvað varðar
ykkur um það? Vitið þið
hvora leiðina ég ætla
að ríða?“
Blítt er
undir björkunum
Ljóð úr Gullna hliðinu eftir Davíð
Stefánsson. Lag. eftir Pál ísólfsson.
Ég beið þín Iengi, lengi,
mín liljan fríð,
stiilti mína strengi
gegn stormum og liríð.
Ég beið þín undir björkunum
í Bláskógalilið.
Ég leiddi þig í Iundinn,
mín liljan frið.
Sól skein á sundin
inn sumarlanga tið.
Og blærinn söng í björkunum
í Bláskógahlíð.
Leggur loga bjaria,
— min liljan fríð,
frá hjarta til hjarta
um himinhvolfin víð.
Og blítt er undir björkunum
í Bláskógahlið.
Laugardagur 10. desember 1955 — 1. árgangur — 40. tötublað
Ritstj.: Gunnar M. Magnúss - Útgefandi: Þjóöviljinn
Ættjarðarljóðin
Ó, fögur er vor fóstur jörð
og Eg vil elska mitt land
hltttu flest athvæði lesenda
Nú er lokið atkvæða-
greiðslu meðal les-
enda Óskastundarinnar
um kærustu ættjarðar-
ljóðin. Sú hefur orðið
reyndin að þátttakan í
ættjarðarljóðavalinu varð
talsvert minni en í dæg-
urljóðavalinu í sumar.
Þátttakendur voru úr eft-
irtöldum sýslum: Árnes-
sýslu, Borgarfjarðarsýslu,
Gullbringu- og Kjósar-
sýslu, Húnavatnssýslu,
Eyjafjarðarsýslu, Norður-
Múlasýslu, Skagafjarðar-
sýslu og Vestur-Skafta-
fellssýslu. Flestir voru
eins og fyrr úr Árnes-
sýslu. Þá voru þátttak-
endur frá Siglufirði og
úr Reykjavík margir.
Atkvæði féllu á 19 ljóð,
þar af 5 Ijóð eftir Jónas
Hallgrímsson. Aðeins tvö
ljóð eftir skáld, sem nú
eru á lífi, urðu fyrir val-
inu. Það voru Fylgd eft-
ir Guðmund Böðvarsson
og Eyjan hvíta eftir
Kristján frá Djúpalæk.
Mun þar sennilega gæta
áhrifa blaðsins okkar, því
að Óskastundin hefur ný-
lega birt þessi ljóð. Flest
atkvæði og jafnmörg
fengu kvæðin: Ó fögur
er vor fósturjörð eftir
Jón Thoroddsen, og Ég
vil elska mitt land eftir
Guðmund Magnússon
(Jón Trausta), 42 at-
kvæði hvort. Næst var
þjóðsöngurinn: Ó, guð
vors lands eftir Matthías
Jochumsson, með 30 at-
kvæði. Þá voru ísland
farsælda frón eftir Jónas
Hallgrímsson með 19
atkv., ísland ögrum skor-
ið eftir Eggert Ólafsson
með 18. Ó, blessuð vertu
sumarsól eftir Rál Ólafs-
son 18, Þið þekkið fold
með blíðri brá eftir Jónas
Hallgrímsson með 17,
Eldgamla ísafold eftir
Bjarna Thorarensen með
17, Fyigd eftir Guðmund
Böðvarsson 16. Eyjan
hvíta eftir Kristján frá
Djúpalæk 12, Hlíðin mín
fríða eftir Jón Thorodd-
sen með 12, Hver á sér
fegra föðurland? eftir
Huldu, Unni Benedikts-
dóttur Bjarklind með 12
atkvæði.
Hin ljóðin, sem færri
atkvæði fengu voru þessi:
Skúlaskeið eftir Grím
Thomsen, Óhræsið eftir
Jónas Hallgrímsson, Ég
bið að heilsa eftir Jónas
Hallgrímsson, Sólskríkjan
eftir Þorstein Erlingsson,
Til fánans eftir Einar
Benediktsson, Ég elska
yður þér íslands fjöll
eftir Steingrím Thor-
steinsson og Dalvísa eft-
ir Jónas Hallgrímsson,
Það er að ýmsu leyti
athyglisvert hvað þessi
skoðanakönnun hefur
leitt í Ijós og verður ef
til vill vikið að því síð-
ar. Óskastundin þakkar
öllum bréfriturum fyrir
Framhald á 3. síðu.
Gamalt viölag
Vatnið rennur af hámn
fjöllum
eftir hvössu grjóti.
Illt er að leggja ást við
þann,
sem enga kann á mótL
Váðtæk samstaðci Indlands og
Sovétríkjanna í alþjóðamálum
Heimsókn Búlganíns forsætisráð'herra og Krústjoffs,
framkvæmdastjóra Kommúnistaflokks Sovétríkjanna, til
Indlands er nú lokið.
I yfirlýsingu frá þeim og Ne-
hru forsætisráðhen-a segir, að
opinskáar viðræður um heims-
málin hafi átt sér stað. Ríkis-
stjómir Sovétríkjanna og Ind-
lands séu sammála um að
einskis megi láta ófreistað til
Sovétríkin munu selja Burma
verksmiðjur og veita aðstoð við
áveituframkvæmdir og vélvæð-
ingu landbúnaðarins. Burma
gi-eiðir fyrir vörur og tækniað-
stoð með hrísgrjónum, sem eru
helzti útflutningur landsins og
illa hefur gengið að selja á
heimsmarkaðinum síðustu árin.
I fyrra strönduðu samningar
um bandaríska tækniaðstoð til
Burma á því, að Bandaríkja-
stjóm neitaði að taka við
greiðslu í hrísgrjónum, en
Burmastjórn vildi ekki þiggja
aðstoðina endurgjaldslaust.
Einnig hefur verið tilkynnt að
að draga úr viðsjám í heimin-
um og efla frið og samstarf
ríkja.
Standa með' Kínastjórn
Ríkisstjómimar láta þá von
í ljós að viðræður fulltrúa
Sovétríkin myndu koma upp
tækniháskóla í Rangoon, höfuð-
borg Burma, og búa hann að
vélum og kennslutækjum. Þegar
Búlganín, forsætisfáðherra
Sovétríkjanna, fór frá Burma í
fyrradag gaf hann U Nu for-
sætisráðherra 30 manna far-
þegaflugvél að skilnaði.
Búlganín og Krústjoff skoð-
uðu verksmiðjur í Bengal í Ind-
landi í gær. Þeir fara í tveggja
daga ferðalag um Kashmír áð-
ur en þeir halda til höfuðborg-
arinnar Nýju Delhi og eiga loka-
viðræður við Nehru forsætis-
ráðherra. Frá Delhi fara þeir á
miðvikudaginn til Afganistan.
Kína og Bandaríkjanna í Genf
verði til þess að eðileg sam-
skipti takist með ríkjunum.
Það sé staðreynd að friður geti
ekki orðið traustur í Austur-
Asíu fyrr en alþýðustjórn Kína
fær sæti það sem hemii ber
meðal SÞ og eyjan Taivan hef-
ur sameinazt meginlandi Kína.
Bann við kjarnorkuvopnum
Forustumenn Indlands og
Sovétríkjanna lýsa yfir, að
banna beri hverskonar kjarn-
orkuvopn skilyrðislaust og
sömuleiðis tilraunir með þau.
Koma verði á ströngu eftirliti
með að bannið sé haldið. Einn-
ig verði að gera gangskör- að
því að draga sem mest úr öðr-
um vopnabúnaði.
Indland og Sovétríkin eru
sammála um að ekkert megi
verða því til fyrirstöðu að á-
kvæði vopnahléssamningsins í
Indó Kina verði framkvæmd.
Ríkisstjórnimar hafa ákveð-
ið að gera ráðstafanir til að
stórauka viðskipti Indlands og
Sovétríkjanna. Á næstu þrem
árum munu Sovétrikin selja
Indlandi milljón tonn af völs-
uðu stáli, olíu, námuvélar og
verksmiðjuvélar. Indland mun
greiða vörumar með hráefnum
og iðnaðarvarningi. Skipaðar
verða verzlunarnefndir til að
ganga endanlega frá viðskipt-
um þessum.
Verksmiðjur seld-
ar fyrir hrísgrjóri
Birtiu' var nýega í Rangoon samningur um viðskipti
Sovétríkjanna og Burma.
----Fimmtudagur 15. desember 1955 — NÝI TÍMINN — (9
Bókmenntasaga Kristins E, Andrés-
sonar er koniin út í Svifrjóð
Frá fréttaritara Þjóðviljans í Stokkhólmi í gærkvöldi
Þessa dagana er hókmenntasaga Kristins E. Andrésson-
ar magisters, íslenskar nútímábókmenntir 1918-1948, aö
koma út á sœnsku, í pýðingu þeirra Rannveigar og Pet-
ers Hallbergs. Útgefandi er bókaútgáfa sœnsku samvinnu-
félaganna.
Bókin er lítið eitt stytt frá
íslenzku útgáfunni, en ekki
breytt í neinum meginatriðum.
Hún heitir í sænsku þýðing-
unni Det modema Islands lit-
eratur. M. K.
Langt er siðan þýðing bók-
arinnar var hafin, en ekki
unnizt tími til að ljúka þýð-
Kristinn E. Andrésson
ingunni fyrr en nú. Má og
segja að það sé vel til fund-
ið að hún skuli koma út eín-
mitt þá daga sem íslenzkar
bókmenntir hljóta að vera
meira á dagskrá í Svíþjóð era
í annan tíma — nú þegar Nó-
belsverðlaunin eru afhent Hail-
dóri Kiljan Laxness.
Það er mikið ánægjuefni - að
þessi bók skuli nú komin út á
sænsku. Auk Svía eiga nú Dan-
ir og Norðmenn aðgang að
staðgóðri fræðslu um íslenzkar
bókmenntir; mál þessara
þriggja þjóða eru svo lík að
flestir geta lesið eitt þeirra
sem annað. Mun bókin vekjá
athygli á bókmenntastörfurti
okkar hér í norðrinu, og mætti
fræðsla hennar verða okkur til
gagns og vegsauka.
K.omu ehM tií
Flugvél þeirra Búlganíns og
Krústjoffs gat ekki lent í gær
í Kabúl, höfuðborg Afganist-
ans, vegna veðurs. Flaug hún
því til Stalínabad í Sovétríkj-
unum. Munu þeir reyna að
komast til Kabúl í dag.