Nýi tíminn


Nýi tíminn - 07.06.1956, Page 1

Nýi tíminn - 07.06.1956, Page 1
f ★★ MHNBB ★ ★ AÐ ★ ★ GREIÐA ★ ★ NÝJA TÍMANN ★★ SKILVÍSLEGA 7^9T,amr~-'ry TÍMINN Fiuuntudagur 7. júní 1956 — 10. árgangur — 20. tölubalð LESENDU R! Utvegið blaðinu nýja kaupendur og tilkynn- ið þá til aígreiðslunnai Einar Olgeirsson: NÚ ÞEGAR ÞARF AÐ KAUPA TUTTUGU TOGARA, STÓREFLA VÉLBATAFLOTANN OG FISKIÐIUVERIN Það er hægt að fá lán til slíkra kaupa og markaður er öruggur. Þannig er hægt að tryggja atvinnuöryggi og atvinnujafnvægi um land allt Unduní'arin 8 ár hefur ríkt EVÐSLU- og ARÐRÁNSSTEFNA í íslenzkum þjóðarbúskap. Valdliafarnir hafa aðeins hirt lun það að láta þjóðina eyða sem mestu og hafa helmingaskipti um ágóð- ann af útflutningnum, — en þeir hafa ekkert liirt úín að auka útflutninginn og' þarmeð gjaldeyrisframleiðsluna. Áþreifanlegast sést það á því að i ÁTTA ÁR hefur ENGINN NÝR TOGARI ver- ið keyptur til landsins, en á sama tíina eru FLUTTIR INN FIMM ÞÚSUND BÍLAR. Þessi eyðslustefna hefur grafið iiiidan íslenzk- um þjóðarbúskap og því er nú komið seni komið er. Samtímis hefur svo ríkt sú stefna að arðræna alinenning sem mest með gengislækkunum og hóflausuin álögum, og safna þannig auð í hít valdhafanna. Það þarf að gerbreyta lun stefnu. Það þarf að taka upp STEFNU FRAMLEIÐSLUAUKNINGAR og samfara henni STEFNU RÉTTLÆTIS í GARÐ HINNA VINNANDI STÉTTA i stað þrot- lausra árása á liag þeirra og réttindi. ast því eðlilega allir í einu. Á síðustu 8 árum hefði því raun- verulega þurít að kaupa 2 tog- ara á ári eða 16 alls, svo stór- kaup á togurum nú eru nauð- synleg til þess að tryggja fram- tíðina. Það þarf vissulega að ráðast í stórframkvæmdir í íslenzkum iðnaði og stóriðju og landbúnaði — og það verður gert. En stór- virkið í eflingu sjávarútvegs- ins er hægt að vinna strax. Sjálfstæðisflokkurinn hefur engan skilning á þessu máli. hann einblínir nú á það að halda í hernámsgróðann og vill ekki trúa því að ísland geti lifað án hernámsins. Hægri menn Framsóknar og Alþýðuflokksins liafa livorki vit né vilja til þess ad gera neitt í þessum máliun ótilneycldir. Þeir gátu nú setið í ríkisstjórn, ef þeir hefðu viljað samþykkja lög, er heimiluðu þeim svona framkvæmdir. En þeir neituðu, af því þeir ætla að leggja i gengislækkun og kaupbindingu að kosningum loknum. — og vilja fá atvinnuleysi, svo kaup- kúgunin takist frekar. Það er Alþýðubandalagið eitt, sem liefur þá umliyggju fyrir almenningshag, að vil.ja knýja þetta frarn, — af því Alþýðu- bandalagið er samtök vinnandi fólksins sjálfs. Það er Alþýðu- bandalaglð, sem hefur þá for- sjá í þessu máli að vita hvað nauðsynlegt er, — þann stórliug að sjá hvað hægt er. Þess vegna er það lífsnauð- syn að alþýða manna og allir, sem efla vilja sjálfstæðan ís- lenzkan atvinnurekstur, fylki sér nú um Alþýðubandalagið í þess- um kosningum. Stefna Alþýðubandalagsins er að nú þegar séu gerðar ráðstaf- anir til þess að kaupa, — og sumpart smíða hér innanlands —■ allt að 20 togara. Það er hægt að fá smíðaða 10—15 tog- ara í Austur-Þýzkalandi, sem gætu farið að koma hingað heim haustið 1957, m. ö. orðum: ver- ið til taks til„að skapa atvinnu um allt land, þegar herinn væri að fara og hernaðarvinnan að hætta. Það er hægt að borga siíka togara í fiski og fiskafurð- unj. Og það ætti, ef vel væri á haldið, að vera hægt að fá hag- stæð lán til þess að greiða svona framleiðslutæki með. — Það er ekki að marka þó núverandi ríkisstjórn gangi illa að fá lán eriendis. Hver hefur traust á fjánnálastjórn. sem flytur iini 5000 bíla. sem heimta sitt benzín, en vanrækir að afla tækja til . þess að auka gjald- eysrisframleiðsluna? Það þarf að stórauka bátaflot- ann, bæði að taka upp bátasmíð- ar innanlands fyrir alvöru og kaupa báta erlendis frá. Og það t þarf að efla stórum fiskiðjuver- in og byggja ný. Með svona aðgerðum er hægt að stöðva þá öfugþróun, sem e.vðslu- og arðránsstefna auð- valds og afturhalds hefur skap- að á síðústu árum, og snúa við inn á réttar brautir: íslendingar geta lifað sjálfir af sínum eigin auðlindum, og byggðin um Iand allt,— sú, er G-listinn er listi Alþýðubanda- lagsins eyðingin nú vofir yfir, — myndi blómgast á ný, er liún fengi þessi atvinmitæki í liendurnar. Fólkið myndi hætta að flýja frá byggðunum beggja megin Húna- flóa, er togari væri kominn, er legði upp til skiptis á Hólmavík og Höfðakaupstað. SigJfirðingar þyrftu ekki lengur að flýja að heiman í atvinnuleit, er einn togari hefði bætzt við. Sex nýir togarar fyrir Norðurland niyndu Ólafur Thors játar svikin í landhelgismálinu Stækkunaraðgerðir stöðvaðar—Bretam vcitt undan- þága, ísfisksöfur teknar upp — eftir kosningar í ræðu sinni á sjómannadaginn kvartaði Ólafur Thors sáran undan því að sjómenn og aðrir landsmenn tor- tryggðu mjög aðgeröir ríkisstjórnarinnar í landhelgis- málum, samningamakk hennar við Breta og verzlun henn- ar með íslenzk landhelgisréttindi. En jafnframt staðfesti Ölafur aö allt væri rétt hermt sem sagt hefur verið um samskipti hans við brezka útgeröarauövaldiö. Ólafur Einar Olgeirsson breyta atvinnulífinu þar. Sama yrði uppi á Vestur- og Austur- landi með 3—4 togurum a. ni. k. í hvorn fjórðung. — Og um leið rnyndi vélbátum fjölga, móttöku- skilyrðum og fulJvinnslu á fiski verða gerbreytt. Um þetta átak þarf þjóðin að saiiieiuast. Alþýðubaudalagið er sá aðili. er mun knýja þessa stefmi fram, ef þjóðin samein- ast svo vel um það, að Alþýðu- bandalagið verði eini sigurveg- ariim í þessum kosniugum. Hve brýnt það er orðið að haí'izt sé handa um endurnýjun togaraflotans, sést bezt á því, að raunverulega þarf að kaupa 2 togara á ári bara til þess að ílotanum sé haldið við, því nú- verandi 43 togarar voru keyptir á þrem árum, 1945—48, og eld- Thors viðurkenndi í fyrsta lagi að það væri stefna sín og ríkisstjórnarinnar að j koma um sinn í veg fyrir allar frekari aðgerðir til stækkunar landhelginnar. Taldi hann meiri- hluta Alþingis standa að þeirri stefnu, og visaði til þeirrar yf- irlýsingar þingmanna Sjálfstæð- isflokksins og Framsóknar á síðasta þingi að það sé „ekki æskilegt að taka ákvarðanir varðandi útfærslu friðunarlín- unnar.“ Hitt sagði Ólafur ekki að þessi stefna er bein afleið- ing af kröfum brezkra útgerðar- manna; þeir neituðu að aflétta liindunarbanniiiu nema liætt væri um sinn við allar iTekari aðgerðir í landhelgismálum. Und- an þeirri kröfu lét Ólafur Thors j — vegna þess eins að hanrl muinar i milliliðaaðstöðuna í . sambandi við fisksölur í Bret- landi. Þannig er verzlað með þau landsréttindi sem nátengd- | ust eru efnahagsafkomu þjóðar- innar — ef efnahagur Thorsætt- arinnar er annarsvégar. Undanþágan. í annan stað játaði Ólafur Thors að ætlunin væri að láta I I undan þeirri kröfu brezkra ut- gerðarmanna að brezkir togar- ar megi koma inn i landheigi með óbúlkuð veiðarfæri ef ó- veður er komið eða vofir yfir og landhelgisgæzlunni hefur áður verið tilkynnt um það. Þetta er kynlegt og alvarlegt undanhald fyrir Bretum. Ef óveður skellur á er það fyrsta verk hvers skip- stjóra að búlka veiðarfærin. Enginn siglir í var með óbúlkuð veiðarfæri nema eitthvað sér- stakt og óviðráðaniegt hafi kom- ið fyrir, og í ne.vðarástandi tel- ur iandhelgisgæzlan slíkt auð- vitað ekki iandhelgisbrot. SJík undanþága verður því ekki tengd almennum slysavörnum — hins vegar er auðvelt að misnota haTia til þess að reyna að réttlæta veiðiþjófnað i land- belgi. En það er einnig annað seni vakir fyrir Bretum: Brezku útgerðarmennlrnir, sem thorsar- arnir og Jón Axel liafa verið að makka við að undanförnu, héldu því sem kuunugt er fram að fslendingar bæru ábyrgð á dauða 40 brezkra sjómanna sem fórust á Haiamiðum í ofviðri fyrir nokkru, þar sem bannað væri að fara í landhelgi með ó- búlkuð veiðarfæri. Þessi svír virðilegi áróður vakti sára reiði fslendinga — en brezku útgerð- armennirnir ielja að með undan- þágunni væri staðfest í verki að þcir hefðu farið með rétt mál. ^ Isíisksölur. í þriðja stað játaði Ólafur Thors að hann og ríkisstjórn- in hefðu hinn mesta hug á að hefja ísfisksölur til Bretlands á nýjan leik. Ekki gerði hann neina tilraun til að réttlæta þá steínu, en hún hefði sem kunn- ugt er í för með sér stórfellt atvinnutjón nm land allt, og ef togararnir almennt tækju upp slík viðskipti myndi þjóðin tapa 2—300 milljónum króna í gjald- eyri á ári. Þessi viðskipti verða ekki skýrð með neinu öðru móti en því að thorsararnir hafa stórfelldra og annarlegra pers- ónulegra hagsmuna að gæta í sambandi við þau — og er því skiljanlegt að Ólaf'ur Thors sæi sér ekki fært að réttlæta þau fyrir þjóðinni, ^ Heilræði. Þessar játningar Ólafs voru settar fram í varriaittón og kryddaðar venjuJegri kokhreýsti. M. a. sagði hann að þjóðinni bæri að setja frá völdum hverja þá ríkisstjórn sem brygðist í landhelgismálunum. Því heil- ræði munu íslendingar fylgja 24. júní í sumar. Eftir þær kosning- ar verður forusta landsmálanna ekki falin manni sem hefur persónulega hag af því að ganga á markaðstorg með hagsmuni og réttindi þjóðar sinnar.

x

Nýi tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.