Nýi tíminn - 07.06.1956, Page 7
NÝI ■ TÍMINN -rr- FuuDatudagtir 7< jánj .1956 . r (%<
Ojafn kosningarétiur
Þjóðflutningarnir úr strjál-
býli í bæi og borgir valda
margskonar vandamálum. Eitt
þeirra er skekkjan sem viða
hefur orðið á kosningaréttind-
um landsbúa. Fólkið í þéttbýli
borganna hefur ekki sambæri-
leg áhrif á skipun þjóðþinga
og fólkið í strjálbýlinu. íhalds-
.semi um bre.ytingar á stjór.ngr-
: -skrá og kosningalögum veldur
þ.ví, að við er hal,dið kjör-
dæmasjupun og kosninga-
reglum sem löngu eru orðnar
úreltar. Flokkar sem hagnast
mest á úreltri kjördæmaskip-
on geta áratugum saman hald-
ið völdum og áhrifum langt
fram yfir það sem fylgi þeirra
með þjóðinni réttlætir. Dæmi
þess hér á landi er Framsókn-
arflokkurinn, flokkur lítið eitt
fylgismeiri en Sósíalistaflokk-
urinn og Alþýðuflokkurinn,
hvor um sig, en liefur 16 þing-
menn, en Sósíalistaflokurinn 7
og Alþýðuflokkurinn 6. Hlut-
fallstölur þeirra flokka úr
kosningunum 1953 voru Fram-
sókn 21,9%, Sósíalistaflokkur-
inn 16,1%, Alþýðuflokkurinn
15,7% .
r/Jöfnunarsæ§inrr
Ktrökkva skammf
Misrétti þegnanna til áhrifa
á löggjafarþingi íslendinga er
löngu orðið algerlega óviðun-
andi. Það bitnar mest á yngri
flokkunum. Er því eðlilegt að
Aiþýðuflokkurinn og Sósíal-
istaflokkurinn hafa jafnan bar-
izt gegn ranglæti kjördæma-
skipunar og kosningalaga, og
haft það að stefnuskráratriði að
koma á jafnrétti þegnanna að
þessu leyti. Dálítið hefur verið
reynt að lappa upp á ranglætið^
og misrétti núverandi kjör-®
dæmaskipunar og þá helzt með
ákvæðum stjórnarskrárinnar :
um „jöfnunarsæti". Um þau
segir svo í stjórnarskrá lýð-
véldisins íslands, 31. grein, m.
a.: „Á Alþingi eiga sæti ...
d. Allt að 11 þingmenn til
jöfnunar milli þingflokka, svo
að hver þeirra hafi þingsæti
í sem fylistu samræmi við at-
kvæðatölu sína við almennar
kosningar.“
Mikið hefur vantað á að þetta
ákvæði stjórnarskrárinnar
nægði til að koma á því jafn-
rétti þegnanna er þeir hljóta
lað krefjast sem afskiptir eru.
Glöggt dæmi þess eru hin ó-
hæfilegu völd sem ranglætið
hefur veitt Framsóknarflokkn-
um nú um langt skeið, og hef-
ur valdið einskonar mikil-
mennskubrjálæði foringja hans,
sem halda að þeir og flokkur-
inn sé borinn til margfaldra
valda og áhrifa við það sem
fylgi hans með þjóðinni rétt-
lætir.
AfkvæSaverzfun fil
aukningar misréffinu
Nú hefur það gerzt í undirbún-
ingi kosninganna í sumar, að
tveir flokkar taka höndum sam-
gn til að misnota eins og frek-
ast má verða ranglæti kjör-
dæmaskipunarinnar. Hefur
þeim samningum verið lýst svo
opinskátt í blöðum Framsókn-
ar og Alþýðuflokksins, að þar
er ekki um neitt að villast.
Alþýðuflokkurinn ætlar að
„lána“ Framsókn þúsundir Al-
þýðuflokkskjósenda til að ná
sem flestum kjördæmaþing-
mönnum. Framsókn ætlar að
„lána“ Alþýðuflokknum enn
fleiri þúsundir Framsóknarat-
kvæða til að hremma sem flest
af „jöfnunarþingsætunum“ svo
notað sé orðalag stjórnarskrár-
innar. Kveðinn hefur verið upp
í landskjörstjórn vægast sagt
hæþinn ' úrskurður, með eins
atkvæðis mun, að þetta skuli
teljast ÍÖglegt athæfi, vegna
þess að það sé ekki beinlínis
bannað með lögum. Þó hefur
hvergi verið bent á stafkrók í
lögum sem heimili t. d. Al-
þýðuflokknum að hljóta ,jöfn-
unarþingsæti" út á atkvæði
annars flokks, en yfirlýst er í
Alþýðublaðinu og Tímanum að
Framsóknarflokkurinn „styðji"
Alþýðuflokkinn í tilteknum
kjördæmum. Vonandi dregur
almenningur ekki þá ályktun
af þeirri lögskýringu Jóns Ás-
björnssonar, að hér eftir teljist
allt athæfi löglegt sem ekki sé
beinum orðum bannað í lög-
bókinni. Úrskurður landskjör-
stjómar kemur að sjálfsögðu
til kasta hins nýkjörna Alþing-
f--------------------------—
27. maí — 2. júní
1956.
is í sumar. Er ekki ólíklegt að
athæfi Hræðslubandalagsins
verði til þess að vekja svo at-
hygli á ranglæti og misrétti
kjördæmaskipunarinnar, að
gegn breytingum í þá ótt að
tryggja jafnrétti þegnanna
verði ekki lengur staðið.
Hvað gerðisf bak við
fjöldin í fandskjörst jórnl
Hvað gerðist bak við tjöldin
í landskjörstjórn þessar eftir-
minnilegu vikur?
Var komið of nálægt þvi,
sem innsta ráð afturhaldsins i
landinu óttast eins og heitan
eld? Var komið of nálægt því,
sem hin bandaríska yfirstjórn
þess innlenda afturhalds óttast
eins og heitan eld?
Var komið of nærri því að
Sjálfstæðisflokkurinn og Fram-
sóknarflokkurinn rækjust
þannig á, að ekki yrði auðvelt
fyrir Eystein og Ólaf Thórs,
Vilhjálm Þór og Björn Ólafs-
son, Bjarna Ben. og Hermann
Jónasson að skríða saman í
nýja afturhaldsstjórn að lokn-
um þessum kosningum, leika
sama fláttskapar- og ódrengs-
leik gagnvart kjósendum og
þessir flokkar léku 1946, 1949,
og 1953?
Telja menn líklegt, að for-
ingjar Sjálfstæðisflokksins
hefðu lagt íram kæru sína um
fölsunartilraun Hræðslubanda-
lagsins án þéss að ráðfæra sig
áður við fulltrúa Sjálfstæðis-
floksins í landskjörstjóm, lög-
fræðingana tvo, Jón Ásbjörns-
son og Einar Baldvin Guð-
mundsson? Og að kæran hefði
verið lögð fram gegn þeirra
vilja og án þess að þeir væru
henni samþykkir?
Æðri máffarvöld
affra árekstri
Svo kemur hið einkennilega
þóf i landskjörstjóm. Hvað
gerðist bak við tjöldin? Hvert
er það afl sem grípur inn i
hvað eftir annað á undanförn-
um árum, ef hætta þykir á að
Sjálfstæðisflokkurinri og Fram-
sóknarflokkurinn rekist svo
harkálega á, að samstaða
þeirra flokka um afturhalds-
stjórn á íslandi, um íramhald
bandarísks hernóms, sé í
hættu? Sjaldan hefur þessi
leikur komizt eins nærri þvi
að vera leikinn fyrir opnum
tjöldum eins og nú í vikunni.
með afgreiðslu landskjörstjóm-
ar á kæru Sjálfstæðisflokksins:
Lögfræðingarnir, fulltrúar
Sjálfstæðisflokksins, eru látnir
ómerkja þá kæru, sem telja má
víst að þeir hafi undirbúið og
lagt á ráðin að flutt yrði.
SðimekfÍR
Áhrifavald bandaríska aftur-
haldsins í stjórnmálum íslend-
inga hefur framar öllu öðru
byggzt á samstöðu og samsekt
foringja Sjálfstæðisflokksins og
foringja Framsóknarflokksins.
Án samstöðu og samsektar
Bjarna Benediktssonar og Ey-
steins Jónssonar, samstöðu og
samsektar Ólafs Thórs og Her-
manns Jónassonar, hefði
bandaríska ásælnin aldrei náð
þeim ískyggilega árangri á ís-
landi og raun hefur á orðið.
Af hálfu þeirra, sein hafa það
verkefni að viðhalda banda-
rískum herstöðvum á fslandi
um aldur og ævi hefur það
verið og er undirstöðuatriði, að
samstaða og samsekt foringja
Sjálfstæðisflokksins og Fram-
sóknar mætti uldrei rofna. Til
þess var meira að segja þarf-
asta þjóninunn Bjarna Bene-
diktssyni sparkað úr embætti
utanríkisráðherra 1953. í því
skyni eru „fyrirtæki" Vil-
hjálms Þórs og annarra ofsa-
gróðamanna Framsóknar vafin
í hlýjan náðarfaðm banda-
rískra auðfélaga, „umboðun-
um“ rignir eins og skæðadrífu.
Til þess að tryggja samsektar-
bandalag Sjálfstæðisflokksins
og Framsóknarflokksins hafa
gorkúlufyrirtæki Framsóknar-
manna þotið upp til helminga-
skipta á hermangsgróðanum.
Samt fer svo, að hinn heró-
stratískt frægi Kóreukappi,
John J. Muccio, sendiherra
Bandaríkjanna á íslandi, verð-
ur að horfa uþp á það að
bandaríska fylkingin á Al-
þingi riðlast, og nokkur hluti
hennar samþykkir ásamt sós-
íalistum og Þjóðvarnarmönn-
um viljayfirlýsingu um brott-
för bandarísks hers af fslandi.
Fólkiö gegn ódrengskap
Eysteinskunnar
Eftir bandarískum blöðum
að dæma virðast stjórnarvöld-
• in i Washington fIjótlega hafa
huggað sig við þá skýringu, að
hér væri einungis um kosninga-
brellu að ræða. Foringjar
Framsóknarflokksins og hægri
menn . Alþýðuflokksins teldu
einungis ,að meira þyrfti nú við
en venjulega til að klekkja á
sósíalistum, það sjónarmið er
túlkað þegar í Washingtonfrétt
Anthony Leviero frá 31. marz,
þar sem hann lýsti áliti .stjórn-
arvaldánna: „If the Commún-
ists fail to gain in the Iceland-
ic parliamentary elections in
June, the go-home talk is
expected to die“. (Ef kommún-
istum tekst ekki að vinna á í
þingkosningunum á íslandi í
júní, er búizt við að talið um
brottför hersins verði látið nið-
ur falla).
Efetir því sem liðið hefur á
kosningabaráttuna hafa banda-
rísk stjórnarvöld þó orðið meir
uggandi um ástandið. Þeim er
að verða það Ijóst, sem ís-
lenzkir kjósendur vita, að
jafnvel þótt Eysteinn Jónsson
og Gylfi Þ. Gíslason ætlist til
að viljayfirlýsing Alþingis um
brottför hersins verði einung-
is kosningabrella eru öll lik-
indi til að þeir ráði ekki við
þá þróun, sem nú er hafin.
íslendingar vilja brottför
Bandaríkjahersins af íslandi,
vilja þurrka smán herstöðv-
anna af landi sínu. Og þeir
geta i kosningunum í þessum
mánuði tryggt að meira að
segja Framsóknarflokkurinn
verði knúinn til að halda á-
fram á þeirri braut sem ligg-
ur að afnámi herstöðvanna,
með því að Iáta úrslitin
verða þau sem Bandaríkja-
stjórn og innlenda afturhald-
ið óttast, að Alþýðubandalag-
ið vinni stóran kosningasigur.
Hvernig verður dollara-
múfum bezf komið fyrir!
Bandarísk blöð fara ekki
dult með þá ætlun banda-
rískra stjórnarvalda að hafa
áhrif á úrslit kosninganna á
íslandi, með „gagnlegum að-
gerðum“ „á sviði efnahags-
mála“, með öðrum orðum:
dollaramútum. Sýnir sú hug-
mynd einkar skýrt hvert álit á
þjóðinni kynni bandarískra
stjórnarvalda af mönnum eins
og Bjarna Benediktssyni, Ey-
steini Jónssyni og Haraldi
Guðmundssyni hafa skapað.
En hvernig er hægt að koma
dollaramútum við á sem á-
hrifamestan hátt? Bandaríkja-
stjórn héfur fyllstu ástæðu til
að vantreysta dómgreind og
aðferðum hins fyrrverandi
sendiherra í Seoul. Væri ekki
óeðíilegt þó stjórnarvöldin í
Washington hefðu fundið til
sárrar þarfar að njóta hér leið-
sagnar manns, sem væri hvort
tveggja í senn, gagnhollur aftur
haldsstjórn Bandaríkjanna og
hefði betri skilyrði til að kom-
ast í kallfæri við þessa undar-
lega þrjósku og sjálfstæðu
þjóð en sálufélagi og vinur
fasistans Syngmans Rhee.
Sendimaður hins
erlenda valds
Víða um lönd hafa banda:
rísk stjórnarvöld notað með
árangri þá aðferð að sendá
þangað erindreka, ættaða frá
hlutaðeigandi landi. Þessi að-
ferð hefur einnig verið riotuð
við íslendinga. Nú hefur enri
verið seridur hingáð erindrek*
af þessu tagi, og bendir sendi-
för hans til íslands nú eindreg-
ið til þess, að bandarískum
stjórnarvöldum þyki rnikið við
liggja að komast í kallfæri við
íslendinga og minna „vini“
Bandaríkjanna í foringjaliði
Sjálfstæðisfloksins og Fram-
sóknar á að hvað sem öðru
líði, verði samstaðan um
bandarísku stefnuna og banda-
rísku þjónustuna að haldast.
Sendimaðui'inn er Ragnar
Stefánsson, Bandaríkjamaður,
sem herstjórnin og ríkisstjórn
Bandaríkjanna beitti mjög
fyrir sig hér á landi á stríðs-
árum og einnig á árunum eft-
ir stríð. Mun Ragnar hafa
reynzt yfirboðurum sínum hinn
þarfasti maður. Er skiljanlegt
að Bandaríkjastjórn telji hann
vænlegri erindreka á hættu-
. stund bandarísku áhrifanna
hér á landi en manninn með
Kóreureynsluna. Oft hefur þó
fundizt að Bandaríkjamenn af
íslenzkum ættum eru sizt
skilningsbetri en aðrir landar
þeirra á hagi og hug þess flóks
sem þraukaði áfram á íslandi,
og er staðráðið i því að eiga
land sitt, alfrjálst; er staðváðið
í því að þurrka af landi sínu
smán bandarískra herstöðva.
Þar fá dollaramútur engu ura
þokað. Láti stjórnmálaforingj-
ar múta sér, feykir fólkið þeim
og flokkum þeirra frá völdum.
Nýff nýshöpunartímabil
Grein Einars Olgeirssonar
sem nú er birt á forsíðu N.T.
leggur áherzlu á einn sterk-
asta þáttinn i stefnuskrá Al-
þýðubandalagsins, og Sósíal-
istaflokksins á undanförnum
áratugum: Nýsköpunarstefn-
una. Enn eru í minni manna
greinar Einars árin fyrir mynd-
un nýsköpunarstjórnarinnar,
þar sem þjóðinni voru kynntar
þær stórhuga áætlanir um ný-
sköpun atvinnuveganna, sem
Sósíalistaf lokknum tókst að
talsverðu leyti að hrinda í
framkvæmd. Enn á ný hamrar
Einar á nauðsyn þess að efla
tafarlaust togaraflotann, vél-
bátaflotann og fiskiðjuverin.
Hann sýnir fram á, að lán sé
auðfengið til slíkra fram-
kvæmda og markaður örugg-
ur fyrir afurðirnar.
Háð og spott afturhaldsblað-
anna var svarið þegar Einar lióf .
að kynna þjóðinni nýsköpunar-
stefnuna á stríðsárunum. Nú
viðurkenna allir hvílíkt þi'ek-
virki þá var unnið vegna þess
að íslenzkur stórhugur fékk að
ráða um sinn, alltof síutta
stund.
• Nú reyna ekki einu sinni
verstu afturhaldsblöðin að
telja fólki trú um, að sigur
alþýðunnar í kosningunum yrði
til þess að „leggja atvinnu-
veginn í rúst,“ eins og kyrjað
var í gamla daga. Nú vita það
fleiri en áður, að kosningasig-
ur Alþýðubandalagsins þýddi
Framhald á 8. sí&W
VikujMcttir