Nýi tíminn - 07.06.1956, Blaðsíða 8
(íy K
8) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagxir 7. júni 1956
Um þaS verður kosiS 24. júni:
EIGA LANDHELGISRÉTTINDI
AÐ VERA VERZLUNARVARA
LöndunarbanniS varS islenzku þjóSinni til hagsbóta
en thorsararnir misstu mikilvœga gróSaaSstöSu
ISLENDINGA
THORSARA?
1 4 sjómannadaginn, 3. jóní.
Svik íhaldsins og bandamanna þess í landhelgismálun-
nm eru einhver alvarlegasti atburður síðustu ára. Þessi
mikilvægu landsréttindi íslendinga hafa veriö gerö aö
verziunarvöru; kröfur íslendinga um stækkun landhelg-
innar hafa veriö boönar falar gegn gróðaaöstööu fyrir
thorsarana í Bretlandi. Búið er að ganga frá leynisamn-
íngum um öil atriði þessara viðskipta — en þau eiga
ekki að fá að sjá dagsins ljós fyrr en eftir kosningar.
Þjóðin þarf að gera sér fulla grein fyrir þessum alvar-
legu tíðindum, og í dag er sérstakt tilefni til að rifja þau
upp — þann dag sem sérstaklega er helgaður sjómönn-
um og sjómennsku.
svo að thorsaramir fengju landanir á óverkuðiun fiski í
gróðaa'ðstöðu sina á nýjan leik. Bretlandi.
Þegar Islendingar stækkuðu
landhelgina úr þremur mílum
í fjórar voru þeir aðeins að
stíga fyrsta skrefið, en loka-
markið var að sjálfsögðu að fá
full jdirráð yfir fiskimiðunum
umhverfis landið, landgrunnim
öllu. Fóru íslendingar ekkerf
dult með það að þessi væri ætl-
vn þeirra og að þeir teldu sig
hafa sjálfsákvörðunarrétt ur
þetta mál. En andstaðan gegn
þessari fyrstu aðgerð íslend
inga lét ekki á sér standa, og
hún kom frá Bretum, þeirri
þjóð sem fyrsí og fremst hafði
rænt og ruplað a fiskimiðum Is
lendinga. Bretar hófu efnahags
Fega styrjöld við Islendinga og
lokuðu mörkuðum sínum fyrir
íslenzkum togarafiski.
Átti að kúga íslendinga.
Það fór ekki milli mála hver
tilgaugur Breta var með þess-
ari ráðstöfun. l»eir ætluðu sér
að kúga íslendinga og svelta
þá til lilýðni. Þeir gerðu sér
vonir um að íslendingar kæmu
afurðum sínum ekki í verð og
myndu neyðast til þess á
Kkömmum tíma að farga lands-
réttindum sínum á nýjan Ieik.
Þetta eru í eðli sínu hliðstæðar
aðferðir og þær sem Bretar
tieita á Kýpur, Malakkaskaga
og í Kenya. En þessi fólskulega
árás snerist íslendingum til
góðs — sökum þess að það
tókst að knýja stjórnarvöldin
til þess að taka að nýju upp
viðskipti við Sovétríkin og
Austurevrópulöndin. Með þt im
viðsldptum margfölduðust af-
urðir fslendinga í verði, þar sem
þær voru fullunnar innanlands.
Eftir þá reynslu væri það efna-
hagslegt glapræði að taka aft-
ur upp hin lélegu viðskipti við
Breta.
Hittu Thorsarana.
En Bretar ætíuðu ekki að-
eins að hitta íslendinga með
kúgunarráðstöfunum sínum —
þeir hittu einnig voldugustu
gróðaklíku landsins, Thorsar-
ana. Þessi ætt sem hvarvetna
hefur komið sér fyrir í mið-
stöðvum efnahagslífsins og
stjórnar Sjálfstæðisflokknum í
sína þágu hafði æfinlega haft
með höndum viðskiptin við
Breta og haft af þeim óhemju-
legan og falihn milliliðagróða.
Allir samningar íslendinga við
Breta voru gerðir af Richardi
í%ors, jafnt saia á fiski og
síldarafurðum. Og allir vita að
Thorsættin fékk sinn hlut af
þessum viðskiþtum í gjaldeyri
Samningarnir.
Það var í Efnahagssamvinnu-
stofnun Emópu sem samning-
arnir tókust, og hefur það mál
oftsinnis verið raikið hér í blað-
inu. Meginatriðin í makkinu eru'
þessi:
fslendingar hætti fyrst um
sinn við allar aðgerðir sínar til
frekari stækkunar á landhelg-
inni.
Bretar fái undanþágur innan
f jögurra mílna Iandhelginnar m.
a. fái togarar þeirra að vera
innan landhelgislínu með ó-
búlkuð veiðarfæri, en slík und-
vnþága myudi gera allt Iand-
helgiseftirlit óframkvæmanlegt.
I staðinn heimili Bretar aftur
Ekki æskilegt!
Fyrsta atriði þessara samn-
inga var framkvæmt á þingi s.l.
vetur. Þar lágu fyi’ir fjölmarg-
ar tillögur um stækkun land-
helgissvæða víða um land, og
framkvæmd þeirra var eitt
brýnasta hagsmunamál þjóðai’-
innar allrar. Stjómarflokkarnir
framkvæmdu hins vegar fyrir-
mæli Breta og hunzuðu tiilög-
urnar allar með svofelldri yfir-
lýsingu:
„Þar sem reglur um landhelgi
hafa að frumkvæði Islands ver-
ið til meðferðar hjá Sameinuðu
þjóðunum undanfarið samhliða
reglum um úthöf, telur Alþingi
ekld æskilegt að taká ákvarðan-
ir varðandi útfærslú friðunar-
Iinunnar, fyrr en lokið er alls-
herjarþinginu á þessu ári ög
tími hefur unnizt til að athugá
j það sem þar kann að koma fram.
Alþingi tekur því fyrir næsta
mál á dagskrá.“
Svo ákaflega var málið sótt
að jafnvel þingmemi sem sjálfir
höfðu flutt tillögur um stækk-
im landhelginnar voru lá.tnir
standa að yfh’lýsingunni!
Um þetta er kosið.
Með þessu plaggi var opnuð
leið til endanlegra samninga
við brezku útgerðarmennina, og
þeir hafa þá einnig verið gerðir
í laumi. Morgunblaðið sjálft
hefur skýrt svo frá að enginn
ágreiningur hafi verið milli
brezkra og íslenzkm utgerðar-
manna á síðasta fundi þeirra,
enda er nú unnið af kappi að
því að gróðaviðskipti thorsar-
anna geti hafizt þegar eftir
kosningar. En það er beðið
fram yfir kosningar vegna
þéss að þær ráða úi’slitum. Þar
er m.a. um það spurt hvort
þjóðin sé samþykk því að ís-
lenzk landréttindi séu boðin föl
fyrir gróðahagsmuni thorsætt-
arinnar. Ef íhaldið heldur völd-
um sínum verður sókn Islend-
inga í landhelgismálum stöðvuð
og hopað frá rétti þjóðarinnar.
Mles birtir „án ábyrgðar" plagg sem
k
Fregn I New York Times um nýrri rœSu
Yfir-thorsinn sem metur próöa
sinn moir en hagsmuni þjóðarinn-
ar og svíkur þá er honum þykir
henta.
og einnig þáði hún umboðslaun
af vamingi þeim sem keyptúr
var í staðinn í Bretlandi, fyrst
og fremst af innkaupum togar-
anna. Löndunarbannið í Bret-
landi varð því geysilegt áfall
fyrir Thorsættina, bæði að því
er snertir aúð hennar og völd.
Mátu gróðann meira
en réttindin.
Það Ieið þá ekki heldur á
í löngu þar til í Ijós kom að
; Thorsararnir mátu gróða sinn
meira en réttindi þjóðarinnar.
Þeir notuðu pólitísk völd sín til
þess að bjóða samninga um
landsréttindi. Þeir förguðu meg-
inreglunni um sjálfsákvörðun-
arrétt tslendinga á sviði land-
helgismála með því að reyna
að troða málinu inn á allskonar
erlenda dómstóla og stofnanir.
Þeir vildu að alþjóðadómstóllinn
í Haag færi að dæma um inn-
anlandsmál íslendinga. Þeir
tóku landhelgismálið upp á
þingi Sameinuðu þjóðanna. Og
þeir ruku með það inn í hina
svonefndu Efnahagssamvinnu-
stöfnun Evrópu, þar sem Bret-
ar ráða lögum og lofum. Allt
þetta gerðu þeir eftir að Bret-
ar voru í vefki búnir að viður-
kenna liina. nýju landhelgislínu
íslendinga — með því að sætta
sig við dóma sem upp voru
kveðnir samkvæmt henni. Og
tilgangurinn var sá að fá Breta
til að hætta löndúnarbannmu
Bandaríska utanríkisráðuneytiö birti í gær plagg, 58
vélritaðar síöur, sem það kveðst telja glefsur úr ræðu
þeirri um feril Stalíns sem Krústjoff hafi haldið á lokuð-
um fundi flokksþings Kommúnistaflokks Sovétríkjanna
í vetur.
5. júní
Utanríkisráðimeytið segist
enga ábyrgð vilja taka á að
hér sé í raun og veru um ræðu
Krústjoffs að ræða, því hafi
borizt textinn sem birtur er frá
einstaklingi sem það beri traust
til. Samhljóða textar hafi ný-
lega komið í hendur utanríkis-
ráðuneyta ýmissa annarra vest-
rænna ríkja.
í plagginu sem bandaríska
utanríkisráðuneytið hefur birt
er það haft eftir Krústjoff, að
þeir Molotoff og Mikojan hefðu
vart setið 20. þing kommúnista-
flokksins ef Stalín hefði orðið
lengri lífdaga auðið. Eftir 19.
þingið árið 1952 hafi brátt
komið í Ijós að hann hafi vilj-
að losna við elztu flokksmenn-
VIKU
ÞÆTTIR
:za>
Framhald af 7. síðu
að nýtt tímabil stórhugs og
fraintaks i atvinmnnálum, nýtt
tímabil nýsköpunar, hæfist.
Meira að segja afturhaldsblöð-
in vita, að eggjun Einars og
félaga hans hefur djúpan
hljómgrunnm eð þjóðinni:
„Það þarf að gerbreyta um
stefnu. Það þarf að taka uþp
stefnu framleiðsluaukniugar og
samfara henni stefnu réttlætis
í garð vinnandi stétta í stað
þrotlausra árása á hag þeirra
og réttindi.“
ina úr yfirstjórn flokksins.
Þá er sagt að Krústjoff hafi
minnt á þau ummæli Leníns, að
Stalín væri of tillitslaus. Þetta
hafi sannazt í baráttunni gegn
Trotskí, þá hafi Stalín tekið
upp á því að stimpla flokks-
foringja, sem verið hafi á önd-
verðum meið við hann, óvini
þjóðarinnar. Þó liafi fyrst
keyrt um þverbak eftir að Kír-
off var myrtur árið 1934. Þá
hafi mönnum verið varpað í
fangelsi og sumir teknir af
Iífi án dóms og laga. Þetta
ástand hafi vakið ógn og skelf-
ingu.
Einnig er haft eftir Kní-
stjoff í plaggimi sem birt var
í Washington að Stalín hafi
látið undir höfuð leggjast að
gera nauðsynlegar vaiúðarráð-
stafanir sumarið 1941 enda þótt
honum hafi borizt fyrirfram
vitneskja um, hvaða dag Hitl-
er. ætlaði að hefja innrásina í
Sovétríkin. Eftir ósigrana
fyrstu vikur stríðsins hafi
hann um tíma misst móðinn og
talið allt vera tapað. Þrátt fyr-
ir þetta hafi Stalin látið líta
svo út sem það væri her-
stjórnarsnilld sinni að þakka
að sigur vannst loks á Þjóð-
verjum.
Þá á Krústjoff að hafa sagt
að eftir dauða Stalíns hafi öll
gögn um vinslitin við Júgósiav-
íu verið rækilega endurskoðuð
og komið hafi á daginn að
þau hafi Vérið algerlega órétt-
mæt, enda þótt forustumenn
Júgóslava liafi gert ýmsar
skyssur.
í plaggi bandaríska utanríkis-
ráðuneytisins segir, að einn á-
heyrenda hafi spurt Krústjoff,
því hann og aðrir framámenn
flokksins hafi ekki tekið í taum-
ana. Hann á að hafa svarað,
að enginn þeirra hafi haft
tækifæri til að fylgjast svo vel
með að þeir hafi getað gert sér
fulla grein fyrir, hversu alvar-
legt ástandið hafi verið. Þar
að auki myndi það hafa haft
borgarastyrjöld í för með sér
ef reynt hefði verið að steypa
Stalín af stóli, því að almenn-
ingur hafi þakkað honum hiha
miklu sigurvinninga í efnahags-
málum og framfarir á öðrum.
sviðum.
Samsldptin rtð Kína
Bandaríska blaðið New York
Times birti í gær skeyti frá
fréttaritara sínum í Prag, þar
sem segir að þar hafi kvisazt
að Krústjoff hafi haldið ræðu:
i Varsjá í vetur þegar hanr>,
kom þangað að vera viðstaddur
jarðarför Boleslaws Bieruts.
Þar á hann að hafa skýrt frá
því að legið hafi við að vinslit
yrðu með Kína og Sovétríkjun-
um sökum framkomu Stalíns
við Kínverja. Hann hafi borið
fram ýmsar óhóflegar kröfur
til Kina í efnahagsmálum, vilj-
að ráða ýmsu um skipan mála
í Kína og reynt að þvinga Maó
Tsetúng til að láta að vilja sín-
um. Hefði Bandaríkjastjóm
ekki komið eins hrottalega
fram við Kína og hún gerðl
hefði getað svo farið að komlð
hefði til opinberra vinslita með
Kína og Sovétríkjunum.