Nýi tíminn


Nýi tíminn - 14.06.1957, Blaðsíða 1

Nýi tíminn - 14.06.1957, Blaðsíða 1
Cieiðið Nýja tímann Til ágústloka mun Nýi V Tíminn komn út hálfs- J mánaðarlega. jJ Föstudagur 14. júní 1957. — 11. árgangur Sovézkt eftirlit með bandarískum vígbúnaði á íslandi? PftoWítoúN UBrtCflwest i flwíev<»< fffto»esro*iK Höfw.Houdfl 0<ttn 'ennviic Vflooéjrooiíy fíOOLyÍK +• ^ e&if •f* C Svo undariegpa breffður rið. að engu íslenricu blaði nema Þjóð- viijanum hefur þótt ástæða tll að skýra frn fregnum, seni bor- izt liafa frú Bonn, I.ondon og Washington, þess efnis að Banda- ríkjastjórji hafi ákveðið að leggja til við sovétstjóminn að eftirlit úr lofti með vígbúnaði núi til nyrztu odda íslands, þeirra sem liggja norðan 66. baugs norður- breiddar. Verði samkonuilag um hina bandarísku tiliögu. mun sovézkum herflugvélum lielmllað að taka mjmdir úr loftl af þessu svæði, ásamt tveim þriðju Græn- lands, nyrzta hluta Kanada, Al- aska og norðuriiluta Skandinav- íu. I staðinn yrði bandaríska flughernum leyft að ljósmynda snelð norðan af Kússlandi og Síberíu. Hér á kortinu er skyggð- ur sá hluti íslands, sem er norð- an 66. breiddarbaugsins. I»ar eru staðir eins og Isafjörður og Siglufjörður, að ógleymdum rad- arstöðvum Bandaríicjamanna í Aðalvík og á I.anganesi. Kaimski er engin furða, þó að þeir sem drógu Island inn í A-bandalagið með þeirri röksemd, að vist þar vseri elna leiðin tll að verjast ásadni Bússa, kinoki sér nú við að skýra löndum símmi frá því, að forusturíki bandalagsins leggi tii að þessum sömu Rússum verðl veitt aðstaða til að fylgjast með hernaðarframkviemdum hér. Sovézk loftmyndataka af íslandi bandarísk tillaga Vesfurveldin vilja láta eftirlit hefjast á öllu NorSurheimskautssvœSinu Vesturþýzk íréttastoí'a skýrði í gær frá því, að Vestur- veldin hefðu komið sér saman um afvopnunartillögur, sem meðal annars fela í sér eftirlit sovézkra herflugvéla yfir íslandi. 1. júní Fréttastofan DPA í Bonn hefur i i upplýsingar um væntanlega til- lögu Bandaríkjanna um afvopn- unarmál eftir starfsmönnum við franska sendiráðið í Bonn. Segir í fréttinni, að stjórnir Bretlands, Frakklands og Kan- ada hafi fallizt á tdlögu þá, sem Eisenhower Bandaríkjaforseti hefur falið fulltrúa sínum Har- old Stassen að flytja á fundi undinefndar afvopnunarnefndar SÞ í London. Þar er lagt til að gagnkvaemt eftirlit úr lofti verði tekið upp yfir svíeði hringinn í kring um NorðurheiniskautiA. Leggur Bandarík.iast.jórn til að sovézka flughemum verði leyft að ljós- mynda úr lofti Alaska, sneið norðan af Kanada, Grænland. ís- land, Svalbarða og nyrztu liéruð Noregs. Svíþjóðar og Fiiinlands. í staðinn vill Bandaríkjastjóm að fluglier hennar fái að ljós- mynda úr lofti sneið norðan af Rússlandi og Síberíu. Lagt er tii að suðurtakmörk eftirlitssýæðisins verði 66. gráða norðiu'breiddar. Nyrztu oddar eða allt landið? Helzt er að skilja af frétt þýzku fréttastofunnar, að 66. breiddarbaugurinn eigi aðeins að takmarka eftirlitssvæðið í meg- inlöndunum, Kanada, Skandi- navíu, Rússlandi og Síberíu, en eftirlitið eigi að ná til smærri landsvæðanna sem baugurinn . | sker, Alaska, Grænland og Is- ( lands, i heild. Ekki er þetta þó fullljóst i fréttinni. Ef til þess er ætlazt að 66. baug'urínn Jaknmrki eftirtits- svæðið á íslandi, myndi það ná til nyrztu odda landsins. Baugur- inn liggur um Dýrafjarðarmynni, Reykjanes á Ströndum, Skaga norðariega, Haganesvík, Hrisey, botu Sk.iálfandaflóa og á sjó út sunnau við Bakkaflóa. Tillaga Bandaríkjastjórnar er að eftirlitið á Norður-íshafinu og löndum sem að því liggja haldist í hendur við fyrstu af- vopnunarskrefin á öðrum svið- um. Takist samningar um frek- ari afvopnun vei'ði eftirlitssvæð- ið fært út Þverrandi fylgi brezka íhaldsins í aukakosningum í kjördæn: inu Homsey, einni af útborgur I.ondon, var frambjóðandi i haldsmanna kosinn nýleg en með miklu tæpari meiri hluta en fyrirrennari hans. Hlul deild íhaldsmanna í atkvarðatöl unni minnkaði um sjö hundi aðshluta, en hlutdeild frambjóf anda Verkamannaflokksins jókí um níu hundraðshluta. Krustjoff ræðir við bandaríska lítvarpsmenn Krústjoff, framkvæmdastjórí Kommúnistaflokks Sovétrikj- anna, ræddi nýlega við hóp af fréttamönnum frá banda- ríska útvarps- og sjónvai-psfé- iaginu Columbia Broadcasting System sem staddii' eru í Sov- étríkjunum. Reynt að utryma gin- og klaufaveiki í Evrópu Algerður niðurskurður ráðlagður Hörð barátta er nú að hefjast gegn gin- og klaufa- veikinni í Evrópulöndum. Veikin hefur aukizt ískyggilega í ýmsum löndum hin síðari árin. Nú hefur Matvæia- og land- búnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) tekið málið í sinar hendur og sett á laggirn- ar nefnd, sem á að vinna að þvi að veikinni verði útrýmt með öllu. Gin- og klaufaveikinefndin hélt nýlega fund í Rómaborg og samþykkti áætlun um bar- áttuna gegn þessum skæða vá- gesti. Eftir mjög nákvæma yf- irvegun féllst nefndin á, að ein- asta ráðið til þess að veikinni yrði útrýmt með öllu væri að ióga hverju þvi dýri er tæki veikina. Sem sagt: alger niður- skurður. En fáar þjóðir vilja að svo stöddu grípa til slíkra örþrifa- ráða og því neyðist FAO tii þess að fara hægar af stað í fyrstu. Var þvi sampykkt, að í fyrstu umferð skuli byrjað á þvi að bólusetja allan kviiifén- að í Evrópu undir mjög ströngu eftirliti dýralækna. Auk Jjesa verður haft strangc eftirlit til að fyrirbj-ggja að smitberar komist milli landa. hegar þessar ráðstafanir hafa verið gerðar, er vonazt til, a$ svo dragi úr útbreiðslu veikinn- ar, að hægt sé að grípa til al- gers niðurskurðar allrá sýktra dýra. Köld veórátta itordanlands Akureyri þriðjudag — frá fréttaritara. Veðrátta hefur verið mjög köld hér nyrðra að undanfömu og gróðri þvi lítið farið fram. í dag hefur þó verið hlýjasti dagurinn um skeið. Handritin heim! Alþingi ítrekar íyrri samþykktir — Málið verður tekið upp við hina nýju * ríkisstjórn Dana Sameinað Alþingi samþykkti í gær einróma þings- ályktunartillögu til ítrekunar fyrri samþykkta um endur- heimt íslenzkra handrita frá Danmörku. Menntamálaráöherra, Gylfi Þ. Gíslason, lýsti yfir að ríkisstjórnin teldi að sjálfsögðu skyldu sína að vinna að endurheimt handritanna og yröi málið nú tekið upp við hina nýju ríkisstjórn Dana. 1. júní Allsherjarnefnd lagði til að tillaga Péturs Ottesen og I Sveinbjarnar Högnasonar yrði Isamþykkt með nokkrum breyt- iingum. Var tillagan afgreidd í því formi sem nefndin lagði til og er þannig: „Alþingi ályktar í sam- ræmi við fyrri samþykktir nm endurheimt íslenzkra lutndrita úr dönskum söfn- inn að sltora á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því við dönsk stjórnarvöld, að skil- að verði aftur liingað tif lands islenzkuiu liaudritum,; fomiim og nýjuui, sem bor- izt liafa héðau til Danmerk-: ur og geynid ern í söfnuftt þar, svo sem sai'ni Arna! Magnússonar. Tekur þetta einnig til þeirra íslenz.ka liandrita, er komingur lands- ins hefur fengið fyrr á tíin- nm og enu eru varðvcítt i Danmörku“. r- 2 nýir bankastjórar Útvegsbankans: Finnbogi R. Valdimarsson og Jóhaimes Eiíasson 4. iúni Hiö nýja bankaráð Útvegsbankans hélt fyrsta fund sinn í gær, en það skipa aftirtxihfu menn: Gísli Guðmundsson, Lúðvik Jósepsson, Guðmund- ur i. Guömundsson og Björn Ólafsson. Formaður ráðshis hefur ekki verið skipaður enn, en Stefán Jóh. Stefánsson iiefur verið settur forynaður og Jónas Haralz skipaöur varaformaður. Á fundinum réöi hið nýja bankaráð 3 banka- stjóra. Ráðnir voru Finnbogi Rútur Váldimarsson, Jóhannes Elíasson og Jóhann Hafstein. Taka hinir nýju bankastjórar við störfum sínum frá og með deginum í dag.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.