Nýi tíminn - 16.01.1958, Side 4
4) — NÝI TÍMINN — Fmuntudagur 16. janúar 1958
Olgeir Lúthersson:
Glötunarbarmur og hengiflug
Eftir margar langar aldir
hungurs, myrkurs og kulda er
mannlegri örbirgð nær útrýmt
á íslandi. Er ekki gleði okkar
íslendinga af þessu sönn og
skuggalaus?
Nei, og hvað ber til? — Það,
að hörmulegustu styrjaldará-
tök sögunnar leiddu til velmeg-
unarinnar og henni var fylg't
fram eftir stríðið með banda-
rískri ölmusu, afsali landsrétt-
inda og erlendri hersetu hér
á friðartímum. Jafnframt hefur
verið kyrjaður hjáróma söng-
ur um það, að frekja alþýð-
unnar til lifsgæðanna hafi leitt
þjóðina fram á glötunarbarm,
og eigi hún aðeins eftir eitt
skref út af hengifluginu.
í hálfan annan áratug á þjóð-
in að hafa tvístigið á glötunar-
barminum í þann veginn að
stingast út ,af hengíflugi menn-
ingarlegs og fjárhagslegs ó-
frelsis.
Það hefur ekki verið sérlega
uppörfandi fyrir alþýðuna að
hlusta á þennan falska söng
hinnar kapiiölsku auðvalds-
spillingar, sem nærist á hinum
þjóðfélagslega óskapnaði, en
þrátt fyrir al't vill hún þó
trúa því að hún sé að efla land
sitt og þjóðfélag með fram-
kvæmdum sínum og þrotlausu
starfi.
Sannleikurinn er hinsvegar
sá að hið kapitalska hagkerfi
er orðið ófær hindrun á fram-
farabraut þjóðarinnar. Það el-
ur á eigingirni, sérdrægni og
spillingu. Sá þegnskapur, sem
vinnandi stéttir landsins hafa
sýnt núverandi ríkísstjórn, er
sýndur í trausti þess að ríkis-
stjórnin og meirihlutafylgi
hennar á Alþingi noti aðstöðu
sína til að afmá spillingu hins
kapítalska hagkerfis en koma
hagsmunum hins vinnandi
ijölda og íslenzkum málstað til
öndvegis.
Núverandi stjórnarflokkar,
sem styðjast við meirihluta
þjóðarinnar, hafa allir á sinni
stefnuskrá að afnema hið kapí-
talska hagkerfi. Á stefnuskrá
Framsóknarflokksins er sam-
vinnuhagkerfi og á stefnu-
skrá Alþýðuflokksins og Sósí-
alistaflokksins, sameignarhag-
kerfi (sósíalisminn). Hvað er
þá í veginum að þessir flokk-
ar noti rétt sinn með meiri-
hlutaaðstöðu sinni meðal þjóð-
arinnar og á Alþingi til að
setja lög um heilbrigt hag-
kerfi er þjóni eðlilegri þró-
un þjóðfélagsins í framtíð-
inni?
Jú, það er þó nokkuð. Tveir
þessara flokka: Framsóknar-
flokkurinn og Alþýðuflokkur-
inn hafa gengið í bandalag við
forusturíki kapítalskrar lífs-
hyggju, þ. e. Bandaríkin, svo
og önnur kapitölsk ríki, um að
verja hið kapitalska þjóðfé-
lagskerfi til síðasta manns. For-
ustumenn þessara flokka eru
nú bandingjar hins vestræna
auðvalds og mega hvorki leyfa
sér sjálfstæðan vilja né fram-
kómu eins og gleggst sést af
þeirra ömurlegu afstöðu í her-
stöðvamálinu.
Það sem nú finnst hellbrigð-
ÆSt í íslenzkum stjómmálum,
stafar frá hinni sósíölsku lífs-
hyggju á vegum Sósíalista-
flokksins og Alþýðubandalags-
ins, og efling þeirrar lífshyggju
mun ráða úrslitum um sigur
hins íslenzka málstaðar í fram-
tíðinni.
Á ómerkilegan hátt hefur
verið ráðizt að forustumönn-
um sósíalista vegna þess að
ráðherrar Alþýðubandalagsins
samvinnu við Alþýðubandalags-
menn vaknaði von margra um
að þeir myndu aftur finna
sjálfa sig, og það er hlutverk
Alþýðubandalagsmanna nú, að
veita þeim þannig pólitískan
siðferðjsstuðning sem þeir eru
svo þurfand fyrir.
ísland er harðbýlt, land, sem
krefst manndóms. þegnskapar
og félagshyggju af hverjum
einstaklingi. í þjóðfélagi slíkra
einstaklinga getur ekki verð
um neinn glötunarbarm að
ræða.
Olgeir Lúthersson
gengu ekki úr rikisstjórninni
eftir að ráðherrar Framsóknar-
flokksins og Alþýðuflokksins
sviku stjórnarsáttmálann varð-
andi brottför hersins. Hér er
þó á það að líta hvort meiri
líkur féu til að sósíalistar
komi vilja sínum fram í þessu
máli með setu í ríkisstjórninni
áfram eða utan hennai.
Sósíalistar .telja það lífs-
nauðsynlegasta mál íslendinga
nú að hinn erlendi her hverfi
af landinu, en ekki hefur ver-
ið sýnt fram á með rökum á
hverþ hátt ftað ílýti fyrir ;
brottför hersins að ráðherrar
Alþýðubándalagsins gangi úr
ríkisstjórninni. Hinsvegar er sú
hætta fyrir hendi að með því
köstuðu sósíalistar frá sér tæki-
færi í þessu máli, ef skyndi-
lega skapaðist friðsamlegri
,sambúð austurs og vesturs
og hernaðarsinnunum hér ekki
gefið tækifæri til að festa her-
inn hér varanlega áður.
Það þarf jafnframt á fleira
að líta en það að herinn fari
af landinu. Allar vinnustéttir
landsins ganga nú undir æ
þyngri skuldabyrðum vegna
mikiFa framkvæmda, og
skuldavafstrið er flestum leiði-
gjarnt. Þegar svo við bætast
ópin um glötunarbarminn og
hengiflugið er engin furða þó
myrkva bregði yfir fólkið.
Svo er sigri Alþýðubanda-
lagsins við síðustu kosningar
fyrir að þakka að þrátt fyrir
allt, sem miður hefur farið i
þjóðmálunum á síðari árum
lítur alþýðan nú bjartari aug-
um til framtíðarinnar með vax-
andi trú á land sitt. Það mundi
hafa alvarlegar aíleiðingar fyr-
ir málstað alþýðunnar ef
stjórnarsamstarfið rofnaði á
þessu kjörtímabili. Það er þó
síður en svo æskileg aðstaða
fyrir sósíalista, stjórnarsam-
starf við svo ófrjálsa menn sem
foringjar Framsóknarflokksins
og Alþýðuflokksins eru vegna
tengsla við Atlanzhafsbandalag-
ið. En eftir að þeir fengust til
Grasmaðkapíága herjar nú
f.ylkið Viktoría í Ástralíu.
Maðkarnir sópa livert grænt
strá af ökrum, úr görðum og
högum, svo að búpeningur hef-
ur enga. beit. Tuttugu flugvél-
ar hafa verið teknar til að úða
maðkasvæðið en ekki sér högg
á vatni. í gær komst járnbraut-
arlest ekki leiðar sinuar upp
brelcku 80 km frn Melbourne,
vegna þess að maðkahrú.gnrnar
á brautinni voru svo miklar
að cll hjól spéluðu á teinunum.
Áramót
Hverf þú nú ár í djúpið allra aldá,
eilífðarhafið vaggar þér á þárum;
stíg þú upp nýtt til heilla, vegs og valda,
vaxtar og brauðs með gróanda í sárum,
bein vorri þjóð til ljóss, á þroskaleiðum
ljómar þín sól tii vor á morgni heiðum.
Þíddu allt kallt og þerra tár af hvörmum
þúsunda, sem að búa í lífsins skugga;
klæddu vort land í gróðri — ástarörmum
umvefðu hvem sem þörf er á að hugga;
talaðu kjark í sérhvern veikan vilja,
vitkaður þá sem lífið illa skilja.
Kenn vorri þjóð að þekkja línu og liti,
loftvog og skýjafar, en hófsins gæta,
beita í hverju máli varúð, viti,
varðgæzlu strangri, tilbúin að mæta
öflum sem vilja undan slá, til baka;
árdagamenn, nú þurfið þið að vaka
Bræður vér erum eina Og kæra móóður
eigum vér saman, það er bróðurmerkið.
Hví skyldi ei saman hljóma iifsins óður,
hendurnar tengjast um hið góða verkið.
Alþýða lands vors öll, í herráns riafiii,
áfram til sigurs, bjart er fyrir stafni.
Þið sem að eruð enn í dimmum skugga
árblikið sjáið ljóma á vonar tindum,
þið skuluð reyna að opna andans glugga,
útsýnið fáið þá í björtum myndum.
Leiðtogar villtir lýðsins hylli tapa;
leiðin er ein, að sameina og skapa.
Frímann Einarsson, Selíossi.
Bidstmp teiknaði
Bakettan