Nýi tíminn


Nýi tíminn - 12.03.1959, Page 5

Nýi tíminn - 12.03.1959, Page 5
Fimmtudagur 12. marz 1959 — NÝI TtMINN — (5 Uppreisnartilraun í írak mun Kafa farlð. út um þúfur Úld hraðazis Bidstrup teiknaði. Uppreisnartilraun sem herforingi nokkur gerSi í fyrra- kvöld 1 norSurhluta íraks virtist í gærkvöld hafa far iS út um þúfur. Fyrír uppreisninni stóð of- ursti að nafni Shawaf, setu- iiðsstjórí i olíuborginni Mosul. Á föstudaginn lét liann lið sitt ráðast á útifund friðarhreyf- ingar Iraks í borginni. Kassr em forsætisráðherra sendi hon- um vítur fyrir það tiltæki. Á sunnudag tók útvarps- stöð sem kallar sig „Otvarp Mosul“ að útvarpa tilkynningu frá Shawaf um að sett hefði verið á laggimar ný ríkisstjórn undir forsæti hans og hefði hún allan norðurhluta íraks á valdi sínu. Kassem var for- dæmdur fyrir að hafa svikið byltinguna sem gerð var í sumar undir forustu hans og tilkynnt að her væri á leið frá Mosul til höfuðborgarinnar Bagdad. Á mánudag tilkynnti út- varpið í Bagdad að loftárás hefði verið gerð á herstjórnar- stöðvar Shawafs og hefðu her- menn hans tekið hann af l'ífi þegar hann neitaði að hætta uppreisninni. Sagði útvarpið að uppreisn ofurstans væri runnin undan rifjum erlendra aðila. Mikill mannfjöldi safnaðist saman á götum Bagdad og lýsti hoLlustu við Kassem. Otvarpsstöð unpreisnarmanna, sem fréttamenn telja að ekki sé í Mosul heldur einhverju nágrannalandi Iraks, mótmælti þessum fregnum og sagði að uppreisnin breiddist út. Á þriðjudag sagði Bagdad- útvarpið, að kyrrð væri komin á um allt landið og Sliawaf ofursti liefði verið tekinn hönd- uin. Var útvarpað þaltkarávarpi frá KasSem íil foringja stjórn- arhersins í Mosul. Gildistími kjörskrár verði írá 1. maí tii jaínlengdar næsta ár Efri deild saxnþykkti sabhljóða nýlega frumvarpið um breytingu á kosningalögunum og afgreiddi málið sem lög á tveimur fundum. Mál þetta fór ágreiningslaust heimilisfesti manna í febrúar- gegnum Alþingi. } mánuði, eins og verið hefur. 2. Gildistími kjörskrár reiknist Fi-umvarpið og greinargerð ; fr- ^ maí ^ jafnlengdar næsta þess hafa verið birt hér í blað-, ^ en ekkj frá 15 júní til jafn. inu. Breytingamar sem gerðar ]engdar árið efUr> eru með lögunum eru þessar: „ _ „ 3. Fellt er niður ákvæði 14. 1. Kjörskrár séu miðaðar við gr. kosningalaganna að samin heimilisfesti manna undangeng- skuli sérstök kjörskrá fyrir inn 1. desember, en ekki við hverja kjördeild. 19123 bifreiðar í eigu landsmanna um áramotin Bifreiðum fiölgaði um 1000 á síðasia ári eða um 5,5% í lok síðasta árs voru samtals 19123 bifreiðar hér á landi í eign íslendinga og hafði fjölgað um rétt þúsund á árinu, eða 5,5%. í Reykjavík voru um síðustu áramót 8716 bifreiðar. í Gull- bringu- og Kjósarsýslu 1661, á Akureyri og í Eyjafjarðarsýslu 1194, í Árnessýslu 959, Þing- eyjarsýslum 626, ísafjarðarsýsl- um 509, Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu 477, Kópavogskaupstað 464, Suður-Múlasýslu 439, Rangár- vallasýslu 430, Keflavíkurkaup- stað 430, Skagafjarðarsýslu 349, Snæfellsnes- og Hnappadals- sýslu 370, Seyðisfirði og N-Múla- sýslu 328, Skaftafellssýslum 312, Akraneskaupstað 292, Barða- strandasýslu 248, Vestmannaeyj- um 238. Siglufjarðarkaupstað 166, Dalasýslu 158, Strandasýslu 117, Keflavíkurflugvelli 105, Neskaup- stað 101, Ólafsfjarðarkaupstað 55. Tala fólksbifreiða á öllu land- inu var um áramótin 13260, vörubifreiða 5547 og bifhjóla 316. Af íólksbifreiðum eru 96 teg- undir, mest af Willys jeppum 15,4%, Ford 11,4% og Chevrolet 8,6%. Af vörubifreiðum eru 103 teg- undir, mest af Chevrolet 26,8%, Ford 20% og Dodge 7,9%. Eins og áður var getið fjölgaði bifreiðum hér á landi um 1000 á s.l. ári eða um 5,5%. Til saman- burðar má geta þess að 1957 var fjölgunin 1212 eða 7,2%, 1956 968 eða 6,1% en 1955, í stjómartíð Ólafs Thórs, 3438 eða 27,5%. MtÖTTUR MÖTHÆUB Á fundi í Verkamannafélag- inu Þrótti á Siglufirði í gær- kvöld, var einróma sam- þykltt ályktun þar sem lýst er andstöðu við stefnu nú- verandi ríkisstjórnar í efna- hagsmálum. — Ályktunin verður birt í heild í næsta blaði. Kommúnistar sigurvegarar í kosningum í Frakklandi Gaullisfar biSu mikiS afhroS Bæja- og sveitastjórnakosningar í Frakklandi ný- lega urðu sigur fyrir Kommúnistaflokk Frakklands en ósigur fyrir UNR, flokk ga-ullista, sem hefur for- ustu fyrir frönsku stjóminni. Kosninganna hafði verið beð-1 ið með mikilli eftirvæntingu, I vegna þess að mönnum lék ^ forvitni á að vita hvort UNR fengi haldið hinu milda fylgi sem flokkurinn fékk í þing- kosningunum í nóvember, með- al annars á kostnað kommún- ista. 30% sátu heima Aukakosningar höfðu bent til að reynslan af stjóm gaull- ista og íhaldsmanna hefði fælt frá þessum flokkum fjölda kjósenda sem greiddu þeim at- kvæði í nóvember, og sú varð líka raunin. Fjöldi kjósenda sat heima, þátttaka í kosningunum var ekki nema um 70 af hundraði, en þrátt fyrir þessa litlu þátt- I töku bættu kommúnistar hvar- vetna við sig atkvæðum miðað við þingkosningarnar. Stærsti flokkurinn Endanleg úrslit kosninganna verða ekki kunn fyrr en eftir viku, vegna þess að í öllum bæjarfélögum nema 12 stór- borgum er um meirihlutakosn- ingu að ræða í tveimur um- ferðum. í stórborgunum tólf, þar sem hlutfallskosningar eru áfram í gildi, reyndust kommúnistar stærsti flokkurinn, fengu um 25% atkvæða og 131 bæjar- fulltrúa kjörinn. BNR kemur næst með 118 bæjarfulltrúa, þá sósíaldemókratar með 77 og íhaldsmenn með 56. París, Lyon 1 París fengu kommúnistar 372.000 atkvæði, bættu við sig 21.000 frá þingkosningunum, og 29 fulltrúa. UNR fékk 277.000 atkvæði, tapaði 65.000 frá þingkosning- unum, og 23 bæjarfulltrúa. í Lyon, einu helzta vígi UNR og kjörda^mi flokksforingjans Soustelle, fengu kommúnistar mest fylgi og bættu við sig 6500 atkvæðum frá þingkosn- íngunum, en UNR tapaði 22.500 atkvæðum. í stórborgunum tólf til sam- pns var fylgi kommúnista fimmtungi meirta en fylgi UNK fimmtungi minna en í þing- kosningunum. ,

x

Nýi tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.