Nýi tíminn


Nýi tíminn - 12.03.1959, Blaðsíða 6

Nýi tíminn - 12.03.1959, Blaðsíða 6
'/) — NÝI HÍMINN — Fimmtudagur 12. marz 1959 - ’ ■ ' ' '—' "---------------—--------—--------------- NYI TIMINN tjtgefaiuli: Só.síaIi«taflokkurinu. Kitstjóri og ábyrgðarmaður: Ásmundur Sigurðsson. Áskriftargjakl kr. 50 á ári. _______________________|______ . HeimiKsböl Framsóknar 17" vejnstöfum og kvörtunum Framsóknarmanna vegna btjórnmálaástandsins þessa crnáriuði er venjulega beint gegn íðrum en rétt er. Um stjórn- nálaóstandið nú og þjóðmála- lorfur eiga Framsóknai’menn ■ jkki við neina að salcast nema ilokksleiðtoga sína, Eystein ■Jónsson og Hermann Jónasson. Fyrir nokkrum mánuðum voru ressir menn í ríkisstjórn með iruggum þingmeirihluta, og af jeim var krafizt þess eins að reir stæðu við þann stjórnar- amning sem þeir höfðu sjálfir £ért. Þeir áttu þess kost að eysa vandamálið um stjórnar- ■krárbreytingu og kjördæma- ■kipun í samvinnu við alþýðu- clokkana, samkvæmt stjórnar- ■amningnum. Tii þess var ætl- azt, að þeir leystu efnahags- rnálin í samráði og samvinnu "ið verkalýðssamtökin, eins og ■iinnig hafði verið hejtjð við ■nyndun stjórnarinpar. Til þess var ætlazt, að þeir staeðu við gefin loforð um brottför hers- :ns. Til þess var ætlazt að þeir létu ekkj nó’itískt ofstæki 'ig frekju Vilhjálms Þórs og 'Juðmundar í. Guðmundssonar afstýra því, að tekin væru rnjög hagstæð lán til að standa ið loforð stjórnarsamningsins ím kaup 15 stórra togara. 17’ramsóknarforingjarnir kusu ■ að henda frá sér ríkis- tjórnaraðstöðu og þeim stór- kostlegu möguleikum til þjóð- .tíollra starfa sem fólst í fram- kvæmd þessara loforða stjórn- arsamningsins. Þeir kusu að isteypa flokki sínum í þá al- geru óvjssu og hættu sem hann ' elur nú blasa við, og talað er v.m og skrifað í þeim ókarl- mannlega kveinstafatón, að • ondir menn í ýmsum áttum ætli nú að vera vondir við Framsóknarflokkinn og fólkið strjálbýlinu. Gegndarlaus /röngsýni og afturhaldssemi Systeins Jónssonar, Vilhjálms Þórs og nánustu félaga þeirra mun mestu hafa ráðið um að :.ö FramsóknarflokkurÍHn tók bá fíflalegu ákvörðun að rjúfa tjórnarsamstarfið í desember cg hlaupa frá mörgum beztu cg merkustu málum stjórnar- .amningsins óleystum. Ýmsir Framsóknarflokksmenn hafa ymprað á þeirri skýringu, að Eysteinn og afturhaldsklíkan í Framsókn hafi verið sárlega blekkt Bjarni Benediktsson háfi talað hlýlega um væntan- 'egt samstarf og samstjórn í- ’ialds og Framsójrnar, ásamt ilheyrandi baráttu gegn kom- múnismanum, og Eysteinn 11 alið sér fært að rjúka úr tjórn vesna þess að hann gæti jafnharðan setzt í aðra enn tryggilegri. Ekki skal um >að dæmt hve mikið er til í þeSsari skýringu vonsvikinna Framsóknarmanna, sem í iengstu lög vilja halda í þá von að foringjar Framsóknar- flokksins séu ekki þeir erki- klaufar í stjómmálaforystu og þeir hafa reynzt undanfarið. Og engrar skýringar annarrar er þörf en að mikið vantar á að menn eins og Eysteinn Jóns- son og Vilhjálmur Þór hafi verið samstarfshæfir við verka- lýðsflokka, svo rótgróið er aft- urhald þeirra, þröngsýni og algert vanmat á verkalýðs- hreyfingunni í landinu og því hvert vald hún er orðin í ís- lenzkum stjórnmálum. vað eftir annað hafa þeir Framsóknarmenn, sem eru einlægir vinstrisinnar orðið fj'rir sárum vonbrigðum með flokkinn. Þó tekizt hafi að losna við verstu afturhalds- draugana úr forystunni þegar íhaldsþjónusta þeirra var orðin að algeru hneyksli, hefur jafn- an sótt í sama farið. Það þurfti hvorki meira né minna en uppreisn á flokksþinginu 1956 til þess að takast mætti að draga Eystein á drottning- areyrunum út úr hinni illa þokkuðu afturhaldsstjórn með íhaldinu. Hann lézt þá slá undan í bili og tókst að halda völdunum í flokknum með því að lofa bót og betrun. En í stjórnafsamstarfinu við Al- þýðubandalagið var löngum Ijóst að hann hafði ekkert lært og erjgu gleymt, aftur- haldsklíka Framsóknar hélt enn um alla valdaþræði flokksins, uppreisnin á flokksþinginu 1956 rann út í sand vegna þess að lálið var ógert að losa flokk- irin við þá forystumenn sem svo gegnsósaðir eru íhaldslund, þröngsýni og skilningsleysi á verkalýðshreyfinguna að þeir hljóta að verða dragbitur og skemmdaraðili á hverri til- raun til heiðarlegs vinstra sam- starfs, hverri tilraun til vinstri stjórnar sem aetti það nafn skiljð. ess vegna er ekki til neins fyrir Framsóknarmenn að bera á torg kveinstafi sína um vonda menn, sem vilji vera vondir við Framsóknarflokkinn og fó'kið í strjálbýlinu. Það sem vinstri menn í Framsókn- arflokknum eiga nú við að stríða, er beimilisböl flokksins, afturhaldssamir, þröngsýnjr forustumenn, sem reynzt hafa ósamstarfshæfir um vinstri stjórn og vinstri stefnu í þjóð- málum. Eysteinn Jónsson og Hermann Jónasson áttu þess kost fyrir fáum mánuðum að leysa kjördæmamálið og önnur stórmál íslenzkra stjórnmála i dag, með því einu að standa heiðarlega að framkvæmd þeirrar stiómarstefnu og þeirra stjórnaiioforða sem þeir og flokkur þeirra höfðu gengizt undir 1956. Þeir kusu að henda þeirri aðstöðu frá sér og flokki sínum, og eiga Framsóknar- menn við enga aðra að sakast. Afturgengin heimsvcildastefna ríður húsum í Mið-Afríku 250.000 Evrópumenn reyna oð halda sjö milljónum Afrlkumanna I viSjum egar Harold Macmillan kom til Moskva á dögunum, lá honum það þyngst á hjarta að fræða heimamenn á þvi að brezk heimsveldisstefna væri úr sögunni, nú hefði heims- veldið breytzt í samveldi, þar sem ríkti eindrægni og jafn- rétti. Forsætisráðherra brezku íhaldsstjórnarinnar ætti að skreppa til Rhodesíu og Ny- asalands í Afríku einhvern daginn og flytja mönnum þar um slóðir þennan gleðiboð- skap, atburðir síðustu daga virðast benda til að hann hafi ekki enn borizt til eyrna 250.000 brezkum landnemum, sem þar ráða yfir sjö milljón- um Afríkumanna. Sambands- stjórn Rliodesíanna beggja, syðri og nyrðri, og Nyasa- lands, hefur bannað öll stjórnmálasamtök Afríku- manna, hneppt foringja þeirra í fangabúðir hundruðum eða þúsundum saman, látið her sinn og lögreglu brytja niður Afríkumenn, sem dirfzt hafa að- mótmæla þessum aðför- um, og nú síðast látið flytja úr iandi í járnum brezkan Verkamannaflokksþingmann, John Stonehouse, sem kominn var gagngert frá London til að kynna sér af eigin raun eindrægnina og jafnréttið í þessum hluta samveldisins. Dhodesía er hluti af liáslétt- unni miklu, sem teygir sig meðfram austurströnd Afríku frá Ethíópíu í norðri suð- ur undir Góðrarvonarhöfða. I 1300 til 2000 metra hæð yfir sjávarmál er loftslag ekki heitara en svo að Evrópu- menn kunna vel við sig. Flestallir evrópskir landnem- ar í Afríku sunnan Sahara eru samankomnir á þessari liásléttu, hafa gert almenn- inga Afrikumanna að plant- elcrum i einkaeign, láta Afr- íkumenn vinna á jörðum sín- um og þjóna sér á heimilum sínum fyrir lítilfjöriega l>ókn- un og eru staðráðnir í að svífast einskis til að halda fullum yfirráðum í þessu gós- enlandi. Bretar í Kenya drekktu uppreisn Má-má hreyfingarinnar í blóði 30.000 Afríkumanna og í Suður- Afríku hafa evrópskir land- nemar undanfarin ár verið önnum 'kafnir að svipta hinn afríska meirihluta lands- manna öllum réttindum. Rhodesíurnar og Nyasaland liggja norður af S- A.friku. Þær fyrrnefndu draga nafn af Ceci] Rhodes, enska heims- veldissinnanum og auðmann- inum, sem kom af stað Búa- stríðinu til að komast yfir gull- og demantanámur Suð- ur-Afríku. jT’ram til 1953 voru þessi * lönd þrjár aðskildar stjórn- arfarsheildir. Suður-Rhodesia, Ilastings Banda þar sem evrópskir landnemar eru lang fjölmennastir, einn á móti hverjum fjórtán Afr- ikumönnum, dregur mjög dám af Suður-Afríku. Landnem- arnir fengu töluverða sjálfs- stjórn og notuðu hana til að lögfesta 'kynþáttamisrétti á öllum sviðum. I borgum landsmanna í S-Rliodesíu get- ur Afríkumaður ekki fengið lóðarréttindi fyrir hús og lcosningaréttur er bundinn við slíka eign eða árstekjur sem eru margfalt hærri en tekjur Afríkum. sem vinnu liafa. Embættismenn nýlendu- málaráðuneytisins í London stjórnuðu NoUður Rhodesiu og Njrasalandi til 1953. Stjórn þeirra var Afríkumönnum nokkur vernd gegn ágengni landnemanna, Afríkumenn höfðu mun meira stjórnmála- frelsi en í Suður-Rhodesíu, öflug verkalýðssamtök þeirra komust á legg á námusvæðum Norður-Rhodesíu og kyn- þáttamisréttis gætti langtum minna á verndarsvæðum ný- lendumálaráðuneytisins en í sjálfstjórnarríki landnemanna. í Norður-Rhodesíii er einn evrópskur landnemi á móti hverjum tuttugu Afríkumönn- um og í Nyasalandi einn á móti 360. T andnemarnir sóttu það lengi fast að fá þessi þrjú lönd sameinuð undir sinni eigin stjórn. Þegar stjómir hinna voldugu námu- félaga í Rhodesíu lögðust á sömu sveif, höfðu þeir sitt mál fram. Námufélög í eigu brezkra, bandarískra, belg- iskra og portúgalskra auð- manna vinna V jörðu í Norð- ur Rhodesíu yfir 400.000 lest- ir af kopar auk gulls, króms, sinks, blýs, úrans og fleiri jarðefna, Hluthafar í námu- félögunum hafa á undanförn- um árum fengið greiddan um 2000 milljón króna arð á ári hverju og fyrirtækin fá að afskrifa stofnkostnað sinn á fimm ánim. Hið þéttbýla Ny- asaland er ótæmandi upp- spretta ódýrs, afrísks vinnu- afls fyrir námufélögin og önnur fyrirtæki landnemanna. Afríkumenn í Norður Rhodes- íu og Nyasalandi voru mjög andvigir stofnun samhands- ríkisins, en þegar íha'dsmenn komust til valda í Bretlandi á ný voru þeir ekki seinir á sér að láta að óskum land- nemanna og námufélaganna. Stofnað var sambandsþing, þar sem evrópskir landnemar eiga 26 fulltrúa en tuttugu og átta sinnum fleiri Afríku- menn fengu ekki nema sex þingmenn. Sir Roy Welensky, sem er pólitískur umboðsmað- ur námufélaganna, hefur lengst af verið fyrir sam- bandsstjórninni. T Zimbabwe og víðar í Rhode- *■ síu hafa fundizt miklar rústir af borgum ríkis Bantú- manna, sem stóð með blóma á miðöldum. Þrælaveiðar Evr- ópumanna og araba og bræðravig sem af þeim hlut- ust léku Afríkuþjóðir sunn- an Sahara grátt og ríkjaskip- un fór á ringulreið. Með stofnun nýlendna komu kaup- sýsla og kristindómur hvíta mannsins og færðu ættflokka- skipulag Afríkumanna úr skorðurri. Þegar teknir voru upp nútima atvinnuhættir í iðnaði og námugreftri, varð ekkj komizt hjá að veita Framhald á 10. síðu. BCLGíAN CONCO X TANCANYIKA - í> : J--: 'A. .:•> : • / M : > ---- L'itongw* r NOKTHCKH PHODES/A ■k M JSalisbury SOUrHERH £ RHOOES/A } Kort af Rhodesíu og Nyhsalandi og umliverfi þeirra. Á Afríkukortinu í liorninu sést yfir hvaða hluta álf- unnar hitt kortið nær.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.