Nýi tíminn


Nýi tíminn - 12.03.1959, Síða 8

Nýi tíminn - 12.03.1959, Síða 8
8) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 12. marz 1959 Jsraef Iférna, úti við landamærin, sem skipta Jerúsalem’ skildist mér fyrst til fulln- ustu, livílík þörf er að afnema þessar landamæradeilur, þessi landamæri úr hatri, morðum og ósættanlegum fjandskap. Þegar komið er að Dam- askusliliði í þeim hluta borg- arinnar, sem Jórdan ræður fyrir, sjást gaddavírsgirðing- arnar. Við þær staðnæmast allir fyrst, sem koma til þess- arar borgar. Óðar en bíllinn stanzar, þyrpast leiðsögumenn að. Og liver reynir að yfir- gnæfa annan með ópum og kö'lum. Þeir heimta fimmfalda þóknun, og fá oftast tvöfalda. Það eru margir sem hafa þetta að atvinnu — en elzti hluti borgarinnar er lítill. 'jáf' Fæstir taka eftir g’addavírsgirðingum Aðkomumaðurinn, sem í- myndar sér að hann hafi sloppið vel með því að borga aðeins helming þers sem upp,. var sett, kemst nú í góðal stemmningu og tilhlökkim að! sjá þessa ,,fornhelgu“ borg. Hann tekur ekki eftir gadda- •vírsgirðingunum né heldur rústunum I landræmunni sem enginn á (no mans land). Ekki sér hann þetta heldur þó hann sé staddur innan laniiamæra ísraels, jafnvel þótt „hinir helgu etaðir“ séu i jórdönsku landi. Samt eru landamærin mjög áþreifanleg. Þessi ósýnilega lína, sem liggur um eyðimerk- ur Sínaí og Negevs, verður xniklu áþreifanlegri í gróður- ríkum sveitum og hlíðum liins forna IsraeLsríkis. Og þau liggja þvert yfir þessa æva- gömlu borg, þar sem svo mðrg trúarbrögð þrífast enn og ríkja yfir fólkinu (leifar frá löngu horfinni tíð). Þegar horft er yfir land- ræmuna sem enginn á, sést 1 nokkurri fjarlægð mikil um- ferð, bæði af gangandi mönn- um og rauðum almennings- vögnum. Yfir Damaskushlið- inu blikar á vélbyssur í sól- skininu. Hinumegin frá mundi vera hið sama að sjá. Héðan sé ég yfir alla borg- ina. Landamærin sjást ekki, en ég veit nokkurnveginn hvar þau muni vera. Abu Ali lætur kaðalinn mylja það. Hann telur sér skylt að fræða mig um hvem kristinn helgimann úr helgi- ritunum, hvar hann hafi gengið, og mér fer að finn- ast þessi fróðleikur full um- fangsmikill. Þó að hann sé Múhameðsmaður og Arabi, er ekki annað að heyra en þetta sé sanntrúaður kristinn mað- ur, af þvílíkri fjálgi talar hann um það hvar Jesús hafi geng- ið um á Olíufjallinu, hvar ‘hann hafi mætt postulunum, hvar Getsemanegarðurinn sé. hann byrjar á því að benda á hina ýmsu staði borgarinn- ar, sem við okkur blasa. Hann bendir mér á hvert musteri, hverja kirkju, hvern helgi- stað. Og svo rennur það upp fyrir honum að ég muni vera kominn tU að sjá allt annað en það, sem flestir ferðamenn koma til að sjá. „Þarna bak við gaddavírinn og „no mans land“ blasir ísra- elviðokkur. Já, nú heitir það Israel. Sko „— og nú bloss- ar upp áhugi í svipnum — „sjáið þér þessi tvö hús? Þau eru ekki sérlega há, en þau eru falleg, og í öðru þeirra átti ég einu sinni heima. Þá leið mér vel. Okkur kom vel saman, mér og gyðingafjöl- skyldunni í sama húsi. Við áttum heima á fyrstu hæð, Þau á annarri. Okkur er vel til vina ennþá. En ég hlaut að flýja heimili mitt, og ég flýði, en ekki frá þeim. Nú náum við ekki saman framar, þó að við vitum hvert af öðru, sitt hvoru megin við landamærin". ★ Biblíumyndir og klám Jerúsalem er mjög óvenju- leg borg. Hér eru töluð öll tungumál sem nöfnum tjáir að nefna. Hér er hin kristna „kirkja hinnar heilögu graf- ar“, og leitar þangað fjöldi pílagríma. Allskammt þaðan er musteri kennt við Ómar, ljómandi fallegt hús, og hið skrautlegasta — annað veg- legasta guðshús Múhameðs- manna. Hér má sjá gyllt íkon frá rússneskum keisurum, grænleita dollara- Qg punds- seðla, brot úr rómverskum minnismerkjum, og litlar töfl- ur með egypzku myndletri, Hér eru guðhræddar nunnur, sem ekki virðast vita af neinu nema hinum fölrauðu mar- maraplötum, sem Jesús gekk Munkur í „kirkju hinnar heilögu grafar.“ að hann fylgdi honum þang- að ? lEn ég er að horfa á borg- ina. Abu Ali þagnar, honum hefur loksins skilizt það, að ég hef miklu meiri áhuga á honum sjálfum og vandamál- um hans en kristnum helgi- sögnum. — Þekkið þér sögu landsins að fornu og nýju? Abu Ali er vel að sér í sinni mennt, og hann hleypur yfir allt, sem ætla má að ég viti. Og Zionsf jallið utan við gamla borgarmúrinn. skegg og í óhreinum kufli. 1 hverjum krók og kima stend- ur munkur með auðmýktar- svip og útrétta hönd. Og allir tafsa þeir upp úr sér utanaðlærðri þulu, sem þeir hafa haft yfir hver veit hvað oft. á, þegar hann bar krossinn, Bandaríkjakonur eldri og yngri, sem gefa betlurum smápeninga, Jerúsalemsdætur, sem bera vatnskrukkur á höfðinu og líkjast mést mynda- styttum, gleðimeyjar með strútsfjaðrir í höttunum. Hér er mergð fomfræðinga, presta- stéttarmanna með sítt skegg og krúnurakaðir flakkarar, og ævintýramenn, stjómmála- menn og vasaþjófar, flótta- mannaböm í tötram og börn útlendra ferðamanria uppdubb- uð í nælon og stifuð pils. I hinum krókóttu götum eru klámrit og biblíumyndir seld jöfnum höndum í smáskúram. ^ Grein írá Oliuíiall- inu í kaupbæti Hvarvetna gefur að líta tötrabörn sem era að selja „perur frá landinu helga“, „blóm frá landinu helga“, „appelsínur frá landinu helga“......Götusali nær taki á mér og fæst ekki til að sleppa. „Mister, monsíeur, signore, hér er fæðing Krists, undur- samlega gerð úr skja’dböku- skel, upphleypt á fletinum. Umgerðin er úr viði frá Olíu- fjallinu. Að auki fáið þér ó- keyp’s grein af tré sem vex á fjallinu. Óvígð mjmd kostar tvo dollara — vigð fimm doll- ar. Kaupið liana mister, mon- sieur, signore.“ „Viljið þér ekki he’dur kaupa mynd af guðs móður úr skjaldböku- skel, gerða í Nazareth, fram- smíð? Sú mynd kostar minna hjá mér en öðrum“, hrópar annar, sem kemur aðvífandi. í „kirkju hinnar heilögu grafar" er tekið á móti mér með þjónslegri auðmýkt af presti nokkrum með ógreitt „Sannindamerki" Fyrir utan innganginn að hinni svokölluðu gröf Krists mæti ég þremur munkum hreinum og þokkalegum, ung- um að aldri, og hinum þriðja, sem dálítið er farinn að reskjast. Þessa menn hef ég séð áður í borginni, en þá voru þeir með Ijósmvndavél- ar, og kvikmyndatökuvélar. Einhver hafði sagt mér að þeir væru þýzkir. Hvaða er- indi skyldu þeir eiga? Eru þeir kannski pílagrímar? Eða hvað? I þessari litlu kapellu miðri hafa þeir komið fyrir mvndatökuvél, le’ca heitir hún. Hinn elzti snýr sér við án afláts ag biðst afsökunar livað eftir annað á einhverj- um smámunum, fer síðan út að innganginum, krýpur og fer að biðjast fvrir, snýr síð- an við, bugtar sig, sesrir „Am- en“, kallar svo snöggt og skipandi að þýzum sið: „Leiftur“. Það er hálfrökkur þarna inni, og augu mín blind- ast snöggvast af leiftrinu. Þessi skrípaleikur eriiurtekst nokkur sinnum, síðan fær hann eftirlitsmanninum fá- eina skildinga. Hann hefur komið ár sinni vel fvrir borð. Það verður góð sala i þessum liósmvndum af gröf Krists, með litum, og líklega þrívíð- um, — verð fáein mörk hver. Skömmu seinna, begar ég hverf burt úr þessari kapellu, sem með þaulhugsuðum ráð- um er þannig gerð, að ein- feldningurinn ve’t ekki hvað- an á sig stendur veðrið, hinn þvermóðskufulli auðmýkir sig, og skrafskjóðurnar fyllast upphafningu, mæti ég munki, sem býður mér „til sanninda- merkis um að ég hafi komið hingað“, mynd af grafarkirkj- Framhald á 11. síðu

x

Nýi tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.