Nýi tíminn - 18.06.1959, Blaðsíða 1
Kðupið
.Vý/o fimann
ÚtbreiBiS '
Nýja timann 1
Fimmtiulagnr 18. júní 1959 — 18. tölblað — 18. árgangur.
Kaupránið »aðeins fyrsta skrefið«
Kaupránfgfllokkarnir telja úrslift kosninganna í snmar préf-
sfeln á þaú livort liægt sé aú iiafida álram á sömn liraut
Kaupránið mikla, sem kom til íramkvæmda 1.
iebrnar s.l. og nam þá 13,4% aí kaupi eða 6—800
lcr. á mánuði á algengustu kauptöxtum, er sam-
kvæmt yfirlýsingum stjórnarflokkanna sjálfra „að-
eins íyffsta skreiið". Af úrslitum kosninganna í sum-
ar ætla ráðamenn afturhaldsflokkanna að marka
það hvorí ráðlegt sé að stíga önnur og stærri skref
í sömu áit.
Stefna núverandi stjórnar var
sem kunnugt er mörkuð á full-
trúafundi Sjálfstæðisflokksins
nm miðjan desember. Var
á þeim fundi samþykkt
istefnúyfirlýsing og var hún
þirt I Morgunblaðinu 19. deseni-
þer. Þar var borin fram krafa
nm bótalausa lækkun á kaupi
launþega (sú krafa sem síðan
var framkvæmd af Alþýðu-
flokknum, Sjálfstæðisflokknum
— o]g Framsóknarflokkjnum með
lijásetu) og var komizt svo að
orði um hana í stefnuyfirlýs-
ingunni:
„Aðeins fyrsta sbrefið.
Ráðstafanir þessar til
stöðvunar verðbólgunni eru
aðeins fyrsta sbrefið til jafn-
vægisbúsbapar og lieilbrigðr-
ar þróunar í atvinnulífi þjóð-
arinnar.“
Allir þekkja aíleið-
ingarnar
Almenningur hefur nú haft
reynslu af þessu „fyrsta skrefi“
í hálfan fimmta mánuð. Á
þeim tíma hafa launþegar á al-
gengustu töxtum tapað 3.000—
4.000 kr. miðað við kaup í jan-
úar. í heild nemur launatapið á
þessum tíma tugum milljóna kr.
Hver einasti launamaður veit t
nú hver áhrif kaupránið hefur
haft á lífskjör hans og alla af-
kom'u. Þeir sem hafa bundið
sér skuldabagga vita nú hvern-
ig þeim gengur að standa skil
á afborgunum og vöxtum, eftir
að þeir verða fyrst að greiða
afborganir þær til atvinnurek-
enda sem þeir hafa verið skyld-
aðir til með lögnm.
Launaránið rann til
atvinnurekenda
Launþegar vita nú einnig
hvert fé það sem af þeim var
tekið hefur runnið. Það hefur
runnið til atvinnurekenda. Því
var að visu lofað að kauplækk-
unin myndi jafnast upp af verð
lækkunum, en það loforð hefur
algerlega verið svikið. Verð-
lækkanir af þessum sökum hafa
verið sárafáar og smávægilegar
og mun minni en verðhækkanir
þær sem hafa komið til fram-
kvæmda á þessum tima. Niður-
greiðslurnar eru hins vegar
vanskilavíxill sem almenningi
verður gert að borga — eftir
kosningar.
Vilja menn bjóða næstu
skreíum heim?
Afturhaldsflokkarnir bíða þess
nú með eftirvæntingu hvernig
almenningur taki þessu „fyrsta
skrefi“, og þeir munu telja
kosningaúrslitin gefa örugga
vísbendingu um það. Þeir munu
telja aukið fylgi Alþýðubanda-
lagsins sönnun um andstöðu al-
mennings, en haldi afturhalds-
flokkarnir fylgi sínu sæmilega
óskertu munu þeir telja sér ó-
hætt að stíga næstu sbrefin.
Það kom einnig fram í stefnu-
yfirlýsingu Sjálfstæðisflokks-
ins hver þau eru, og verður það
rætt nánar hér í blaðinu næstu
daga.
Þannig var komizt að orði um baupránið í stefnuyfirlýsingu
Sjálfstæðisfloklísins.
Útvarpsumræður
Ákveðið er að útvarpsumræð-
ur vegna alþingiskosninganna
farj fram þriðjudaginn 23. og
miðvikudaginn 24. júní nk.
Hefjast umræðurnar kl. 8,10
bæði kvöldin. Hver flokkur hef-
ur 45 mínútur til umráða hvort
kvöldið; ein umferð verður fyrra
kvöldið, þrjór hið síðara, þ, e.
20, 15, og 10 mín. umferðir.
Fyrra umræðukvöldið verður
röð flokkanna sem hér segir:
Alþýðuflokkur, Sjálfstæðis-
flokkur, Framsóknarflokkur, Al-
þýðubandalag og Þjóðvarnar-
flokkur. Síðara kvöldið er röð-
in þessi: Alþýðubandalag, Sjálf-
stæðisflokkur, Þjóðvarnarflokk-
ur, Framsóknarflokkur og Al-
þýðuflokkur.
Bretcir verja 3 ræmlngfcibásci
Nú þegar við höldum hátíðlegt 15 ára afmæli ís-
lenzka lýðveldisins er okkur hollt að minnast þess að
eitt ríki, Bretland, sem sjálft hefur kallaö sig „vernd-
ara smáþjóðanna“ hefur farið meö her á hendur okkur
og lætur flota sinn hindra að hægt sé að framkvæma
íslenzka lögsögu í íslenzkri landhelgi.
Fréttatilkynning landhelgie-
gæzlunnar í fyrrad. eg svohljóð-
andi:
Enn sem fyrr stunda brezkir
togarar ólöglegar veiðar hér við
land í skjóli herskipa. Svæði
þau, sem brezku herekipin
verja nú til ólöglegra veiða fyr-
ir þá, eru á eftirtöldum stöð-
um. Eitt fyrir miðjum Vest-
fjörðum, annað út af Húnaflóa
og hið þriðja út af Lónsbug. I
dag voru á þessum svæðum alls leigendur hafa skuldbundið sig
16 brezkir togarar að ólögleg-
um veiðum.
Misjafnlega margir togarar
stunída þennan veiðiþjófnað í
einu, það sem af er þessum
mánuði hafa þeir t.d. verið
flestir 29 og allt niður í 1 og
þó stundum enginn. All flestir
togaranna munu aðeins vera á
hinum ólöglegu veiðisvæðum
svokallaðan skyldutíma, en það
er sá tími, sem brezkir togara-
til að láta togara sína veiða í
íslenzkri fiskveiðilandhelgi í
hverri veiðiferð á íslandsmið.
Þessi skyldutími var uppliaf-
lega 72 klst. en varð síðar 40
klst. og er nú 24 klst.
Eins og áður hefur verið
skýrt frá, er komið hingað á
miðin allmiklu stærra og hrað-
skreiðara brezkt herskip, en
hér hafa verið hingað til, auk
þess með þrjá reykháfa. Her-
skip þetta hefur verið fyrir
Vestfjörðum undanfarna daga.
Síðustu daga hefur erlendum
síldveiðiskipum verið að smá-
fjölga fyrir Norðurlandi, en
ekki hafa heyrzt neinar afla-
fréttir. í dag var versta veður
fyrir norðan.
Ríkisstjórniii eys enn tugum
milljóna í atvinnurekendur
Stórauknar greiðslur úr Ú tflutningssjóði vegna síldveiða
-- á sama tíma og kaup laun þega hef ur verið skert um 13,4 %
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að auka greiðslur úr Út-
flutningssjóði vegna síldveiðanna í sumar um ca. 30
milljónir króna í samanburði við áætlun síðasta árs.
Þessi fúlga á fyrst og fremst að ganga til atvinnurek-
enda, og þá einkum síldarsaltenda eins og Sveins Bene-
diktssonar og síldai’verksmiðjanna þar sem Kveidúlfur
er stærsti einkaaðilinn. Engin tekjuöflun kemur á móti
þessum milljónatuga útgjöldum — þetta er aðeins nýr
vanskilavíxill sem þjóðin á að greiða eftir kosningar.
Greiðslur ur Útflutningssjóði
vegna síldar í bræðslu hækka úr
55% sem þær voru í fyrra í
70% eða um rúman fjórðung.
Greiðslur úr sjóðnum vegna
síldar í söltun hækka úr 55%
í 75%v eða um hvorki meira né
minna en rúman þriðjung.
Miðað við áætlunina í fyrra
hækka framlög vegna síldar-
mjöls um 4,7 milijónir, vegna
sfldariýsis um 5,2 miiljónir og
vegna saltsíldar um 19,6 milljón-
ir. Þessar upphæðir geta hins
vegar orðið mikiu hærri ef vel
veiðist.
Hækkaour styrkur,
lækkað kaup
Eins og áður befur verið
skýrt frá í fréttum hækkar
verð á síld um 10 kr. á mál og
tunnu og hækkar aflahlutur
sjómanna sem því svarar. Þar
er þó aðeins um örlítinn hluta
upphæðarinnar að ræða, allur
þorrinn af þessum nýju mill-
jónatugum rennur beint til at-
vinnurekenda, bágstaddra
manna eins og Sveins Bene-
diktssonar og Thorsaranna. Er
þetta nýjasta örlæti ríkis-
stjórnarinnar við þá ákaflega
athyg;lisvert á ...sania . tíma og
kaup álfra iatmþega hefur verið
skert með lögum um '13,4%. Sú
upphæð rann óskipt í vasa at-
vinnurekenda — og samt slett-
ir rikisstjórnin nú .milljónatug-
um ofan: á og launþegar eiga að
greiða það líka.
Vanskilavíxillinn fellur
eftir kosningar, -
Með þessari aukningu eru
nýjar greiðslur núverandi
stjórnar til atvinnurekenda í
fiskveiðum og fiskiðnaði komn—
ar á annað hundrað milljóna á
þessu ári jafnframt því sem út-
gjöld þeirra hafa lækkað um
milljónatugi með kaupráninu.
Öllum þessum greiðslum ávísar-
ríkisstjórnin án þess að af!a
nokkurs fjár á móti — en eftir
kosningar á að koma að skulda—
dögum. Þá á að skipa almenn-
ingi að greiða kostnaðinn af
taumlausum austrj ríkisstjórn-
arinnar i atvinnurekendur til
viðbótar því stórfellda kaupráni
sem nú þegar er komið til
framkvæmda.