Nýi tíminn


Nýi tíminn - 18.06.1959, Blaðsíða 2

Nýi tíminn - 18.06.1959, Blaðsíða 2
2) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 18. júní 1959 61. þáttur 13, júní 1959 ÍSLENZK TUNGA Ritstjóri: Árni Böðvarsson Aiita- jafnan etur bus Laugardaginn fyrir pálma- sunnudag birti ég hér í þætt- inum vísu eftir Elías Mar, þar sem hann lék sér að því að skjóta orðum inn i önnur orð. Þegar siðasti þáttur var að fara í prentsmiðju, barst mér bréf frá Eliasi, þar sem ■hann segir að vísan sé brengl- uð eins og hún birtist hér, og biður um að birt sé leið- rétting. Ljúft er mér það og skylt, og er þáttarins að þakka EUasi fyrir leiðrétting- una. En rétt er vísan þannig: Auta- jafnau etur bus, einnig, Fega- ríður sus, spíri- [ \í ei teygar tus Thorla- kappinn frækn cius. Merking næstsíðasta vísu- orðs er að sjálfsögðu miklu eðlilegri, eins og það er svona frá höfur.ílarins hendi, en hins vegar hefur einhverj- um þótt meira gaman að því að hafa „þvi að“ þar í stað „því ei“. Það er líka fróðlegt smáatr'ði að ég var búinn að fá aðra leiðréttingu á vísunni, þegar höfundurinn sendi mér hana rétta, en sú leiðrétting var ekki heldur rétt að öllu leyti. Orðabelgur Snemma í vetur barst mér mikill orðalisti frá Ingvari Agnarssyni. Flest eru það orð úr Árneshreppi á Ströndum, en þaðan er Ingvar ættaður. Eins og venja er um þvílíka lista, eru aðrar heimildir til um sum orðin, um önnur eru fáar heimildir og loks eru engar aðrar heimildir um sum. Má því nærri geta að málfræðingum þyki hnífur sinn komast í feitt, þegar slíkir orðalistar berast þeim í hendur. Fyrsta orðið á lista Ing- vars sem Orðabók Háskólans hefur ekki heimild um er bárukclkingur, og merkir „all- krappa báru“ á sjó. Kelking- ur er ekki heldur til í söfnum orðabókarinnar, en hins vegar er það í orðabók Sigfúsar Blöndals, og ýmsar heimildir eru til um sögnina að kelkja sem nafnorðið er dregið af. Sigfús liefur tvær aðalmerk- ingar, annars ve'gar að erfiða, sti'ita dengi, og eru dæmi um það 'bæði af Austfjörðum og úr Píslarasögu sr. Jóns Magn- ússonar; hins vegár „svara þrjózku'ega", það dæmi er úr orðabók Björns Halldórsson- ar. Nafnorðið „kelkingur" er í viðauka bókarinnar og skýrt sém mikíl áreynsla, stöðugt puð við eitthvað. Af sama stöfni og þessi orð er lýs- : Iiígarorðið kelkinn sem kemur t. d. fyrir í samsetningunni „þrákelkinn“. — Ekki munu þessi orð vera mjög almenn um land allt, því að ekkert þeirra þekki ég úr daglegu máli nema þrákelkinn, og væri fróðlegt að fregna f.rá lesend- xim um það. Næsta orð sem minnzt skal á í þetta sinn er dorningar í merkingunni „sjóvettlingar; alg. á einum bæ í Árnes- hreppi, og hlegið að fólkinu fyrir“, segir Ingvar. Þetta er vel kunnugt í annarri merk- ingu, það er == skinnsokkar, og í þeirri merkingu er til annað afbrigði sem ýmsar heimildir eru einnig um dornikur. Sigfús Blöndal telur þessa mynd orðsins uppruna- legri og segir í orðabókinni að. það muni ve'ra .dregið af heiti borgarinnar Doornik i Belgiu og hafi upphaflega merkt vatnsstígvél frá þeim bæ. — Segja mætti mér að þeir Strarndamenn hafi aðeins hlegið að sveitungum sínum fyrir að nota orðið um sjó- vettlinga vegna þess að þeir hafi ekki verið þeirri rnerk- ingu vanir, bara þekkt merk- inguna „skinnsokkar“. Hitt er annað mál að ekki er fyrir það að synja að hin merking- in hafi verið til víðar en á þessum eina bæ, og væri mér mikil þökk að fá fregnir um það, ef svo hefur verið. Eitt þeirra orða á listanum eem mér þykir mikill fengur í er gómbítur = „áhald til að halda með hákörlum úti, utan- borðs“. Um þetta orð eru að vísu til ýmsar heimildir, og það er í orða.bók Sigfúsar, en það ér eitt þeirra orða sem heyra til gömlum atvinnuhátt- um sem nú eru horfnii’, og á eftir þeim hverfa að sjálf- sögðu orðin og talshættirnir er þeim fylgiu. Um slík orð verða aldrei nógu fjölskrúð- ugar heimildir, — og um ekk- ert orð berast orðabókum of margar né of miklar heimildir. Annað orð úr máli hákarla- veiðimanna er á lista Ing- vars. Það er nafnorðið lilessa: „að róa fyrir hlessu. Voru hafðir allt upp í 30 há- karlar í einni hlessu“. Um þetta orð í þessari merkingu eru ekki heimildir í seðlasöfn- um orðabókarinnar, og það er ekki heldur í orðabók Sigfús- ar, en að vísu er trúlegt að það kunni a.ð vera bókfest ein- hvers staðar, þótt það rit hafi enn ekki verið orðtekið. Loks er hér eitt orð enn um hákarlaveiðar: „dreki = krossfíaugardreki, til að liggja við á djúpmiðum í hákarla- róðrum“. Þetta orð er ekki til í orða- bókum, en liins vegar eru heimildir ýmsar til um orðið dreki ósamsett í þessari merkingu. Látum svo þetta nægja að sinni. Ingvar segir frá orðinu genyerðugur í merkingunni Framhald á 11. síðu Mihiímm sem nektarkvikmynd Hvergi mun eins inikið gert af því að nota efni úr bíbl- íunni í gróða skyni og á ítal- íu. Myndasaga sem liefst með sliöpunarsög- unni og heldur síðan aftureftir Gamla tes'ta- mentinu birtist í f jöida ítalskra blaða, og fyrir skömmu tók ítalskt kvik- myndafélag að taka framhalds kvikmyndir eft- ir bibliiunni. Yf- irvöld kaþolsku kirkjunnar sam þykktu fyrirætl- anir félagsins, en nú skýrir „Osservatore Romano", blað páfastólsins, frá því að samþykkið hafi verið afturkallað. Ástæða er ekki tilgreind, en ítalskir gyðingar mótmæltu tiltækinu kröftuglega. Það er nefnilega freklegt brot á lögmálinu að ,gera myndir af æftfeðrum ísraelsmanna, spámönnunum og öðrum persónum biblíunnar, svo ekki sé minnzt á guð almáttugan. K\ikmyndafélagið hefur séð sitt óvænna og hætt við að kvikmynda biblíuna. Ifað sem búið var að rpynda, aftur að sögunni af því hvernig Laban lék á Jakob í kyennamálum, er í versta tilgerðar- og væmnisstíl. Myndin er úr kvikmyndinní og sýnir Evu með eplið af skilningstrénu. jarðarbúum fjölgar um 85 á mínútu — Helmingur býr í fjórum löndum Asia ver&ur sexfalt fjölmennari en Evröpa áriÖ 2000 Á síðasta ári byggðu jörðina um 2800 milljónir manna og helmingur þeirra átti heima í fjcrum löndum, Kína, Indlandi, Sovétríkjunum og Bandaríkjunum. Frá þessu er ekýrt í mann- fjöldaárbók SÞ. Kina er lang- fjölmennasta ríkið, þar búa 640 milljónir manna. Næst kemur annað Asiuríki, Indland, með 400 milljónir. 1 Sovétrikj- unum búa rúmar 200 milljón- ir manna og rúmiega 170 millj- ónir í Bandaríkjunum. Alls verða þetta rúmar 1400 millj- ónir í þessum fjórum löndum. Spx ríki að auki hafa yfir 50 milljópir íbúa. Þau eru Indó- nesia, Pakistan, Brasilía, Japan, Bretland og Vestur-Þýzkaland. Rúniur hehningur í Asíu Nú býr rúmur helmingur mannkynsins í Asíu, og verði hlutdeild heimsálfanna í mann- fjölguninni óbreytt næstu ára- tugina á Asía eftir að vaxa öðrum heimshlutum enn meira yfir höfuðið. Að öllu óbreyttu munu yfir 60 af hundraði jarð- arbúa eiga heima í Asíu um næstu aldamót. I Evrópu, þar sem 14% mannkynsins búa nú, verður einungis tíundi hluti jarðarbúa búsettur árið 2000. Mannfjölgunin í heiminum nemur nú eftir því sem næst verður komizt 45 milljónum á ári. Það svarar til 5100 á klukkutíma og 85 hverja mín- útu sem líður. Þéttbýli — stjálbýli Þéttbýli er mest á eyjum eins og Bretlandi, Möltu og Bermúdaeyjum og kemst þar upp í 500 manns á hvem fer- kílómetra. Holland, Belgía, Taivan og Puerto Rico koma næst með um og yfir 250 manns á ferkílómetra. Strjál- byggðust eru Spanska Sahara, Betsúanaland, Grænland, Al- aska, Franska Guyana og Ástr- alía þar sem einn maður eða S mánnði ársins 193 þús. lestir 111,5 lestir fóru til frystingar Fjóra fyrstu mánuði þessa árs var heildarafli lands- manna samtals rúmlega 193 þús. lestir, liolega 5 þús. lestum minni en á sama tímabili í fyrra. Af heildaraflanum er báta- fiskur samtals 143 þús. lestir rúmar, urn 2500 lestum minni en á sama tímabili 1958, en togarafiskur rúmlega 49 þús. lestir (liðlega 50 þús. lestir í fyrra). Mest hefur aflazt af þorski eða 145,2 þús. lestir, karfa 20,5 þús, lestir, ýsu 9,9 þús. lestir, steinbít 6,9 lestir, ufsa 5,3 þús. lestir. Miðað við síðasta ár er þorskaflinn nokkru minni nú, en karfa- aflinn hinsvegar talsvert meiri, einnig ýsuaflinn. Langmestur hluti aflans eða 111,5 þús. lestir hefur verið frystur, 45 þús. lestir hafa ver- ið saltaðar, 28 þús. farið í herzlu, 4 þús. verið seldar sem ísfiskur, 17 þús. lestir farið í mjölvinnslu og 46 og hálf lest i niðursuðu. TJl neyzlu innan- iands hafa farið 2454 lestir. Síidaraflinn fyrstu fjóra mán- uði ársins nam aðeins 102 lest- um, og fór megnið í frystingu. minna kemur á hvern ferkiló- metra. Viðkoma er mest í Asíu og Suður-Ameríku, en minnst í Evrópu, meðal fólks af evrópsk- um ættum í öðrum heimsálfum og hjá íbúum Suðurhafseyja. Að meðaltali koma 34 fæðingar á ári á hvert þúsund manna. Mest er viðkoman í Gíneu, hinu unga ríki í Vestur-Afríku, 64 fæðingar á hvert þúsund íbúa. Barndauði minnstur á Islandi Barnadauði er minnstur á Is- landi, í Hollandi og Svíþjóð, eða 17 af hverju þúsundi barna sem fæðast. Víða er barnadauð- inn margfalt meiri, svo sem í brezku nýlenduntii Norður- Rhodesíu í Mið-Afriku. Þar deyja 259 af hverjum 1000 börnum á fyrsta ári. 1 34 af 167 löndum og lendum sem skýrslur ná til nær tíundi hluti barna eða meira aldrei eins árs aldri. Kvennaskortur í Alaska, karla- skortur í Þýzkalandi Mannfjöldaskýrslurnar bera með sér, að konum sem eru að leita sér að eiginmanni er ráð- legt að leggja leið sína til Alaska eða Falklandseyja. Pip- arsveinum sem vilja fá sér lífs- förunaut er hinsvegar ráðlagt að bera niður í Þýzkalandi. í Alaska og Falklandseyjum, brezkri nýlendu við austur- Framhald á 11. síðu.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.