Nýi tíminn - 18.06.1959, Blaðsíða 9
41 — 'ÓSKASTUNDIN
PÓSTH
HUNDURINN GÓÐI
Duglegur strákur, sem
skrifar vel eftir aldri
sendi okkur sögu, þessi
orð fylgdu:
Kæra Óskastund.
Eg þakka þér fyrir
allar sögurnar og
skrítlu.Hnar þinar, mér
finnast þær svo
skemmtilegar. Svo
sendi ég þér sögu, sem
ég gerði sjálfur. Eg er
8 ára gamall. Vertu
bíéssuð og sæl.
Guðmundur Þór
Brynjólfsson,
Brúarlandi,
Mosfellssveit.
Þegar ég fór á fætur
í gær fór ég strax út
og fór að leika mér við
ókunnugan hund. Eg var
ekkert hræddur við
hann. En þá kom rolla
til mín. Eg skipti mér
ekkert af henni. En þá
kom ’lítið lamb. Þá
sleppti ég hundinum og
fór að leika mér við
lambið. Og það var gott
við mig, Þa<i; ya^ mark-
að og ég las markið.
Það var sílt og gagnbit-
að hægra, sílt og fjöð-
ur framan vinstra. Eg
hélt áfram að leika mér
við lambið fram að
mat. Og lambið elti mig
inn. Svo fór ég að borða
og ég gaf lambinu mat.
Þá kom maður inn og
sagðist eiga lambið. Og
hann tók það með sér.
Nú hafði ég engan til
að leika mér við nema
ÓLFIÐ
hundinn, svo ég fór að
leika mér við hann.
Ilundurinn var með ól
og á ólinni stóð Lappi.
Eg sá að hundurinn
hét Lappi og ég fór að
leika mér við Lappa.
Þarna sá ég tvo stráka.
Strákarnir komu til mín.
Eg spurði þá hvað þeir
væru gamlir. Þeir voru
f> og 10 ára. Eg spurði
þá hvaðan Lappi væri.
„Hvaða Lappi“, sögðu
þeir. „Hundurinn heitir
Lappi,“ sagði ég.
„Hann er frá næsta
bæ“, sögðu þeir. „Og þú
mátt hafa Lappa að
láni.“
Og alla daga lék ég
mér við Lappa karlinn.
GIMBRIN BJÖRG
Ólöf Jónsdóttir 10 ára
gömul, Borgarholti í
Biskupstungum skrifaði
okkur og segir svo fal-
lega frá litlu gimbrinni
sinni. — Hér er bréfið:
Kæra Óskastund!
Eg þakka þér fyrir all-
ar þær ánægjustundir
sem þú hefur veitt mér
með sögum, skrítlum,
gátum og fleiru. Eg
sendi þér hér sögu af
lambi.
I dag v'ar ein óborin
ær svo veik að það varð
að aflífa hana, en þegar
átti að grafa hana,
spriklaði lambið svo
mikið að pabbi risti á
kviðinn á ánni. Þá kom
hvít gimbur í ljós og var
mér gefin hún.
Eg hef verið í allan
dag að reyna að halda
lífinu í gimbrinni. Eg
setti hana við miðstöð-
ina og gaf henni volga
mjólk á pela. Hún erfar-
in að labba um allt og
ég varð syo glöð, að ég
fór að skrifa um hana.
Ærin átti ekki að bera
fyrr en eftir átta daga.
Eg skírði litlu gimbr-
ina mína „Björgu“. Og
ég vona að hún dafni vel
hjá mér þó hún sé móð-
urlaus.
sænsku blaði).
Hamingjufuglinn
Þjóðsaga frá Tíbet
hann sá stórt fjall í
fjarska. Snjórinn í
hlíðum þess skein eins
og silfur. Allt í einu
birtist honum hræði-
leg ófreskja með mikið
svart skegg. Með rámri
röddu eins og kráka
spurði ihún: „Hver er
svo djarfur að koma
hingað? Hvað vilt þú?“
„Eg heiti Wangji. Eg
er að leita að ham-
ingjufuglinum..“
„Ha-a-a!“ Ófreskjan
hló. „Barn ekki stærra
en egg vogar að koma
hingað! Ef þú vilt
finna hamingjufuglinn
verður þú fyrst að
drepa móður Lobsang. |
Ef þú gerir það ekki
mun ég finna þig í
fjöru.“
„Eg elska móður
mina,“ sagði Wangji, f
og ég mun aldrei drepa
móður nokkurs manns,
hvað sem þú gerir
mér.“
Líf annars eins
smælingja er ekki þess
virði að ég taki það
með eigin höndum",
sagði ófreskjan. „Eg
ætla að láta þig ganga
53 dagleiðir, og það
getur þú aldrei.“ Svo
blés ófreskjan í skeggið
og góði vegurinn sem
Wangji hafði gengið á
breyttist í grjóturð.
Steineggjarnar voru
beittar eíns. og hnífar,
en Wangji hélt áfram.
Þegar hann hafði
gengið eina dagleið
voru hvassar stein-
nybburnar búnar að
tæta sundur skósólana
hans. En þegar hann
hafði gengið aðra voru
iljar hans blóðrisa svo
hann fór að skríða, þá
urðu hendur hans og
hné líka blóðrisa. „Eg
get ekki snúið aftur,“
hugsaði Wangji. „Fólk-
ið heima bíður eftir
því að ég komi með
hamingjufuglinn."
Þá stóð fyrir framan
hann ófreskja með gult
skegg. Rödd hennar var
eins og hvinurinn i vind-
inum: „Hú ú ú! Ef þú
ætlar að finna ham-
ingjufuglinn verður þú
að gefa afa Soolongs
eitur. Annars svelti ég
þig í hel.“ Wahájl
horfði beint framan í ó-
freskjuna og sagði: „Eg
mun aldrei drepa afa
nokkurs manns.“
Þá blés ófreskjan i
skeggið, og nestisbaggi
Wangji fauk út í busk-
ann. Framuindan var
endalaus eyðimörk, þar
var ekkert ætilegt að
fá.
Þegar Wangji hafði
gengið ein.a dagleið
J var hann sársvangur en
’ eftir aðra kvaldist
hann af hungri. Þegar
hainn hafði gengið 33
dagleiðir var hann ekk-
ert nema skinn og bein-
1
! Þá stóð fyrir fram-
an hann ófreskja með
hvítt skegg rödd henn-
! ar var eins og þrumu-
j hljóð, „Hó o ó! Hver er
' sá sem óttast ekki
dauðann en kemur
hingað?"
„Eg er Wangji, að
leita að hamingjufugl-
inum.“
Framhald.
Frjálsf land í fjötrum
Framhald af 5. siðu.
Þessi hægri öfl vildu aldrei
neit't vinstra samstarf, og þau
spilltu því að það yrði far-
sælt.
Flokkavaldið og flokka-
streitan skyldi drottna á ný
og vinstristjórnin féll.
Heiðarleg vinstri samvinna
byggist á málefnum en ekki
flokkshagsmunum og er þetta
trygging fyrir heilbrigðu
stjórnarfkri í landinu. Það
er hið mikilvægasta í stjórn-
málum íslendinga nú að mál-
efnin séu hafin til vegs og
stjórnmálamennimir skipi sér
um þau sem frjálsir menn en
ekki flokksþrælar.
Það eru þessi háu sjónar-
mið um málefnalega stjórn-
málabaráttu og frelsi og sjálf-
stæði Islands, sem frjálshuga
menn gera að sínum málstað
í na&stu kosningum, á vegiun
Alþýðubandalagsins, sem eru
frjálsustu kosningasamtökin í
landinu.
Þar er kosningavettvangur
þeirra sem losa vilja um hina
fastreyrðu flokksfjötra og
leysa land og þjóð frá her-
námi og hernaðaranda.
Deilurnar um kjördæma-
skipunina eru vel til þess
falínar að dreifa hugsun
manna frá öðrum alvarlegri
málum. Þær eru vel til þess
fallnar að leyna þvi að Ey-
steinn Jónsson og Guðmundur
í. Guðmundsson, þessir linru
þjónar Atlanzhafsbandalags-
ins og hernaðarandans, þessir
auðmjúku þjónar liins. alþjóð-
lega auðvalds og kapítalisma,
gátu ekki setið í vinstri stjórn
á íslandi vegna þeirrar þjónk-i
unar sinnar. — Það hljóta
allir vinstri menn að sjá, að
á meðan þessir menn og aðr-
ir slíkir ráða yfir Framsókn-
ar- og Alþýðuflokknum fær
heiðarleg vinstri stjórn í land-
inu ekki staðizt.
Við höfum nú rétt nýskeð
heyrt þessa menn o. fl. lof-
syngja vígbúnaðarkapphlaup-
ið og hernaðarandann („hern-
aðarjafnvægið") á 10 ára af-
mæli Atlanzhafsbandalagsins.
Við heyrðum þá lepja úr
söguþróuninni þá atburði, sem
stutt gátu lofgerð þeirra.
Við heyrðum þá „harma“ of-
beldisaðgerðir Breta gegn ís-
lendingum og við heyrðum
fróma ósk um að íslendingar
tækju virkan þátt í vörnun-
um í landinu (,,kostnaðinum“)
en þíað þýðir á skýru máli,
að álitlegur hópur hreinrækt-
aðra heimdallarfasista sé
þjálfaður í vopnaburði og
vígfimi, og þeim siðan ætl-
að að hressa upp á lýðræðið á
íslandi þegar lienta þykir.
En við heyrðum þessa menn
ekki minnast á kjarnorku-
sprengjuna — hvernig Banda-
ríkin í lok heimsstyrjaldar-
innar reyndu með ógnarmætti
hennar að beygja alllar þjóðir
undir sinn vilja og hófu þann-
ig kalda stríðið og vígbúnað-
arkapphlaupið.
Við heyrðum þá ekki nefna
sorg og þjáningu þeirra for-
eldra sem nú og í framtíðinni
Fimmtudagur 18. júní 1959 — NÝI TÍMINN — (9
fæða af sér vanskapaða aum-
ingja í Japan. Við heyrðum
þá ekki nefna nokkra hættu
í sambandi við vígþúnaðar-
kapphlaupið, og ekki að Is-
lendingar hefðu nokkru öðru
hlutverki að gegna, en að
fylgja blindu hernaðaræði eins
og skynlaus skepna æ lengra
á tortímingarbrautinni.
Og þeir minntu okkur á
skyldur okkar við frelsið og
lýðræðið. Þeir menn, sem fóru
á bak við þjóð sína með her-
námssamningnum við Banda-
ríkin, og reyrðu hana í -f jötra
Atlanzhafsbandalagsins, líta á
sjálfa sig sem verði frelsisins. $
En örlögin eru kaldhæðin. Nú
standa þeir frammi fyrir fall-
byssukjöftum Breta, „frels-
isvinanna" og nýlendukúgar-
anna, og í algerum vanmætti
sínum og niðurlægingu reyna
þeir að æpa lofsöng um „frels-
ið“ og „samstarf frjálsra
inga nú í sumar og haust þá
þurfum við margt að muna,
og við þurfum að greina aðal-
atriði frá aukaatriðum. Her-
námsflokkarnir þrír vilja helzt
að við gleymum öllu öðru en
kjördæmamálinu, og á því
einu ætlar Framsóknarflo’kk-
urinn að reyna að krafsa sér
saman aukið fylgi í strjál-
býlinu. Hann veit að vísu vel
að málið er honum. tapað og
að kjördæmaskipuninni verð-
ur breytt, en það getur engu
að síður orðið flokknum til
stuðnings og framdráttar ef
honum tekst að hræða marga
á breyttri kjördæmaskipun.
Vinstri menn þurfa að
koma með sigur úr kosning-
unum í sumar, því það er for-
senda enn stærri sigurs í kosn-
ingunum í haust.
Stórsigur vinstri manna á
vegum Alþýðubandalagsins er
eina tryggingin fyrir vinstra
samstarfi og nýrri vinstri
stjórn, eina tryggingin fyrir
því að Island losni undan
hinu bandariska hernámi, eina
tryggingin fyrir því að sjálf-
stæði Islands verði endurreist
og virt.
Ol.geir Lúthersson.
Spáð að siglingakreppan standi um
ófyrirsjáanlegan fíma
Fimmti hluti kaupskipaflota heimsins liggur nú 'við
festar og hefur ekkert verkefni.
þjóða“.
I heimsstyrjöldiiini síðari
hertóku Bretar ísland þrátt
fyrir mótmæli íslendinga. Eft-
ir styrjöldina neituðu Banda-
ríkin að fara héðan með her
sinn samkvæmt samningi en
fengu fram nýtt hernám á
bak við þjóðina. Nú stunda
Bretar veiðiþjófnað undir her-
skipavernd í íslenzkri land-
helgi og hafa hótað að sökkva
íslenzkum varðskipum við lög-
gæzlustörf. Og Guðmundur I.
og Eystéinn og Bjarni, og
hvað þeir allir heita, beygja
sig dýpra og dýpra. En ætlar
þjóðin sjálf að beýgja sig?
Ætlar hún einnig áð verða
hinn óbarði þræll hernaðar-
valds og ofbeldis,-
Þegar við göngtim til kosn-
Frá þessu skýrði forseti Al-
þjóða siglingaráðstefnunnar,
Finninn Krogier, év hann setti
fund ráðstefnunnar í London
nýlega. Hain kvað skipastól
heimsins nú nema 125 millj.
lesta. Þar af liefði 24 millj-
óna lesta skipastól verið lagt,
vegna þess að ekkert verk-
efni væri fyrir hann.
Ræðumaður sagði, að hann
sæi ekki fram á að siglinga-
kreppunni myndi ljú'ka á næstu
árum.
Einnig.vék hann að því vand-
ræðaástandi sem.skapazt hefur
við það að útgerðaimenn isækj-
ast eftir að koma skipum sín-
um undir „þægindafána", skrá
þau 1 löndum, þar sem stéttar-
samtök sjómanna njóta engr-
ar lagaverndar og litlar kröf-
ur eru gerðar til öryggisráð-
stafana og sjóhæfiii. Kvað hann
siglingaþjóðum í Evrópu hafa
brugðið óþægilega á síðásta
ári, þegar Bandaríkjastjórn
gekk opinberlega í lið með
bándarískum útgerðarmönnum
sem skrá skip sín í ríkjum
eins og Panama, Honduras.og
Líberíu.
iiAiiiÉOjfe; fe.'i.öt.óií: