Nýi tíminn - 06.10.1960, Blaðsíða 2

Nýi tíminn - 06.10.1960, Blaðsíða 2
2) NÝI TlMINN — Fimmtudagur 6. október 1960 ÞverárréH Um miðja síðustu viku var vígð Þverárrétt í landi Högnastaða í Þverárh'.íð, Mýrasýslu. Er þe'Jta hið myndariegasta mannvirki, steinsteypt, dilkarnir 33 tals- ins og stór almenr.ingur. Sauðíé var fyrst rekið í hina nýju Þverárrétt, en nokkrum dögum eftir réttar- vígsluna, síðastliðinn sunnu- dag, var þar enn margt um manninn og margar skepnurn- ar. í það skipti voru hross bænda úr Borgarfjarðar- og Mýrasýslum rekin til réttar. Gizkað er á að þarna hafi verið milli 1200 og 1500 hross saman komin og munu þó oft hafa verið mun fleiri í gömlu Þverárrétt eða allt að 3 til 4 þúsund. Réttarstjórinn var Magnús Kristjánsson bóndi í Norð- tungu. Ljósmyndari Þjóðviljans kom við i Þverárrétt á sunnudaginn og tók þá mynd- irnar, sem fylgja þessum lín- um hér á síðunni. Neðri myndin t.h. þarfnast ekki sérstakra skýringa hún er af mæðgum sem komu til Þverárréttar, hryssu og fol- aldi hennar. Stóra myndin ofar á síð- unni var tekin er verið var að reka einn hrossahópinn í réttina, en myndin hér til vinstri er af Ásmundi Ey- steinssyni frá Högnastöðum í Þverárhlíð. Ásmundur er sagður þekkja öll mö.rk á Vesturlandi og reyndar þó víðar væri leitað. í Þverár- rétt á sunnudaginn þekkti hann hvert einasta hross sem rekið var til réttarinnar, og þurfti ekki einu sinni að l'ta á mörkin. Einnig gat hann án hiks sagt frá því undan hvaða hryssum folöldin voru. Gekk Ásmundur um meðal hross- anna í almenningnum með staf í hendi, benti á hvern einstakan grip og sagði í hvaða dilk hann skyldi dreg- inn .Þurfti hann aldrei að grípa til markaskráriimar, einstætt minni á mörk og skepnur og glöggskyggni brás‘, aldrei. (Ljósm, Ari Kárason) ÍSLENZK TUNGA Ritstjóri: Ámi Böðvarsson. 121. þáttur 1. október 1960 Lemcifrœðiheili á íslenzku Stöðugt berast okkur fregnir um útvarp og blöð utan úr heimi, þar sem sagt er frá atburðum á hinum fjarlægustu stöðum. Marga þessa staði höf- um við aldrei áður heyrt nefnda á nafn; þau koma úr margvíslegustu tungum, en flest Jæirra heyrum við fyrst í fréttum þýddum eða endur- sögðum úr ensku. íslenzkum fréttamönnum hef- ur þvi löngum hætt til að nota enskar myndir nafnanna, er venjulega fara verr í íslenzku en aðrar. Þó hefur mönnum nú í seinni tíð aukizt dirfska með að stafsetja slík nöfn meira og minni eftir íslenzk- um framburði. Dæmi þess er m.a. landsheitið Kongó, en á ensku er það ritað Congo. Önn- ur landfræðiheiti hafa komið ný undanlarið, svo sem Mali fríkjasamband), Ghana o.fi. Einn þáttur slikra ókenni- legra orða sem skera verður úr um íslenzkan rithátt á eru rússnesk nöfn, en um stafsetn- ingu þeirra í íslenzku hefur ríkt hinn mesti glundroði. Rússar nota sérstakt stafróf sem er lagað eftir þeirra máli, og má til dæmis nefna að í því eru sjö mismunandi s-hljóð, sem hvert hefur sinn sérstaka bókstaf i ritmáli þeirra. En í íslenzku höfum við aðeins tvo stafi til að tákna s-hljóð, það er s og z. Það sem á vantar verðum við því að stafsetja með einhverjum staíasambönd- um, eins og sj, zj, ts, tsj og þess háttar. því að ekki er unnt að rita nöfn úr slíkum málum með sama hætti og þjóðin gerir er notar þau. Til dæmis má taka nafnið Tsjaj- kovskíj, heiti tónskáldsins. Þessi ritháttur er sá sem heizt leiðir ísiending í átt til rétts framburðar og fellur því bezt við okkar tungu. En í öðr- um málum er þetta nafn ritað með öðrum hætti, í ensku Chaikovsky, þýzku Tschai- kowskij, sænsku Tjajkovskij, norsku Tsjaikovskij — a.m.k. venjulega nú orðið. Nafn for- sætisráðherra Sovétríkjanna er oft í blöðum hér ritað Krúsjev, og er einföldunin þá orðin nokkuð mikil. Norður- landabúar margir rita Hrust- jov, enskumælandi menn gjarnan Kruchev, Þjóðverj- ar Chruschtschow, og þannig mætti lengi telja. Fyrir íslend- ing er vill halda sér við heitið á frummálinu, eftir því sem stafróf íslenzkrar tungu leyfir, er ritháttur eins og Khrúst- sjov eðlilegur. Þetta vandamái snertir að sjálfsögðu langtum íleiri nöfn en rússnesk, þótt ég tæki sér- staklega dæmi um þau. af því að ég er kunnugastur vandan- um í sambandi við þau. S-ami vandinn er um nöfn úr arab- ísku; þar hefur ýmist verið notuð frönsk eða ensk umrit- un, og' ef til vill fleiri gerðir. Kínversk nöfn haía verið mjög á reiki í íslenzkum ritum. Um önnur fjarskyld mál má svipað segja. Um rithátt grískra nafna má þó oftast fara eftir gam- alli hefð, því að venjulega mun mega íinna samsvaranir t.d. hjá Sveinbirni Egilssyni um rithátt þeirra. En þegar um er að ræða nöfn úr málum sem rituð eru latinuletri eins og íslenzka, er auövitað sjálf- sagt að halda rithætti frum- málsins, jafnvel þó að sleppa þurfi einstaka ókenniiegu merki við suma stafi sökum fátæklegra leturbirgða prent- smiðju, svo sem eins og þegar útlendingar prenta d í staðinn fyrir ð í íslenzkum orðum. Annars er umritun erlendra nafna almennt víðtsékara efni en svo. að því verði gerð nokk- ur skil i stuttri grein, og skal það ekki rætt hér frekar nú. Aðeins skal á það minnt að íslenzkar kennslubækur í landafræði hafa hingað tíl verið næsta illa unnar af þessu leyti, en þess ætti að mega vænta að íslenzka kortabókin sem nú mun vera í undirbún- ingi, komi með viðhlítandi og íslenzku'ega lausn á þessu máli, því að varla þarf að óttast það að sérfræðingar þeir sem opinberir aðilar kveðja til slíks verks kasti svo höndunum til þess að til engra bóta sé frá útlendum bókum er hingað ti1 hafa v^r- ið notaðar. En fleira þarf athugunar við en ritháttur í sambandi við út- iend landfræðiheiti, svo sem myndun lýsingarorða af þeim. Algengasta ending slíkra lýs- ingarorða er nú -iskur eða -skur: japanskur af Japan. portúgalskur af Portúgal, arg- entínskur af Argent'na, ítalsk- ur af ítalia o.s.frv. Nú finnst ílestum kanadiskur eciilegt lýsingarorð af Kanada (og við erum alveg hættir að rita Canada' eftir enskri venju). Af Kongó er dregið kongóskur, af Kórea kóreskur (kórversk- u»- hefur líka verið notað og er í samræmi við þjóðarheitið Kórverjar; sbr. Kínverjar), af Ghana er eðlilegt ghaniskur, af Katanga katangiskur, af Asía asiskur (en asiatiskur er að sjálfsögðu engin islenzkun orðsins). af Ameríka amerísk- ur og af Afríka afrískur. Hér má minna á að endingin -ansk- ur er ekki í sambandi við ís- lenzka málvenju, nema heitið sjálft endi á an (sbr. iapansk- ur af Japan), og ekki heldur endingin -anar um íbúa ’ands- ins eða álfunnar. Hóti nær væ.ri -ánskur og -ánnr, sbr Indíánar i af Ind'a) og. indí- ánskur. t.d. Amerikáni og am- eríkánskur. En allt hja) um slíkt er raunar hégómi. þegar við höfum jafngóða lýsingar- orðsendingu og -CHskur og getum við kallað íbúa -menn eftir heiti svæðisins: Ghana- menn, Kongómenn, Ameríku- menn, o.s.frv. Látum svo þetta r.ægja að sinni. Útbreiðið Nýja tímann

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.