Nýi tíminn - 06.10.1960, Blaðsíða 7

Nýi tíminn - 06.10.1960, Blaðsíða 7
á Þingvöllum til að kref jast broltfarar erlends hers úr landinu. landi, sem væri umkringt rjúkandi alheimsrústum ?“ Þetta eru furðuiega ábyrgð- arlaus orð og væri fróðlegt að vita hver sagt hefur. Þarna er sem sagt kveðið skýrum orðum að því of- stæk:ssjónarmiði, sem mann hefur að vísu grunað að lægi að baki þrálátri streitu sumra hersetuvina á fslandi, þ.e.: Ef Rússar og Bandarikjamenn fara að skjóta kjarnorku- skeytum hvorir á aðra og eyða hvorir öðrum svo þar verður ekki lífi líft né held- ur stendur steinn yfir steini 4P 'öSvarsson: í þeim löndum, þá skulum við, þessi fámenna þjóð, sem byggt hefur þetta iand frá upphafi, umfram alla muni búa svo í pottinn að við fá- um að' tortímast með þeim í hinum hryllilega e'di eyðing- arinnar, ungir og gamlir, börn, konur og menn, svo hér verði ekki framar lífi lif- að í landinu og enginn ís- lendingur framar til. Aðra skýringu en þessa fæ ég ekki lesið út úr orðum höfundar og man ég ekki til að ég hafi kynnzt öllu meira h'sp- ursleysi í leiðsögu eins manns á framtíðarvegi heillar þjóð- ar. Ef hér er um að ræða sjónarmið hins dauðtrygga þjóns, sem endilega vill deyja með sinum húsbónda, þá segi hann aðeins fyrir sig, góði maður, eða veit hann ekki að það er mannkindinni eðíis- lægt að klóra í bakkann, reyna að lifa af hverja hrell- ingu, freista þess að bjarga sér sem bezt hún getur, forð- ast dauða sinn i lengstu iög? Og því skyldum þá við, frek- ar en aðrir láta teymast vilj- ugir fram af því hengiflugi sem við okkur gín? Það hefur á öllum tímum verið talin heilög skylda for- ystumanna hverrar þjóðar að bægja frá eftir megni hverjum voða sem orðið gæti þjóð þeirra að grandi, en ekki hitt, að loka hana vit- andi vits inni í vítahring böls og dauða, þó aðrar þjóðir vilji lokka hana þar til und- ir yfirskini gjafmiiiii og vin- áttu. E'ns og nú horfir er það einmitt lielzta von mannkyns- ins, til að afstýra því að heimurinn verði að rjúkandi rústum, að nógu margar þjóð- ir gerist t;l þess að bera kiæði á vopnin, — að nógu margar hætti þátttöku í því að kynda þann eld haturs og tortryggni sem heitast brenn- ur. Nei, höfundi Morgunblaðs- greinar verður ekki hugsað tii allrar þeirrar æsku, bæði hér og annarstaðar, sem ekki vill deyja þó ódæmi hafi skeð, he’dur freista þess að byggja nýjan heim á rústum þess sem brenndur var, enda myndi honum finnast það lít- ilsvert hjá þeirri hugsjón að farast með stórveldum í ófriði sem er svo yfirvofandi eft- ir því sem Eisenhower forseti Bandaríkjanna sagði um dag- inn, ,,að m;sskilningur einn gæti komið af stað ógur- legri t3rtímingarstyrjöld,“. —- — En samtök hernámsand- stæðinga hafa það fyrst og fremst á sinni stefnuskrá að bjarga landi sínu frá þeirri styrjöld — og lái þeim það hver sem vill. Má segja að eeint sé að spyrna fótum við þegar kom- ið er á yztu nöf, en betra er seint en aldrei, — er það hreystileg fullyrðing hjá greinarhöfundi að íslendingar hafi fylgzt betur með þróun mála en margir aðrir og þess vegna séu þeir þar komnir sem nú standa þeir. Væri ekki sanni nær að segja að á þá hefði verið borið meira fé en marga aðra og því sé nú kom'ð sem komið er? Eg get ekki látið hjá líða, áður en ég lýk þessum línum að minnast fáum orðum á það sem höf. Morgunblaðs- greinar gerir að meginstoð máls síns, en það er Kóreu- styrjöldin sællar minningar, en af því upphlaupi hlutum við íslendingar þá bölvun að herinn var skikkaður á okk- ur til frambúðar. Kemst greinarhöf. svo að orði að Kóreuævintýri kommúnista hafi orðið mannkyninu til blessunar þegar til lengdar lét. Svo höfundi verði engin fölsun ger af minum völd- um, þá skal það tekið fram að þessi orð hans fela í sér þá fullyrðingu að kommún- istar hafi valdið upphafi þeirrar styrjaldar og ráðizt inn í Suður-Kóreu. Ekki get ég gert greinarhöfundi það Bandarísk hersýning á Keflavíkurflugvelli. Fimmtudagur 6, bktóber 1960 -— NÝl TÍMINN -— (f -? eftirlæti að þræta við hann um það, því þar vitum við báðir jafnlítið með sannind- um. Skal ég aðeins benda honum á að þar stendur full- yrðing , gegn fullyrðingu og mun það aldrei koma í okkar hlut, mín eða hans, að kveða þar upp endanlegan dóm. Hitt er augljóst að Kórea er eitt hið hryggilegasta dæmi þess hvernig fer þegar þjóð- ir bera ekki gæfu til þess að fá að ráða sjálfum sér fyrir afskiftum stórvelda, sem koma vilja sér upp herstöðv- um, en verða bitbe:n þsirra og land þeirra vígvöllur. Er fátt seinheppilegra fram að færa Bandaríkjamönnum til ágætis en það er þeir drógu Syngman Rhee upp á tróninn í Suður-Kóreu sem drottins smurða, frelsara þjóðarinnar og sannan dándimann. Sat hann þar á valdastóli í skjóli Bandaríkjahers um langa hrið og illa og er þess skámmt að minnast er þraut- píndu fólki Suður-Kóreu tókst með blóðugum átökum að varpa af sér hur.di þeim, sem allur heimurinn vis,si löngu að var opinber glæpamaður, og voru átök þjóðadnnar svo ákveðin cg örvæntingarfull að Bandaríkin treystust ekki til þess enn á ný að kúga hana undir þennan erfðaprins sið- gæðis og mannhelgi og ást- mög hinna sönnu lýðræðis- þjóða. Hygg ég að það yrði mörgum Suður-Kóreubúa strembin gáta hvernig stríð þeirra og þjáningar allt fram á þennan dag hafa crðið öllu mannkyni til blessunar. Eg vil þakka höfundi grein hans, þó þar komi óþyrmilega í ljós trúleyei hans á það áö " þjóð hans geti staðið á eigin. fótum eða lifað af þá styrj- öld sem við báðir óttumst ao sé í nánd, enda vafasamt að það borgaði sig að hans áliti. En það er hans trú en ekki okkar, sem trúum því að hlutlaust land Island geti átt framtíð með vinsamlegum. samskiftum við allar þjóðir, og meira að segja haft merki- legu hlutverki að gegna sero. fordæmi þeim þijóðum er þrá, það að losna undan álögum. og hersetu þeirra stórvelda. sem nú tefla glæfralegast á skákborði heimsins. Að endingu þetta: Vill ekki heiðraður greinarhöf. gjöra svo vel að segja mér livað hann á við með því að enda. grein sína með þessum orð- um: ,,Og Quðmundur Böðv- , arsson mætti einnig minnast þess, að Þjóðvi'jinn birti. ekki af honum tveggja dálka mynd þegar hann neitaði að kingja ungverska bitanum“ — Það kemur að vísu ekki við því máli sem hér er höf- uðmál: hlutlaust eða hersetiö ísland, í hvors okkar hálsi rottan stendur, enda ætla ég' eltki á þessum vettvangi aö segja eitt eða neitt um álií mitt á Ungverjalar.dsmálinu né Egiftalandsmálinu, semi gerðist í sama mund. En ég' fæ heldur ekki munað að ég' hafi nokkru sinni lát'ð í ljósi opinberlega skoðanir minar á þessum hlutum. Hvar hef ég’ gert það og hvenær? Eða er hér enn á ný treyst á það að kauþendur Morgunb'aðsins lesi aldrei annað en „blaðið sitt“. Guðm. Böðvarsríjn Heigi Guðmundsson fyrrverandi bankastjóri sjötugur Helgi Guðmundsson, fyrrver- andi bankastjóri varð sjötug- ur 29. september. Hann varð stúdent árið 1910 og cand. phil. við háskólann í Kaupmannahöfn ári síðar. Fram til ársins 1918 fékkst Helgi við músiknám þar í borg, en flutti þá heim til íslands og gerðist bankaritari í Lands- bankanum og síðar bankastjóri við útibú sama banka á ísa- firði. Á árinu 1926 hvarf Helgi úr þjónustu bankans og mun ástæðan hafa verið sú, og upp kom ósætti á milli hans ann- ars vegar og bankastjórnarinn- ar í Reykjavík hins vegar. í máli því, er um var að ræða, vissi Helgi sig hafa á réttu að standa og gaf sig hvergi. Það er mjög einkennandi fyrir hann. Helgi stendur alltaf fast við það sem hann telur rétt vera. Tvö næstu árin var Helgi fulltrúi hjá fiskútflutningsfyr- irtæki í Reykjavík, en á árinu 1928 tók hann að sér starf verzlunarerindreka á Spáni. í ársbyrjun 1932 varð hann bankastjóri í Útvegsbankanum hér í Reykjavík og því starfi gegndi hann til 1955, er hann lét af störfum fyrir aldurs sak- ir. Þegar Helgi Guðmundsson stóð á sextugu reyndi ég — í lítilli afmælisgrein — að draga upp mynd af manninum, eins og mér hafði komið hann fyr- ir sjónir. Eftir þann áratug, sem liðinn er, finnst mér myndin standa óhögguð: Helgi er hinn drenglyndi maður, hann er mannlegastur allra, hann er í senn listamaður og raunsær og skjótráður atorku- maður. Ég veit fáa menn vilja setja sig meir niður í kjölinn á hve.rju máli en Helga Guð- mundsson. Það er sama hvort. málið er stórvægilegt eða smátt í sniðum. Hvort um ei’ að ræða undirbúning að kaup- um þeirra nýsköpunartogara, sem urðu eftir styrjöldina grundvöllur að betri lífsaf- komu fjöldans á íslandi eða því hvernig við íslenzkir stúd- entar í Stockholm lifðum líf- inu á árunum 1933 og þar á eftir. Um hvorttveggja er mér persónulega kunnugt. Á tvennt vildi ég minnast í þessari afmæliskveðju: Helgi Guðmundsson var frumkvöðull að stofnun Eftirlaunasjóðs starfsmanna Útvegsbanka ís- lands — og alla t.ð barðist hann fyrir bættum kjörum. meðlimanna — með miklum árangri segjum við yngri menn. Framhald á .11. síðu.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.