Litli Bergþór - 16.02.1983, Blaðsíða 18

Litli Bergþór - 16.02.1983, Blaðsíða 18
....„frh' STÖKKIÐ Við hlupxom öll fram í snatri og o^nuðum hurðina. Það var undan veðrinu, sem dyrnar sneru, en ut var að sjá í iðulausa hríðina, sem þyrlaðist inn á gólfið. Og inn úr þessum ósköpum kom hár maður og grannur, allur fannharinn. Það var Guðmundur læknir. * , "Gott ^kvöld, ” sagði hann 9.6 talaði hátt. 'Komið þið strax út með mér, einhverjir, til að koma honum heim." "Hvar er Sveinbjörn?" spurði prófasturinn. "Hann varð veikur á leiðinni," sagði lsácnirinn. "Ég kom honum hér heim \mdir hólinn fyrir utan bæinn, en þegar ég sá ljósið, skildi ég hann eftir. Ljósið sést ekki langt núna. Komið þið nú að hjálpa mér að ná í hann." Við sóttum okkur húfur og fórum út að saácja Sveinbjörn. Við studdiim hann heim og inn. "Það kom í mig þefta óttalega máttleysi," stundi hann, þegar við vorum að koma honum inn í bæinn. "Læknirinn varð nsarri því að bera mig alla leið utan frá Stórhól." Læknirinn nam staðar í forstofunni. "Hafið þið frétt nokkuð af konunni?" spurði hann. Því var neitað, og honum var^boðið,inn. 'JNei, ég kem ekki inn, því þá þiðnar þetta allt utan af mér. En ég verð að biðja yður, séra Sigurður, að lána mér einhvern til að fylgja mér fram eftir, ég rata ekkert." Hann brosti. Það kom dálítið hik á prófastinn. "Fyrst Sveinbjörn brást," sagði hann, "þá veit ég varla, hver það ætti að vera í þessu veðri." Laaknirinn leit yfir hópinn og kom auga á sýslumanninnn "Já, það er satt, þú ert hér, Jón," sagði hann glaðlega, "það bar vel í veiðar. Þú ert fæddur hér og uppalinn og þekkir auðvitað hverja þúfu. Þú fylgir mér þangað!" Sýslumaðurinn þagði augnablik. "Jæja?" sagði lsaknirinn. "Ég er auðvitað kxmnugur," sagði sýslumaðurinn hálfvand- ræðalegur, "en é^ veit ekki hvort- - -. Ég held þú ættir að koma inn og fá þer hressingu og sjá, hvort ekki slotar veðrinu seinna í kvöld eða þá í nótt." Læknirinn horfði á hann og glotti. "Allright!" sagði hann svo, "þú stekkur þá ekki! " Svo sneri hann sér að prófastinum. "Er nokkur hér inni, sem treystir sér til að koma?" spurði hann. "Segið það þegar í stað, því ég má ekki með nokkru móti slóra. Ég hef einu sinni farið £etta áður, svo ég kemst það kannske einn. Ég tapaði aldrei .attunum í kvöld, en auðvitað var það Sveinbjörn, sem réð ferðinni." "Brandur?" sagði prófastur og leit spyrjandi augum til vinnumannsins. En Brandur stóð og tvísté á gólfinu. "Ég treysti mér fjandans ekki til þess barasta," sagði hann. Sólveig gekk frarn úr hópnum. "Fáið þið mér karlmannsföt," sagði hún, "og ég fer með honum."

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.