Litli Bergþór - 16.02.1983, Blaðsíða 29

Litli Bergþór - 16.02.1983, Blaðsíða 29
3. Ljúka þarf við teikningar að skðlanum. Það mál er nú í höndum arld.tekts og þriggja manna nefndar, sem í eru oddviti skðlanefndarformaður og skólastjðri. Teikninguna J>arf að af- greiða fyrir sumarið svo tími gefist til að senda umsðkn um fjárveitingu til fjárveitinganefndar Alþingis fyrir haustið. Henni þarf að fylgja nákvæm greinargerð og rökstuöningur fyrir nauðsyn þess að hefjast handa um skðlabygginguna á næsta ári. Ég tel að hver og einn, sem áhuga hefur á málinu, geti lagt bví lið með þvi að setja sig inn í það og nota hvert tækifæri til að vinna því stuðning. Fðlk þarf að gera sér grein fyrir þörfinni sjálft meö því að kynna sér aðstöðuna í skðlanum og'éinnig væntanlegan nemendafjölda á næstu árum. Einnig tel ég mjög gagnlegt^að sem flestir reyni að ' átta sig á teikningum af skólahúsinu og koma á framfæri rökstuddum tillögum, sem miða að því að fá hentugt skðlahús, sem ekki er hætta á að veröi sveitarfélaginu ofviða fjárhags lega og ofbjðði ekki fjárveitingavaldinu. Heilbrigð skoðana- skipti um málið, þar sem hlustað er á rök allra hljðta að vera til gððs. Um þetta þyrftu allir sem vilja vinna að framtíðarheill fðlksins í sveitinni að sameinast. Gísli Einarsson: Mér hefur borist í hendur grein sem Páll Skúlason hefur skrifað til birtingar í þessu blaði. Þar er ðskað svara við spurningum sem hann leggur fyrir hreppsnefndarmenn. Greinin er að hluta til skrifuð sem framboðsræða í nöldurtðn, þar sem greinarhöfundur viröist leggja rnikið kapp á að finna einhverja sökudðlga í málinu, sem auðvitað eiga að vera hreppsnefndarmenn, en minna ber á sanngirni og skilningi á getu og þörfum sveitarfélagsins. Eg mun reyna að útskýra málið með noklmrum orðum, og svara um leið þeim spurningum sem fram eru bornar. I mínum huga er engin spurning um að þaö þurfi að byggja við skðlann, aðeins um hvernig eigi að byggja við hann og hvenær byggingaraðilar, þ.e.a.s. ríkissjðður og hreppsnefnd f.h. sveitarsjóðs, telja sig geta veitt fé til framkvæmda. Fyrir fjðrum árum var fyrst farið að ræða við byggingar- deild Menntamálaráðuneytisins og fjárveitinganefndarmenn um viðbyggingu við skðlann, en ríld.ssjóöur á að greiða 30% kostnaðar við skðlabyggmgar. I viðræðum við fjárveitinga- nefndarmenn kom fram að tveir nágrannahreppar okkar, gnúp- verjar og Skeiðamenn hefðu sðtt um fjárveitingu til skóla- bygginga og talið væri að ástand skðlahúsnæðis hjá þeim væri i v>i,j.akara en í Biskupstungum. Ennfremur væri nýlokið miklum skólaframkvæmdum í sveitinni, (sundlaug og kennara- bústað) sem ríkissjðður hefði ekki lokið greiðslu á að sínum hluta. Það var því augljóst að einhver ár myndu líða þar til við gætum vænst f járveitingar t'il skðlabyggingar, vegna þess að sú hefur orðið reynslan að fjárveitinganefnd hefur að meðaltali tekið inn á fjárlög aðeins einn nýjan skðla á ári hér í sýslunni.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.