Litli Bergþór - 01.11.2006, Blaðsíða 13
brjálaðar meyjar.“ var einn fyrriparturinn, og annar
var: „Tuttuguogátta úr Tungunum, teyguðu sopann
góðan“. Eitthvað varð minna um rétt kveðna botna
en botnað var samt. Söngnum var framhaldið er
komið var heim á hótel, það var gítar með í för og
var hann sóttur upp á herbergi, var sönggleðin svo
mikil að það var spilað og sungið í lyftunni á leið
Á mánudeginum voru engar skipulagðar ferðir
þannig að það var eitthvað misjafnt hvað konur
tóku sér fyrir hendur. Það var rölt um
göngugöturnar og farið í stóra verslunarmiðstöð og
á markaðinn að versla. Einhverjir fóru að skoða
bænahús gyðinga, sumar fóru í baðhús Gellerts og
fengu sér nudd eða heilsubað. Eg veit ekki hvert
allar konurnar fóru en það er áreiðanlega
nóg að skoða: hellakirkjan, aragrúi af
fallegum byggingum, Margrétareyjan,
kastalahæðin, Stefánskirkjan,
þjóðminjasafnið. Ég og minn makker
fórum m.a. á New York kaffihúsið, sem
er í svo fallegu húsnæði að það er
upplifun út af fyrir sig. Um kvöldið
hittist svo stór hópur á veitingastað þar
sem var borðað og spjallað fram eftir
kvöldi.
Daginn sem við héldum heim gafst
tími til að hlaupa í búðir og skoða
eitthvað af því sem maður átti eftir að
skoða ef farið var nógu snemma á fætur.
Veðrið lék við okkur allan tíman, þannig
Pinghúsið úr marsipan. að þó maður gerði ekkert annað þá fór
maður allavega út í góða veðrið. Við
vorum sóttar á hótelið kl. hálftólf að
niður og af svo mikilli innlifunin að það
gleymdist að ýta strax á lyftuhnappinn svo að
lyftan færi af stað. Lá vel á konum þetta kvöld
og ekki var farið nærri eins snemma í háttinn
eins og kvöldinu áður.
Á sunnudeginum var farið í skoðunarferð til
bæjarins Szentendre sem er skammt fyrir utan
Búdapest, þetta er listamannasamfélag þar sem
mikið er um gallerí og söfn auk þess sem heil
gata er lögð undir markað. Við skoðuðum
marsipansafnið þar sem m.a. finnst stytta af
Michel Jackson, í fullri stærð, gerðum úr
marsipani. Þar var einnig að finna svokallað
mikrósafn þar sem listaverkin eru svo lítil og
fíngerð að það þarf að skoða þau í smásjá. I
því safni voru upp á vegg myndir af ýmsum
þjóðhöfðingjum sem heimsótt höfðu safnið og
mátti þar sjá mynd af Davíð Oddssyni. Við
dvöldum þarna í sex tíma, skoðuðum söfn,
þræddum búðir og fórum síðan heim á hótel.
Þetta kvöld fórum við allar saman mjög
prúðbúnar og fínar, margar með hatta, á veitingahús
sem tengdist óperuhúsi borgarinnar. Þar spilaði
klassískur kvartett yfir borðum, þeir tóku sig samt
ekki hátíðlegar en það að þeir blikkuðu konur og
heilluðu þær þannig upp úr skónum. Annað slagið
komu óperusöngkonur og sungu með þeim auk þess
sem þjónarnir á staðnum tóku lagið við og við. Var
þetta hin besta skemmtun.
Syngjandi s ilkonur. Elinborg Sigurðardóttir
og Guðrún Ólafsdóttir.
staðartíma. Ferðin gekk vel heim og við lentum í
Keflavík um fjögurleytið í beljandi roki og
rigningu. Jakob Hjaltason tók á móti okkur og
keyrði okkur heim aftur. Hann gaf okkur vinnuna
sína og erum við honum ákaflega þakklátar fyrir
það.
Þessi ferð var bara yndisleg, það var gaman að
kynnast konunum í félaginu og ég er ekki í neinum
vafa um að þetta á eftir að skila sér í líflegu starfi
Kvenfélagsins áfram. Við stefnum á það að fara í
fleiri svona ferðir í framtíðinni.
Svava Theodórsdóttir
__ 13 Litli Bergþór