Litli Bergþór - 01.11.2006, Blaðsíða 5
Hvað segirðu til?
Helstu tíðindi úr Biskupstungum frá júní til nóvember
Tíðarfar var allgott framan af sumri, sæmilega
hlýtt og hófleg úrkoma. Síðari hluti sumars og
haustið var gott, margir sólríkir og hlýir dagar en
væta á milli, sem var nóg til að vökva gróður.
Grasspretta var því góð bæði á útjörð og túnum og
byrjuðu sumir bændur að slá í júní. Þeir fengu
margir góða háarsprettu. Frost var tæplega
merkjanlegt fyrr en um miðjan október og aðeins
gránaði í hæstu fjöll nokkrum sinnum í september
og október. Nóvember byrjaði með vægum
umhleypingum, litlu frosti og snjóföli af og til en
óveðurshrinum öðru hvoru.
Úthlíðarkirkja var vígð 9. júlí sl. Bjöm
Sigurðsson í Úthlíð kostaði að mestu byggingu
hennar, en hún er helguð minningu konu hans,
Ágústu Margrétar Ólafsdóttur, sem lést fyrir
tveimur árum. Gísli Sigurðsson frá Úthlíð teiknaði
kirkjuna og málaði altaristöfluna í henni. Þar er
einnig mynd af Ágústu, sem Baltasar málaði.
Kirkjan tekur um 120 manns í sæti.
Um helgina eftir Þorláksmessu á sumri var
Skálholtshátíð haldin, og var þess minnst að 950
ár eru liðin frá vígslu fyrsta biskupsins í Skálholti,
ísleifs Gissurarsonar. Hófst hátíðin með því að
kaþólski biskupinn í Reykjavrk söng messu, Bjöm
Bjamason, kirkjumálaráðherra, Ólafur Ragnar
Grímsson, forseti íslands, Karl Sigurbjömsson,
biskup íslands, og Guðni Ágústsson,
landbúnaðarráðherra, fluttu ávörp Ymiskonar
tónlist var flutt og sáu Hörður Ágústsson,
söngmálastjóri, og Hilmar Örn Agnarsson, organisti
í Skálholti, um það.
Um nokkrar helgar á undan og eftir
Skálholtshátíð voru sumartónleikar í Skálholti, þar
sem ýmsir listamenn léku.
Skálholtsstaður gaf í sumar út rit, Isleifur biskup
Gissurarson 1006 -1056 - 1080, sem Skúli Sæland
tók saman.
Um miðjan júlí var í Haukadal 3 opnaður níu
holu golfvöllur, sem er að mestu milli Beinár og
Almenningsár, sunnan Biskupstungnabrautar.
Ferðafélag ísland byggði í sumar göngubrú á
Farið sunnan við Einifell, og var hún tekin í notkun
við hátíðlega athöfn síðast í júlí.
Upp úr miðjum ágúst stóð Landgræðslufélag
Biskupstungna fyrir landgræðsludegi. Þangað var
boðið forráðamönnum annarra landgræðslufélaga,
starfsmönnum Landgræðslunnar og
landbúnaðarráðuneytisins og fleirum. Þar var greint
frá uppgræðslustarfinu í sveitinni með útgefnum
bæklingi og kynnisferð á landgræðslusvæðin. Um
kvöldið var veisla á Hótel Geysi.
í haust hefur um fjögurra km kafli á Kjalvegi,
frá Sandá og inn á móts við Brunnalækjartorfur,
verið byggður upp. Gefið hefur verið fyrirheit um
tvær milljónir króna til endurbóta á vegum að
Gíslaskála í Svartárbotnum og í Fremstaver. Á
þeim vegi hefur í haust verið steypt lágbrú með litlu
röri í Stóragili við Kjalveg, skammt austan brúar á
Grjótá.
í sumar var Ragnhildur Magnúsdóttir í
Gýgjarhólskoti valin handverksmaður ársins á
Handverkshátíð á Hrafnagili í Eyjafirði. Hún hefur
lagt stund á tréskurð síðustu ár og aðallega skorið
út íslensk húsdýr. Einnig kennir hún á vetrum
tréskurð hjá Félagi aldraðra. í haust voru verk
hennar sýnd í Héraðsbókasafni Árnessýslu.
Hjalti Ragnarsson í Ásakoti og Brynjar Sigurgeir
Sigurðsson á Heiði fögnuðu fertugsafmælum
sínum um Jónsmessuna með því að bjóða upp á
veitingar og gleði í Tungnaréttum. Áslaug
Sveinbjarnardóttir á Espiflöt hélt upp á
fimmtugsafmæli sitt síðla í júlí með því að opna
hús sitt fyrir ættingjum og vinum, þar sem
margskonar veitingar voru á borðum. Um svipað
leyti bauð Þórður Jóhannes Halldórsson á Litla-
Fljóti til veislu heima hjá sér í tilefni af
fímmtugsafmæli sínu. Bjarnaball í Aratungu er
árlegur viðburður síðsumars á vegum Bjama
Sigurðssonar í Haukadal. Að þessu sinni kom þar
fram um tugur tónlistarfólks, og þar var m.a.
frumflutt lag eftir Bjarna, sem hann nefnir Á
Bjamaballi.
í Reykholti hafa flest þeirra íbúðarhúsa, sem
byrjað var að byggja sl. vetur og vor, verið fullgerð.
Eitt hús er risið við nýja götu í Reykholti,
Réttarholt, vestan Biskupstungnabrautar, en það
stóð áður við Bjarkarbraut. Við þá götu biðu tveir
húsgmnnar í nóvember þess að byggt væri á þeim,
en í Austurhlíð var að rísa íbúðarhús í þeim mánuði.
Engin kind átti að vera á Biskupstungnaafrétti í
sumar vegna niðurskurðar fyrir tveimur ámm. Þær
einu sem þar hafa komið fram eru tvær veturgamlar
ær úr Hrunamannahreppi með sitt lambið hvor, sem
komu suður fyrir afréttagirðingu norðan Gullfoss í
byrjun ágúst. Þær voru handsamaðar, þeim lógað
og síðan settar í ruslagám.
Tungnaréttir voru laugardaginn 16. september
eins og kveðið er á um í fjallskilareglugerð. Þar var
engin kind, en bændaglíma fór fram, og voru
bændur Jón Birgir Jónsson, glímukóngur Islands,
félagi í Knattspymufélagi Reykjavíkur, og Ólafur
5 Litli Bergþór