Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.1987, Blaðsíða 10
10
Hér er aðeins tninnst fárra manna af niðjum ölafs Jónssonar á
Hyri í Seyðisfirði,beirra er teljast mega 'þjóðkunnir og fróðir
menn kunna nokkur skil á.Hramætt ólafs er að nokkru skráð í Arn-
ardalsætt í upphafi fyrsta bindis.Hinnig má lesa um ættir hans í
ævisögu Jóns Sigurössonar eftir ?ál Hggert Clason en eins og
áður er sagt var Ingibjörg arnma Jóns Sigurðssonar dóttir Clafs
og konu hans Guðrúnar Arnadóttur.Þa'Í verður ekki neitað að nokkur
óvissa er ura forfeður ölafs en svo mun um íleiri,sem fæddir
eru fyrir 1700.
Flutt á fundi í Ættfreðifélaginu að Hótel
Hofi fimmtudaginn lö.október 1986.
Guðmundur Guðni Guðmundsson.
Ættfræðinámskeið
hefjast að nýju
Fyrirspurn.
"Getur einhver tjáð mér um
ættir Jónasar Asmundssonar
f. 3.9. trúlega 1855 d.1936.
Asmundur faðir hans (Jón-
asson?) frá Borgum í Þist-
ilfirði. Móðir Jónasar var
Kristjana Jónsdóttir.
Hver var ábúandi á Auðkúlu
við Arnarfjörð frá upphafi
til dagsins í dag?
Guðmunda Hreinsdóttir
S. 94-8259
Auðkúlu, 465 BILDUDALUR
VlÐIRHOLL
Baldur Ingólfsson skrifaði
og benti á heimildir fyrir
þessu örnefni. Enn er til
hestasteinn með áletruninni
Jón Arnason og Guðmundur
Arnason1S45 VlÐIRHÖLL.
I Endurminningum Friðriks
Guðmundssonar Arnasonar
frá Víðirhóli (The Viking
Press Ltd, Winnipeg,1932)
segir frá því á bls. 18 að
afi Friðriks, Arni Arnason
f.1785, og synir hans Jón,
f.1818, og Guðmundur f.
1828, hafi byggt bæ, sem
þeir nefndu Víðirhól, en
hét áður Fjallgarðssel.
Sá bær mun hafa verið
byggður 10 árum áður, um
1835.
"Eg er fæddur á Víðirhóli
og man vel, að nafnið
Víðihóll þótti heldur
penpíulegt," sagði
Baldur Ingólfsson.
Boðið er upp á átta
vikna grunnnámskeið (eitt kvöld
eða síðdegi í viku) og einnig
fimm vikna námskeið fyrir fram-
haldshóp.
Markmið þessara námskeiða er
að gera menn færa um að rekja
ættir sínar og annarra af kunnáttu-
semi og öryggi, fyrst og fremst
með notkun frumheimilda, auk út-
gefínna ættfræðiverka. Fer kennsl-
an að nokkru fram í fyrirlestrum,
þar sem fjallað er um heimildir,
aðferðir, vinnubrögð og hjálpartæki
ættfræðinnar, en umfram allt veitir
námskeiðið þátttakendum tækifæri
og aðstöðu til rannsókna á eigin
ættum og frændgarði. Gagnasafn
og tækjabúnaður Ættfræðiþjón-
ustunnar hefur verið stóraukinn
í haust, og hafa þátttakendur
aðgang og afnot af fjölda heimilda,
m.a. fílmusöfnum af öllum mann-
tölum frá upphafi til 1930, kirkju-
bókum, skiptabókum, ættartölu-
bókum osfrv., auk útgefínna
niðjatala, stétta- og ábúendatala,
íbúaskráa, manntala og annarra
ættfræðiheimilda. Eru þátttakend-
ur útveguð þau frumgöng, sem til
þarf, s.s. ættartré, margvíslegar
heimildaskrár og aðrar leiðbeining-
ar. Fær hver og einn leiðsögn í
þeirri ættarleit, sem hann kýs sem
viðfangsefni í námskeiðinu.
Forstöðumaður Ættfræðiþjón-
ustunnar og leiðbeinandi á þessum
námskeiðum er sem fyrr Jón Valur
Jensson. Skráning á námskeiðin eru
hafín hjá forstöðumanni.
LOFSVERT FRAMTAK
Sigurgeir Þorgrimsson félagi okkar, hefur
hefur verið ráðinn blaðamaður hjá DV og
hefur þann starfa að sjá daglega um eina
síðu blaðsins. Þar rekur hann ættir "Fólks
í fréttunum" og þeirra sem eiga merkisafmæli.
Einnig getur hann um ættir fólks í stuttum
æfiminningum.
Þessi þáttur hóf göngu sína 20. júlí s.l.
Við óskum Sigurgeir til hamingju með nýja
starfið og þökkum DV fyrir lofsvert framtak.