Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.1987, Blaðsíða 1

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.1987, Blaðsíða 1
FRETTABREF ÆTTFRÆÐIFELAGSINS 1. tbl. 5. árg. September 1987 Bjarni Vilhjálmsson fyrrverandi þjóðskjalavörður lést að heimili sínu í Reykjavík hinn 2. mars síðast liðinn. Með honum er horfinn af sviðinu einhver traust- asti vinur og velunnari ættfræðinnar á Islandi. Meðan hann gegndi starfi þjóðskjalavarðar hlynnti hann að starfsemi fræðimanna og ættfræðinga í Þjóðskjalasafninu og veitti þeim hina bestu fyrirgreiðslu á öllum sviðum. Bjarni var lengi í stjórn Ættfræðifélagsins og gaf út Manntalið 1845 fyrir félagið. Dtgáfa þessi er hin traustasta að öllu leyti, vönduð í nákvæmni og saman- burði öllum. Það er vandasamt verk að gefa út handrit eins og manntalanna. Þar er um að ræða margar rithend- ur, misjafnlega skrifaðar, og á stundum þarf að leið- rétta margvísleg atriði. Bjarni gaf út mörg merk rit, þar á meðal Þjóðsögur Jóns Arnasonar og gerði við þær registur sem er hin merkasta ættfræðiheimild. Bjarni Vilhjálmsson fæddist í Neskaupstað 12. júní 1915 og ólst þar upp. Hann varð stúdent frá Akureyri og síðar magister í norrænum fræðum. Hann kom víða við sögu í sambandi við fræðistörf. Hann var heiðurs- félagi Ættfræðifélagsins. Við vottum eftirlifandi konu hans Kristínu Eiríks- dóttur og börnum þeirra og barnabörnum innilegustu samúð við fráfall hans. Minning Bjarna Vilhjálmssonar mun ávallt lifa í íslenskum fræðaheimi. Jón Gíslason

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.