Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.07.1988, Side 2
- 2 -
í fornháþýzka kvæðinu Hildebrandslied frá 8. öld er talab um föðurinn
Heribrand, soninn Hildebrand og sonarsoninn Hadubrand Þegar kornið
er vel fram á víkingaöld hafa nafnsiðir Germana færzt í nokkuð fast form
svipað því sem enn tíðkast.
En snúum okkur nú að íslandi og nafngiftum þar. Þið sem hér eruð
vitið jafn mikið um nafngiftir íslendinga og ég sjálf og var mér því alls
ekki Ijóst hvað ég hefði að segja ykkur. Ég kaus að lokum að ræða
hugmyndir mínar um nytsama bók um mannanöfn ætlaða almenningi.
Mannanöfn eru mikilvæg heimild um sögu þjóðarinar. Þau endurspegla
tíðarandann á hverjum tíma. Úr þeim má lesa um áhrif kristninnar á
mannanöfn, hvenær danskra áhrifa fer að gæta að ráði í landinu, þau segja
okkur frá vaxandi þjóðerniskennd 19. aldar og áhrifum hernámsins í
heimstyrjöldinni, svo dæmi séu nefnd. Á þetta minnist ég aftur síðar.
Ég hóf að safna efni í slíka bók fyrir um það bil fjórum árum og fékk
til liðs við mig Sigurð Jónsson frá Arnarvatni málfræðing. Við teljum nú
að verkinu hefa miðað svo vel áfram að tími sé til kominn að skrifa
saman. Ég hef í hyggju að rekja sögu verks okkar og verður varla hjá því
komizt að ég rninnist á ýmislegt sem einhvejir hér vita þegar. En ég geri
mér vonir um að í félagi sem þessu sé einnig fólk sem nýlega hefur fengið
áhuga á ættfræði og nöfnum fólks og gæti því fræðzt eitthvað af því sem
ég hef fram að færa. Allar ábendingar frá ykkur svo og athugasemdir eru
mjög vel þegnar.
í stórum dráttum er ætlunin að bókin skiptist í tvo hluta: 1)
ítarlegan formála. Honum verður skipt í kafla og er hugmyndin nú að þeir
verði: yfirlit yfir sögu íslenzkra mannanafna, dreifing og tíðni nafna og
breytingar á nafngjöfum, tvínefni og saga þeirra, ættarnöfn og “dulbúin"
ættarnöfn, tískusveif lur í riafngiftum og áhrif bókmennta á nafngjafir. Að
lokum tel ég nauðsynlegt að geta um gildandi lög um íslenzk mannanöfn
og þá hættu sem virðist steðja að beygingarkerfi mannnafna. 2) í hinum
hluta bókarinnar verður svo nafnaforðinn sjálfur. Við hvert nafn verður
tíðnitala miðuð við nýjustu heimildir, beyging ef þörf krefur, merking
nafns og uppruni þess, saga nafnsins og aðrir fróðleiksmolar sem lesandi
gæti haft gaman að. Ég ætla nú að rekja þær hugmyndir sem uppi eru um
hvem þátt bókarinnar.
1. Þjóðskráin.
Rannsóknir á aldri og tíðni íslenskra mannanafna er tiltölulega
aðgengilegt verkefni. Fornbókmenntirnar eru mikilvægar heimildir um
elztu nöfn, þá taka við fom bréf og skjöl og að lokum manntölin. Elzta
íslenzka manntalið, svo kunnugt sé, var tekið árið 1703. Það er enn til, og
í því er að finna 387 karlmannsnöfn en 338 kvenmannsnöfn. Þá er til
aðgengileg úrvinnsla úr manntölunum frá árunum 1801 og 1845 eftir
prófessor Björn Magnússon. í manntalinu frá 1855 eru karlmannsnöfn