Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.07.1992, Blaðsíða 2

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.07.1992, Blaðsíða 2
Hannes Eggertsson hirðstjóri og framætt hans síðari hluti erindis Theódórs Ámasonar, verkfræðings, sem hann flutli á félagsfundi þann 29. mars s.l. Framætt ívars Víkingssonar: Ég hefi mikið hugsað um framætt ívars Víkingssonar og frændsemi hans við Eggert. Þeir koma aldrci saman fyrir í heimildum en sem kanslari konungs hefur ívar haft talsverð áhrif hjá konungi. Hann er þó hættur störfum, þegar Eggert fær sitt aðalsbréf 1488, þannig að ekki er vitað, hvort hann hafi mælt með honum. Til að stytta mál milt mun ég sleppa rökstuðningi fyrir ættfærslunni á ívari. ívar segir sjálfur í bréfi, að hann hafi alla tíð, sem prófastur þjónað Húsabýjarpróventu í Maríukirkju. Próventur voru altari helguð einhverjum dýrlingi og var til þeirra stofnað af einhverri sérstakri ætt. Þessum próvent- um var síðan þjónað af kanokum úr ættinni, sem elfdu þær á alla lund með eigin gjöfum og ættingja sinna. Dæmi eru um það, að slíkarpróventur gengju í ættir á meðal kanoka við Maríukirkju, en til þcss þurfti samþykki konungs, prófasts og annarra kanoka. Húsabýjarpróventa var stofn- uð af frú Birgittu Knútsdóttur, ekkju hr. Jóns Hafþórsson- ar af Húsabý (d.um 1390). Hr. Jón var af hinni kunnu Suðurheimsætt og var móðir hans Agnes, laundóttir Hákonar háleggs, Noregskonungs ( d. 1319). ívar Víkingsson hefur mjög líklega verið afkomandi hr. Jóns Hafþórssonar og frú Birgittar Knútsdóttur. Það myndi skýra val Kristjáns I á honum sem kanslara, ef hann væri af Suðurheimsætt, sem þótti göfugust allra norskra aðalsætta. Nú þekkjast nöfn foreldra ívars, Víkingur og Ragnhild- ur. Þetta eru dæmigerð norsk nöfn og benda ekki á danskan uppruna. Faðir hans hefur verið Víkingur Erlendsson, sem kemur við bréf í Sogni árið 1413. Ég hefi talið þennan Víking, son Erlendar gamla Filippussonar í Losnu og því bróður hr Eindriða Erlendssonar, sem var mikill vinur Eiríks konungs af Pommem og var mesti valdamaður í Noregi á hans dögum. Það hefur einnig verið ástæða fyrir vali Kristjáns I á ívari, ef hann væri af hinni voldugu Losnuætt og bróðurson hr. Eindriða, sem hefur verið landstjóri yfir þriðjungi Noregs á dögum Eiríks konungs og þar sem Eiríkur kom aldrei til Noregs á árunum 1405- 40 hefur hr. Eindriði sem sérlegur trúnaðarmaður konungs ráðið miklu í norska ríkisráðinu. Það er einnig eðlilegt að hugsa sér, að Suðurheims- ætt og Losnuætt tengdust með hjónabandi Víkings og Ragnhildar, sem hefur mjög líklega verið af Suðurheimsætt. Hákon Sigurðsson af Suðurheimsætt ( d. 1407) hafði verið kvæntur Sigríði, dóttur Erlendar í Losnu, þannig að þessar ættir hafa umgengist. Ragnhildur, móðir ívars, hefur verið af hinni kunnu Suðurheimsætt. Hún hefur verið sonardóttir Hákonar Jónssonar, féhirðis í Bergen ( d. 1392), sem var sonur hr. Jóns Hafþórssonar af Húsabý og frú Brígíðar Knútsdóttur, sem stofnar til Húsabýjarpróventu. Hákon var sérstakur vinur Margrétar drottningar og Eiríks konungs af Pomm- ern. Margrét hefur verið honum þakklát fyrir það, að hann virðist hafa afþakkað að verða konungsefni óánægðra Norðmanna við fráfall Ólafs Hákonarsonar 1387, en Margrét, móðir hans, er kjörin stjórnandi Noregs í febr. 1388. Hákon gefur yfirlýsingu hálfum mánuði síðar um, að hann hefði aldrei sóst eftir konungstign í Noregi né hefði nokkurn rétt til hennar. Hákon er einn þeirra, sem kjósa Margréti stjómanda Noregs. Þessi yfirlýsing hefur verið túlkuð þannig, að sterk þjóðræknisleg hreyfing í kringum Erlend gamla í Losnu hafi viljað losna við tengslin við Dani. Hákon ferðast með Eirík af Pommern á milli þinga í Noregi árið 1389, þar sem hann cr hylltur sem konungur í Noregi. Hákon Jónsson hefur átt son, Magnús að nafni, sem kemur við bréf 1398-1425. Það er hann sem hefur verið faðir Ragnhildar móður Ivars Víkingssonar. Magnús hefur verið kvæntur konu af hinni dönsku Skramætt og hefur Margrét drotlning ráðið því hjónabandi. Hefur það eflaust skeð fyrir dauða Hákonar 1392. ívar er fæddur nálægt 1415 og Ragnhildur, móðir hans, á árunum 1390-5. Kona Magnúsar hefur vcrið af þeirri ættgrein Skramættar, sem hefur verið nokkuð skyld Margréti drottningu í gegnum ætt hertoganna af Suðurjótlandi. Hcfur það þótt jafnræði, þar sem Magnús var kominn út af Agnesi, laundóttur Hákonar háleggs, Noregskonungs, en kona hans út af Valdimar, launsyni Eiríks Valdimarssonar hertoga ( d. 1325). Hefur Margrél drottning þannig viljað tcngja Suðurhcimsættina sinni eigin ælt. Það cr almennt viður- kennt, að Margrét hafi verið afskiftasöm um giftingar innan aðalsins og fyrir henni hafi vakið að lcngja saman danskar, sænskar og norskar aðalsættir til að samcina betur hin norrænu lönd, sem samcinast síðan með Kal- marsambandinu 1397 undir hennar stjórn. Um 1390 hcfur henni verið í mun að samcina danskar og norskar æltir. Eflaust hefur hún ætlað Magnúsi mikinn frama í Norcgi, en mcnn af Suðurheimsætt virðast vera hlédrægir menn og ber lítið á þeim. Hr. Sigurði Jónssyni af Suðurhcim var boðið konungstign við konungskjörin 1450 á móti Krist- jáni I en hann afþakkaði boðið. En um 1450 hafa Suður- heimsætt og Losnuætl verið voldugustu ættirnar í Noregi og hcfur það eflaust valdið því, að ívar Víkingsson verður l'yrir valinu sem kanslari konungs 1453. Föðurætt Eggerts lögmanns: Um föðurætt Eggerts er ekkert að finna í norskum heimildum. Systir hans gæti þó verið Elsabæ Eggcrlsdólt- ir, abbadís Birgittuklauslursins að Hovedö við Osló, en sem síðar verður flutt að Munklífi við Bergcn. Hún kemur við bréf 1478-91 eða samtímis Eggerti. Eins gæti Nikulás Eggcrtsson, sem ncfndur er 1462 verið bróðir hans, en ekkert tengir þau saman. Ég hefi kannað nokkuð náið Eggertsnafnið í norskum heimildum, en ekki séð neitt samband við Eggert lögmann. Mun ég því slcppa þcim hugleiðingum hér. 2

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.