Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.12.1992, Blaðsíða 3

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.12.1992, Blaðsíða 3
06. 1805 að Nesi við Seltjöm. Hún var ljósmóðir og ljósmæðrakennari frá 1761-1803 17.9. þ. á. Hún er hin fyrsta lærða Ijósmóðir, sem starfað hefur hér á landi svo vitað sé og samtímamenn hennar, sem um hana tala veita henni einróma lof” (sbr. Ævisögu Bjarna Pálssonar eftir Svein Pálsson 2. útgáfaAk. 1944). Margrét starfaði og bjó á Bessastöðum á Álftanesi frá vori 1761 til hausts 1763, en síðan að Nesi við Seltjöm. Hún hafði kynnst manni sínum Benedikt Magnússyni jámsmið úti í Kaupmannahöfn. Hann var ráðinn til að starfa að Innréttingunum, sem var nýsköpunaráætlun Skúla fógeta Magnússonar. Margarethe Katarine missti mann sinn 1763. Ljósmæður urðu ríkisstarfsmenn fyrstar kvenna Ljósmæður eru fyrsta starfstétt kvenna í landinu þar sem krafist er sérstaks náms og prófs, sem veitir starfsrétt- indi. Ljósmæður em einnig fyrsta starfsstétt kvenna, sem fær ráðningu og laun frá því opinbera - verða ríkis- starfsmenn. Frá upphafi Ijósmæðrakennslu í landinu voru settar strangar reglur um val á konum til námsins. Til viðmið- unar voru reglur ljósmæðraskólans í Kaupmannahöfn. Meðal helstu atriða í þessum reglum var, að konan, sem valin var, þurfti að vera gift og hafa eignast bam. Bjarni Pálsson landlæknir hélt sér við þessar valreglur og fann sig knúinn til að afsaka sig við Finn Jónsson biskup, þegar hann gerði undantekningu með því að velja ógifta og bamlausa konu til ljósmæðranámsins. Biskupinn var Bjarna lækni algjörlega ósammála og skjalfesti þá skoðun í bréfi til landlæknis með eftirfarandi orðum: "Öldungis forundrar mig á yður, svo hálœrðum, háfornuftugum og gagnverseruðum manni, að skuluð fordœma guðhrœddar frómar jómfrúrfrá yfirsetukvenna- skólanum...." Kona sú, sem í hlut átti var Þómnn Högnadóttir Sigurðs- sonar prests í Einholti og síðar á Breiðabólstað í Fljótshlíð. Hann átti átta syni, sem allir hlutu prests vígslu og fékk hann því viðumefnið presta-Högni og er mikill ættfaðir, sem al- kunnugt er. Mannkostir og stéttarstaða Þórunnar hafa eflaust vegið þungt úl að fá prestsoninn Bjama landlækni til að bijóta inntöku- reglumar. Fyrstu fimm ljósmæðurnar voru útskrifaðar haustið 1761 að Bessastöðum. Á 20 ára starfsferli Bjama vom útskrifaðar 25 ljósmæð- ur, sem flestar vom prófaðar af honum en aðrar af fjórðungs- læknum sem komu til starfa eftir 1866. Bjami hóf einnig læknakennslu og á hans tíma hófu 20 nemendur nám, en aðeins 4 luku læknisprófi. Á þessum árum þótti önnur menntun og störf vænlegri til framfæris og tryggrar þjóðfélagsstöðu og þá einkum preststörf. Ljósmæðraættir og afburðaljósmæður Á öllum tímum hefur fæðingarhjálp yfirsetukvenna og yfirsetukarla verið mikilvægt og þakklátt starf. í þessu erindi er aðal áherslan lögð á fæðingarhjálp, hjúkrun og lækningar lærðra ljósmæðra, sem koma til skjalanna eftir að fyrsti landlæknir okkar Bjami Pálsson stofnar til ljós- mæðrakennslu á Bessastöðum 1760. ,Ljósmæður á íslandi I-II”, sem út kom 1984 (sjá heimildir) er mesti og besti fróðleiksbrunnurinn um þetta málefni. Brugðið er á það ráð að kanna að nokkru þrjár ,ljósmæðraættir” og gefa stutt ágrip af ævistarfi ljós- mæðranna í þessum ættum. í þeim er að finna þrjár afburða ljósmæður, stórstjömur starfstéttarinnar, sem varpa skæm ljósi á hið stórfellda framlag ljósmæðra til heil- brigðis- og velferðarmála á íslandi um 100 ára tímaskeið frá 1840-1935. Ágrip af ævi þeirraeru þvígerð ítarlegri en annarra starfsystra þeirra, sem nefndar em. Ljósmæðraætt úr Rangárvallasýslu Ingveldur Þorsteinsdóttir ljósmóðir var fædd um 1748 að Brekkum í Holtum í Rangárvallasýslu. Foreldrar hennar vom Þorsteinn Kortsson bóndi og Elín Grímsdóttir (1714-1797) dóttir Gríms Jónssonar bónda og lögréttumanns á Reyðarvatni á Rangárvöllum. Maður Ingveldar var Jón bóndi og hreppstjóri á Brekkum (f. um 1748 d. 1812). Meðal bama þeirra varGuðrún ljósmóðir (1719-1850, sem gift var séra Páli skálda Jónssyni í Kirkju- bæ (1780-1850). Þau em foreldrar Solveigar Pálsdóttur ljósmóður (sjá ættarkort). I n m IV v VI Sr PÁLLJÓNSSON -SKÁLDrrw!] INGVELDUR* /&\ ÞORSTHNSDÓTTIR vllÍÍÍy ÁRBÆ, RANO. 17M- 1133 MATTHÍAS MARKÚSSON 1791- 1150 1152- 1920 ImatthIas ILÆKNIR 1179- 1941 ‘UÓSMÓÐIR liJ— 1121- 1116 EINAR MARÍA PALSSON KRISTtN IMATTHÍAS H— t í É1 4 ÁSGHR EYJÓLFSSON MATTHÍAS 1164- 1921 ÁSGQR PORSCTI ÍSLANDS Ætt Solveigar Pálsdóttur ljósmóður úr Rangárvallasýslu 3

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.