Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.12.1992, Blaðsíða 4

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.12.1992, Blaðsíða 4
Solveig Pálsdóttir ljósmóðir (1821-1886) var valin til ljósmæðranáms í Kaupmannahöfn að tilstuðlan stiftamt- manns og fyrir áeggjan Andreasar D. I. Haalland, sem skipaður hafði verið læknir í Vestmannaeyjum með sérstöku tilliti til ginklofans, sem þar geisaði og olli miklum ungbamadauða. Solveig var ógift og hafði ekki fætt bam og braut þetta í bága við inntökuskilyrði Fæðingarstofnunarinnar. Undanþága fékkst með konungsúrskurði 9. des 1841. Hún var ljósmóðir í Vestmannaeyjum 1843-1867. Til að vinna bug á ginklofasýkingunni í nýfæddum lét Peter Schleisner læknir koma upp sérstakri fæðingar- stofnun í Eyjum. Þar vann Solveig um skeið en hlutverk hennar varð síðan samhliða ljósmóðurstörfum að fram- fylgja meðferð Schleisners í heimahúsum. En hún var aðallega fólgin í ströngu eftirliti með almennum hollustu- háttum og notkun hinnar nýju naflaolíu, kopavíabalsam, sem ættað var frá indíánum í Amasonskógum Brasilíu - og áður óþekkt í Evrópu. Notkun þessa lyfs var talið hafa ráðið úrslitum um lækningu ginklofans í Eyjum. Solveig var tvívegis sett til að gegna héraðslæknis- störfum í Eyjum. Solveig varembættisljósmóðir íReykjavík 1867-1886 og þjónaði i Seltjamamesumdæmi ásamt Þorbjörgu Sveins- dóttur 1875-1881 Ljósmæðraætt úr Skagafirði og Austur-Skafta- fellssýslu Ragnheiður Ólafsdóttir ljósmóðir var fædd um 1722 líkl. á Bakka, Viðvíkursveit, Skagafirði d. 1799 í Hafnar- firði. Faðirhennar var Ólafurbryti á Hólum í Hjaltadal og bóndi á Bakka (f. 1693) Jónsson. Móðir hennar var Oddný (f. um 1700) Gísladóttir bónda á Reykjum Jónssonar. Ragnheiður er föðursystir Oddnýjar Steingrímsdóttur ljósmóður (sjá ættarkort). Hún tók ljósmóðurpróf hjá Bjama landlækni Pálssyni að Nesi við Seltjöm 12.10. 1763. og var ljósmóðir í Bessastaðasókn á Álftanesi 1763-1792. Maður hennar var Helgibóndi og hreppstjóri á Hliði (f. um 1720 d. 1785) Jónsson. Af átta bömum þeirra vom tvær ljósmæður: Valgerður (1759-1821) og Oddný (1768-1834) (sjá ættar- kort). Valgerður Helgadóttir var fædd 1759 á Hliði, Álfta- nesi, Gullbr. d. 1821 í Sviðholti. Ljósmóðurpróf tók hún væntanlega að Nesi við Seltjöm um 1800. Hún var ljósmóðir í Bessastaðasókn á Álftanesi 1790-1820 og naut launa 1805-1809 af ljósmóðurpeningum úr konungs- fjárhirslu. Maður hennar var Bjami Halldórsson (f. 1755 d. 1828) bóndi og lögréttumaður í Skildinganesi við Reykjavík, síðar í Sviðholti. Hann var um tíma ráðs- maður Bessastaðaskóla. Oddný Helgadóttir var fædd 1768 að Hliði, Álfta- nesi, og d. 29.6. 1834 í Hraungerði í Flóa, Ámessýslu. Ekki er kunnugt um nám Oddnýjar í ljósmóðurfræði, en hún var nefhd ,Examineruð Jordemoder” í dagbók Sveins landlæknis Pálssonar 6. mars 1814. Hún var starf- andiljósmóðiríSelvogi, Ámessýslu 1790-1801 ogHraun- gerðis- og Sandvíkurhreppum 1801-1824 og naut launa 1814-1824. Um skeið var hún bamfóstra hjá Lewetzow stiftamtmanni Bessastöðum. - Hún var gift Benedikt skrif- ara hjá Lewetzow sem síðar var prestur í Vogsósum í Selvogiogfrá 1801 íHraungerði. Hann varf. 1764 d. 1839 sonur Sveins prófasts síðast Hraungerði Halldórssonar og Önnu Eiríksdóttur frá Skálafelli, Suðursveit, A-Skafta- fellssýslu. Systur Önnu vom ljósmæðunar Kristín og Þórdís og bróðir þeirra var Jón Eiríksson konferensráð, hinn kunni velgerðarmaður íslands á 18. öld. Anna Benediktsdóttir (f. 17.3. 1791 d. 7.5.1865) var ljósmóðir og hennar dóttir er Oddný Friðrika ljósmóðir. Sveinn (f. 1792 d. 1849) bróðir Önnu var prestur á Sandfelli, Öræf- um, síðar á Mýmm, Álftaveri, V-Skaft. Kona hans var Kristín Jónsdóttir frá Árvelli á Kjalamesi. Böm þeirra vom Þorbjörg ljósmóðir (sjá ættarkort), Ragnheiður (skrif- aði sig Svenzon) ljósmóðir og Brynjólfur (skrifaði sig Svenzon). Hann kvæntist ekki en átti 3 launbörn. Eitt þeirra var Borghildur ljósmóðir, sem hann átti með Krist- ínu Gunnarsdóttur frá Hvammi í Landssveit í Rangárvalla- sýslu Dóttir Borghildar var Ingibjörg ljósmóðir. Oddný Steingrímsdóttir fædd um 1776 á Dýrfmnu- stöðum, Akrahreppi, Skagafirði, dáin 14.6.1846 í Landa- koti, Álftanesi, Gullbringusýslu. Faðir hennar Stein- grímur Ólafsson bóndi á Hofdölum, Skagafirði, síðar í Viðvíkursveit Jónssonar og Oddnýjar Gísladóttur frá . j ■ Reykjum. Móðir hennar var Guörúrf Björnsdóttir bónda á Svaðastöðum Sigfússonar. Oddný er bróðurdóttir Ragnheiðar Ólafsdóttur (sjá ættarkort). Oddný nam ekki ljósmóðurfræði svo vitað sé. Hún var ljósmóðir í Mos- fellssveit 1793-1815 og Bessastaðasókn á Álftanesi 1815- 1844. Hún naut launa 1805-1844 og var nefnd yfirsetu- kona í aðalmanntali 1840. ÞorbjörgSveinsdóttirljósmóðir(1827-1903). Faðir hennar var séra Sveinn Benediktsson sonur Oddnýjar Helgadóttur ljósmóður á Hliði (sjá ættarkort ljósmæðra- ættar úr Skagafirði og Austur-Skaftafellssýslu, ættlið V). í ætt Þorbjargar er sterk hefð fyrir ljósmóðurstarfinu. Þorbjörg Sveinsdóttir nam ljósmóðurfræði við Fæð- ingarstofnunina í Kaupmannahöfn veturinn 1855-1856. Lauk prófi þaðan 30. apríl 1856. Hún starfaði sem ljósmóðir í Reykjavík frá 1856 og stundaði verklega kennslu ljósmæðranema til jafns við embættisljósmæður í Reykjavíkurumdæmi. Hún var embættisljósmóðir í Reykjavík frá 1902. Hún þjónaði einnig Seltjamames- umdæmi 1875-1881 eða um sex ára skeið ásamt Sólveigu Pálsdóttur, hinni þekktu ljósmóður, sem starfaði fyrst í Vestmannaeyjum 1843-1867 og síðar í Reykjavík 1867- 1886. Þorbjörg lét flest almenn málefni til sín taka, var einarður baráttumaður fyrir sjálfstæði íslensku þjóðar- innar og fylgdi eindregið, ásamt stjómmálaforingjanum Benedikt bróður sínum, málstað Jóns Sigurðssonar for- seta. Þegar konungur 1893 synjaði staðfestingar á frum- varpi því um stofnun háskóla á íslandi er Alþingi hafði 4

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.