Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.12.1992, Blaðsíða 8

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.12.1992, Blaðsíða 8
Fyrirspurn Ingunn Ólafsdóttir, f. 12.07.1850 á Miðfelli í Þingvallasveit. Foreldrar hennar voru Ólafur Guðmundsson og Sæunn Sigmunds- dóttir. Hún missti föðursinn ung og ólst upphjá móðursinni og seinni manni hennar, Magnúsi Magnússyni á Breiða-bólstað í Ölfusi. Hún fermdist frá þeim 1865. Ingunn fór frá Breiðabólstað 1866 að Stokkalæk á Rangárvöllum. Arið 1877 kemur hún að Kleifúm í Ögurþingum og giftist þar Ásgeiri Ásgeirssyni 1878. Hún dó 1879. Veit nokkur um þessi tíu ár Ingunnar, 1866-1877. Með besta þakklæti, Asgeir M. Þorbjörnsson (svar sendist Ættfræðifélaginu) Grunnvíkingabók önnur útgáfa af Grunnvíkingabók er komin út á vegum Grunnvík- ingafélagsins á ísafirði. Bókin, sem er í tveimur bindum, er skráð af sagn- fræðingunum Guðrúnu Ásu Grímsdóttur og Lýð Björnssyni. Fyrra bind- ið fjallar um sögu Grunnavíkurhrepps, mannlífs og sveitar, en í seinna bindinu er Grunnvíkingatal ásamt ábúendatali. Auk þess er fjöldi mynda í bókunum. Allmiklar breytingar hafa verið gerðar á seinna bindi bókarinnar frá fyni útgáfu, þar sem nýjar upplýsingar og leiðréttingar eru komnar inn. Þessi útgáfa Grunnvíkingatals er því mun ítarlegri og áreiðanlegri heimild en bókin sem út kom 1989. Þar sem við teljum þábók hafa takmarkað gildi sem heimildanit, munum við gefa fyni kaupendum kost á að skipta á seinna bindi bókarinnar án frekari greiðslu svo fyrri útgáfan sé ekki lengur í umferð. Grunnvíkingafélagið á ísafirði og í Reykjavíksérum sölu bókarinnar og kostar hún kr. 12.000. Til félaga í Grunnvíkingafélaginu, Ættfræðifél- aginu og áskrifenda verður hún seld á kr. 10.000. Bókiu fæst hjá neðangreindum: Á ísafirði hjáHlíf Guðmundsdótrnr, s. 94-4321, RannveiguPálsdótt- ur, s. 94-3696, Inga Jóhannessyni, s. 94-3646, Valgerði Jakobsdóttur, s. 94-3583, Kristínu Alexandersdóttur, s. 94-3344. í Reykjavík hjá Einari Alexanderssyni, s. 91-160072, Margréti Haga- línsdóttur, s. 91-678036, Steinunni Guðmundsdóttur, s. 91-812918. í Keflavík hjá Sigfúsi Kristjánssyni, s. 92-11869. Um nafnið Helvítus Dr. Fríða Sigurðsson ræðir í síðasta fréttabréfi um nafnið Helvítus og nefnir til 12 ára dreng í Furufirði með þessu nafni. Telur hún að nafnið kunni að vera samsett úr tveim nöfnum, Helgu og Vítusi. Ekki ætla ég að ræða um það. Hinsvegar vil ég gjaraan minnast á nafnið Helvítus. Árið 107 fyrir Krist er ættarhöfðingi í S viss með þessu nafni og nafnið sagt latneskt. Þessi Helvítus Priskus vinnur sigur á rómverskum her þetta ár. Hann hefur eflaust verið talinn þjóðhetja landsins fyrir þetta afrek. Nú vitum við að Sviss heitir Helveta. Vel gæti það verið dregið af nafni þjóðhetjunnar. Nafnið er svo gamalt að það er eldra en Helvíti kristinn manna. Þetta nafn kann að hafa hneikslað kristið fólk og því breyst í Vitus. Hvort nafnið Helvítus hefur haldist gegnum aldirnar veit ég ekki. En nafnið V itus var ekki óalgengt í Danmörku, allir kannast við Vitus Bering landkönnuð, sem Beringssund er kennt við. Vitus Bering Jónassen var fæddur 1681. Þá má nefna Bering Vitus, danskt skáld og sagnfræðing. Gæti nafnið Vitus ekki verið stytting úr gamla nafninu Helvítus. Presturinn, Halldór Jónsson, sem skírði Helvítus í Furufirði var háskólagenginn maður og góður latínu- maður og þýddi talsvert úr latínu. Hann hefur eflaust viljað koma upp gamla nafninu Helvítus og fengið for- eldrana til að samþykkja það. Fleira var það ekki. Við Dr. Fróða erum bæði með vangaveltur um sama málið enda ekki auðleyst. 5.nóv.l992 Guðm. G. Guðm. r i i i 8 I I 8 I L Fundur verður haldinn í Ættfræðifélaginu fimmtudaginn 3. des. 1992, kl. 20.30 að Hótel Lind, Rauðarárstíg 18 Fundarefni: 1. Þorsteinn Jónsson bókaútgefandi sýnir litskyggnur úr bæjamyndasafni sínu 2. Kaffihlé 3. Almennar umræður Húsið opið frá kl. 19. 30 Stjórnin Fréttabréf Ættfræðifélagsins. Útg.: Ættfræðifélagið, pósthólf 829, 121 Reykjavík Ábm.: Hólmfríður Gísladóttir, hs. 74689 Ritnefnd: Anna G. Hafsteinsdóttir hs. 618687, Klara Kristjánsdóttir hs. 51138, Hálfdan Helgason hs. 75474 1 B I I I J

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.