Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.12.1992, Blaðsíða 7

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.12.1992, Blaðsíða 7
Byrtið þér, brúðir! Sem börn alið: Var hann yður eigi til aðstoðar? fyrir flutníng hans og framgaungu, njóta nærkonur náms og launa, og þér handhjálpar Hálfu meiri. Helstu viðfangsefni ljósmæðrastéttarinnar Meginviðfangsefni ljósmæðrastéttarinnar hafa verið fæðingarhjálp, hjúkrun og lækningar. Mikilvægi þessara þátta í ljósmóðurstarfinu voru miklu meiri á árum áður, þegar læknar voru fáir og lítilsmegandi í fæðingarhjálp og ekki völ á lærðum hjúkrunarkonum. Stór hluti starfs ljósmæðra á árum áður var heimilis- hjálp til að tryggja eftir föngum velferð barna og mæðra þeirra. Svo sem fram kemur á ágripum af ævi þeirra önd- vegis ljósmæðra, sem hér er minnst, eru launamál, kvenréttindi og skólamál meðal stórra og ævarandi við- fangsefna þessarar starfstéttar. Lífstarf þeirra er líka sönnun þess að þær voru engir eftirbátar karlmanna í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Læknar og fæðingarhjálp Meiriháttar viðburður á sviði fæðingarhjálpar varð þegar Jón Hjaltalín landlæknir gerði fyrsta keisaraskurð- innáíslandi 1865. Aðgerðinbjargaðibaminuenmóðirin lést. Fyrsta velheppnaða keisaraskurðinn gerði Matthías Einarsson læknir á Landakotsspítala 1910. Móðirin, Sigríður Einarsdóttir, úr vesturbænum í Reykjavík og bam hennar náðu góðri heilsu eftir aðgerðina. Steingrímur Matthías- son læknir á Akureyri gerði velheppnaðan keisaraskurð norðanlands 1911. Matthías læknir var bamabam Solveigar Pálsdóttur ljósmóður, en um hann sagði Ásgeir Ásgeirsson forseti, sem einnig var bamabarn Solveigar, að hjá honum hefði "handlagni og lækninganáttúran náð mestum þroska” í ættinni. Matthías var meðal framstu skurðlækna landsins á sinni tíð. Hann hlaut einnig mikið lof hjá Dr. med. Áma Árnasyni lækni, fyrir góðan stuðning við rannsóknir Áma á arfgengri heilablæðingu. Sú rannsókn er braut- ryðjendaverk í læknisfræðilegri erfðafræði á íslandi og ættfræðin kom þar að góðu gagni. Þakkir. Þórami Jóhannssyni fulltrúa er þökkuð gerð ættarkorta og ritvinnsla. Heimildir Láms H. Blöndalog Vilmundur Jónsson: Læknar áíslandi. Útg. ísafoldarprentsmiðja HF.,Reykjavík 1945 Ljósmæður á íslandi I-II. Útg. Ljósmæðrafélag íslands, Reykjavík 1984 Fyrirspurnir til félagsmanna ættfræöifélagsins Það er nú svo að þegar maður kemst upp með að leita ráða hjá öðrum þá heldur maður uppteknum hætti. Ég verð að biðja ykkur afsökunar á að ég fór manna- villt í “Hver er maðurinrí’ þegar ég spurði ykkur um Bjöm Kristjánsson í síðasta fréttablaði félagsins og hefi ég nú þegar fengið þær upplýsingar um Bjöm að hann hafi átt þrjár dætur og var ein þeirra gift Bjama Guðbjartssyni bankastjóra á ísafirði. Rgnheiður-in sem ég spurði ykkur um VAR kona Kristjáns Snorrasonar eins og mig grunaði, þetta staðfesti einn félagsmaður okkar, sem var heimagangur hjá þeim hjónum í 50 ár og þekkti þar vel til. Ekkert hefur frést af Sólveigu Guðmundsdóttur, hvort þetta sé dóttir Guðmundar Bjömssonar landlæknis eða hvað. En ég fékkjú staðfest að Sólveig kona Ingimars var ekki við símann. Nú, ég hefi svo sem úr meiru að moða, ein af konun- um, sem vom á Miðstöð, var Dagmar Bjamason f:21.07.1905, maður hennar var Sigurgeir Steindórsson bifreiðarstjóri, ég finn tvær með þessu nafni, önnur heitir Alheiður Dagmar Bjamason f: 23.10.1909 á ís. Er þetta sama konan eða hvor var við símann? Kannast nokkur ykkar við Friðrikku Davíðsson, sem er skráð símakona í Mt 1910 og býr þá í Aðalstræti 16 ?? Þekkti einhver Fanneyju Þorvaldsdóttur eða Rann- veigu Þorvaldsdóttur, en hún var á Miðstöð 1923. Svo þvælist ég með Ingibjörgu Guðmundsdóttur, sem varáMiðstöð 1916og 17, hættirþáog eflaustf:um 1895- 97. Ég stóla á ykkur að finna hana fyrir mig, því mikið er ég búin að leita að henni en ennþá em það allt getgátur. Þið hafið verið mér mjög hjálpleg að ekki sé meira sagt og er ég afar þakklát fyrir svona lifandi starf í einu félagi. Ég er nú orðin eins og þátturinn um “Daglegt mál”. Það er ágætt að hafa nokkur aukahöfuð til að hugsa fyrir sig svona á milli. HEYRUMST 5.11.1992, Ásthildur Steinsen Hverjum bregður í sína ætt 7

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.