Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1999, Blaðsíða 4

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1999, Blaðsíða 4
með Sigurfara 1912-13. Ég treysti mér ekki til að þekkja hann af henni. Jóhannes dó 4.mars 1916. Jón H. Sigurðsson fæddur í Hörðudalshreppi 30. maí 1878. í Dalamenn III. bindi á bls 136 er hann og getið konu og bama. Sigurður Guðmundsson fæddur á Skagaströnd 12. ágúst 1878. í Vestfírzkum slysadögum fyrra bindi á bls 355-356 er sagt ífá þegar 13 skipveijar af skútuimi Bergþótu frá Seltjamamesi fómst 5. sept. 1904 á Patreksfirði þ. á m. Sigurður. Unnust hans hét Sigríður Eyvindsdóttir. Sveinn Jónsson fæddur í Önundarfirði 13. sept. 1877. í bókinni Önfirðingar á bls 349 er Sveinn Jónsson fæddur á Veðrará 13. sept. 1876. Þorgeir Jónsson fæddur á Snæfjöllum við Isafjarðardjúp 18. mars 1876. I Amardalsætt I.bindi bls 278 er sagt að hann hafi farið til Ameríku og getið konu hans og bama. ÚTSKRIFAÐIR 1902 Eyjólfur Eyjólfsson fæddur að Effa- Apavatni 7. ágúst 1875. í Vestfirzkum slysadögum fyrra bindi bls 413 er sagt frá því að Eyjólfur hafi látist eftir að hann hafi farið með höndina í vélina á Haraldi frá ísafirði sem hann var skipstjóri á. Þetta var 27. apríl 1907. Þar er einnig sagt að hann hafi átt heima að Vesturgötu 55 í Reykjavík og að foreldrar hans hafi verið hjónin Eyjólfur Ámason og Helga Guðmundsdóttir. Jón Júlíus Halldórsson fæddur að Þrastarhóli í Eyjafjarðarsýslu 26. júlí 1877. í manntalinu 1880 er hann að Hraukbæjarkoti 3 ára ásamt bræðmm sínum Halldóri Benedikt 5 ára og Guðmundi 8 ára. Móðir þeirra, Guðrún Guðmundsdóttir 33 ár er þá þegar orðin ekkja. Til heimilis em einnig systkini hennar Benedikt 27 ára og Margrét 28 ára. I manntalinu 1890 er Jón Júlíus Halldórsson 13 ára tökudrengur að Kjama í Möðmvallarklaustursókn. I manntalinu 1901 er heldur betur ijör að Kirkjustræti 4a í Rvk því þar búa fimm námsmenn í Stýrimannaskólanum: Jón Halldórsson 24 ára, Jón E. Bergsveinsson 22 ára, Jörundur Bjamason 26 ára, Jakob Jakobsson 25 ára og Sigtryggur Jóhannsson 26 ára sem ranglega er skrifaður Jónasson í manntalinu. (Sjá hann hér á eftir). Þetta er það síðasta sem ég veit um Jón Júlíus Halldórsson. Hér má geta þess til gamans ég er þegar búinn að þekkja þá Jón E., Jömnd og Jakob á myndinni. Sigtryggur Jóhannsson fæddur að Baldursheimi í Eyjafjarðarsýslu 30. apríl 1875. I manntalinu 1880 em foreldrar hans Jóhann Jónsson 48 ára og Guðrún Jónsdóttir 44 ára en systkin Flóvent 9 ára, Aðalsteinn 13 ára og Steinunn Guðrún 3 ára. í manntalinu 1890 er fjölskyldan komin að Ási sem er Þurrabúð frá Pálmholti.Eftir það sjá hér næst að ffaman. Magnús Sigurðsson fæddur í Reykjavík 31. okt. 1877. í prestþjónustubók Dómkirkjunnar er hann skírður 9. nóv og em foreldrar hans hjónin Sigurður Símonarson skipstjóri og Kristín Þorsteinsdóttir í Hlíðarhúsum en guðfeðgin Geir Zoega dannebrogsmaður og hjónin Matthías Markússon snikkari í Holti og Solveig Pálsdóttir. Sigurður Bjamason fæddur að Tjaldanesi Isaíjarðarsýslu 4. jan 1872. I Vestfirzkum slysadögum fyrra bindi bls 374 er sagt frá þvi að hann hafi tekið út af fiskiskipinu Pollux frá Hafiiarfirði þann 19. marz 1905 og drukknað. Hann mun þá hafa verið búsettur í Haukadal í Dýrafirði. Jón bróðir hans fórst með Önnu Soffíu 1906. Þeirra er getið í Amardalsætt I. bindi bls 95. Þorgrímur Bjöm Stefánsson fæddur í Reykjavík 6. okt 1872.1 prestþjónustubók Dómkirkjunnar er hann skírður viku síðar og em foreldrar hans Stefán Bjömsson tómthúsmaður í Ofanleiti og kona hans Jakobína Ametta f. Thorgrimsen. Guðfeðgin em Ámi Gíslason lögregluþjónn, kona hans Guðlög Grímsdóttir og Oddur Stefán Valdimarsson Ottesen í Þingholti. 4

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.