Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1999, Qupperneq 9
Fyrirspurn til fréttabréfs
Ættfræðifélagsins.
Ein langamma mín hét Guðfmna
Jónsdóttir og var frá Læk í Dýrafirði.
Hún var fædd 4. júlí 1856 og hún lést
12. september 1919. Fyrri maður
hennar hét Þorkell Árnason sem ég tel
víst að hafí verið sá Þorkell sem segir
frá í Önfirðingum að hafi flust 10 ára
árið 1865 úr Eyrarsókn í Seyðisfírði
vestra að Kirkjubólshúsum með
foreldrum sínum og hafi flust 1866 út á
Sand, að Hálsi. Hann var vinnumaður í
Lambadal 1882 til 1884 en 16. júní það
ár lést hann af slysförum. Faðir Þorkels
hét Ami Jónsson og var fæddur 2.
september 1825 að Veðrará ytri í
Önundafirði, en hann lést árið 1888.
Hann var tómthúsmaður á
þurrabúðinni Kolbeinseyri í Eyrarsókn
manntalsárið 1860. Sagður lifa af
fiskveiðum. í því manntali er hann
sagður vera fæddur í Gufudalssókn en í
manntalinu 1855 er hann á Fæti og þá
sagður fæddur í Holtssókn og tel ég
það vera rétt, sbr. það sem að framan
er getið. Hann var tekinn í fóstur af
Jóni Jónssyni og Kristínu Jónsdóttur á
Kirkjubóli eftir að faðir hann lést og
heimilið að Veðrará ytri leystist upp.
Var hann á Kirkjubóli í það minnsta frá
1838 til 1844, ýmist skráður sem
tökubam, léttadrengur eða
vinnumaður. Fermdur 1838 með
vitnisburðinum „daufiir og meinlítill“.
Hann giftist Elínu Jónsdóttur og vom
þau vinnuhjú í Vigri þegar þau giftu
sig. Hún var móðir Þorkels og því
langalangamma mín. Eg tel að hún hafi
verið fædd um 1825. í manntalinu
1860 er hún sögð vera fædd í
Gufudalssókn en í Eyrarsókn í
Seyðisfirði í manntalinu 1855. Ég
þekki nokkuð til framætta Áma en veit
ekkert meira um þessa langömmu
mína.
Bón mín er því sú að þeir sem til
þekkja geti nú veitt mér einhverjar
upplýsingar um Elínu Jónsdóttur og
sömuleiðis hvort menn viti um
heimildir um slys það sem batt enda á
líf föðurafa míns. Getur verið að Elín
þessi sé sama Elín og skráð er í
manntali 1845 að Svarthamri?
Þá væru vel þegnar upplýsingar hvar
fínna megi sagnir af Guðmundi
„sterka“ Sigurðssyni, bónda á Kleifum
en hann er einn forfeðra minna í
móðurætt.
Allar upplýsingar, stórar sem smáar
eru vel þegnar. Með fyrirfram þökk.
Reykjavík, 24. nóvember 1998
Ragnar Á. Ragnarsson, ættffæðifélagi.
rar@isholf.is.
Fyrirspurn varðandi Austur -
Barðastrandarsýslu: Mig langar
til að vita hvort að einhver veit meira
en ég um mann sem hét Jónatan
Jónsson.
Jónatan þessi var fæddur 27. 7.
1802 í Gufudalssókn. Kirkjubækur úr
þessari sókn eru ekki til fyrr en 1816,
fæðingardagur hans er þekktur vegna
þess að hans er getið við fermingu
1816, þá var Jónatan á Múla í
Gufiidalssveit, hjá húsbændum þar
Jóni Sigurðssyni og konu hans
Guðrúnu Snjólfsdóttur. Næst segir af
Jónatan þegar hann er vinnumaður hjá
Hjalta Thorberg presti á Stað í
Grunnuvík og síðar Kirkjubólsþingi í
Langadal. Hann kvæntist Helgu
21.9.1831 en hún var fædd 18. 5. 1795
á ísafirði, d. 9. 3. 1877, dóttir þeirra
Guðrún Jónatansdóttir f. 21.11.1835
var langamma mín. Jónatan bjó allan
sinn búskap í Önundarfirði, á Vöðlum
1838, á Veðrará-innri 1848-1853, hann
dó 31.8.1853. Ég væri þakklátur fyrir
allar upplýsingar sem varpað gætu ljósi
á forfeður Jónatans.
Hallgrímur Markússon
Hlíðarhvammi 2 Kóp.
s. 554 - 3426.
9