Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1999, Side 11
Ættir Þingeyinga
Utgáfa á Ættir Þingeyinga sem
Indriði Indriðason tók saman hófst
uppúr 1950, og komu samtals út fjögur
bindi. á árunum 1959-83. Þrátt fyrir að
Indriði hefði unnið mikið þrekvirki með
að draga að mestu saman efhi í næstu
bindi, varð ekki af frekari útgáfu, vegna
heilsufars og annarra ástæðna. Nú hefur
þráðurinn þó verið tekinn upp aftur, og
hefur Brynjar Halldórsson tekið að sér
að ritstýra framhaldinu. Eru gögn
Indriða uppistaðan í verkinu, en nú er
rakið allt til nútímans, og bætt við
nýjum upplýsingum. Uppsetningu er
nokkuð breytt, þar sem allt er
tölvuunnið, og brotið er nú það sama og
á flestum nýjum ættfræðibókum, eða
25x18 sm.
Eru nú komin út 3 bindi í
viðbót, eru tvö þau seinustu 360 bls.
með myndum af á annað þúsund
manns, en 5. bindið er aðeins minna.
Félögum í Ættfræðifélaginu er
nú boðnar þessar 3 bækur saman á kr.
12.000.-, en stakar kosta þær 5. bindi á
kr. 3.900,- og 6. og 7. á kr. 4.500.-.
Búðarverð mun vera um
18.000.- fyrir allar þrjár bækurnar.
Pöntunum er veitt móttaka í
síma 465-2240, eða í
Ættir Þingeyinga,
Gilhaga 2
671 Kópaskeri.
Frá Gjaldkera.
Nokkuð góð skil voru á
árgjöldum fyrir árið 1998, og ber
að þakka bað skilvísum félögum.
Þeir félagar sem ekki hafa greitt
árgjöld síðustu ára mega eiga á
því von að falla út af félagaskrá á
árinu 1999.
DRAUMAFRÚIN
Hvemig á sú kona að vera
Sem karli skal til hæfis gera
Hún þarf að vera undurffíð
Og karli sínum ávallt blíð
Með matinn ávallt á réttum tíma
Og ekki sitja og hanga í síma
Skyrtan strokin inní skáp
Og ekkert óþarfa búðarráp
Að baka þarf konan líka að kunna
Og haga sér alveg eins og nunna
Böm skal konan manni sínum ala
Og ekki yfír íþróttunum tala
Karlinum þarf hún sífellt að hæla
Og á kvöldin skal hún við hann gæla
Konan skal halda vextinum fínum
Þótt karlinn tapi sínum línum
Karlinn á að styðja í ffamapoti
Og ekki vekja úr fyllerísroti
Heimilið skal vera strokið og fínt
Svo karlinn geti það öðmm sýnt
Konan skal kunna að negla og saga
Svo ekki þurfi hún karlinn að plaga
Garðinn hreinsa og bílinn bóna
Og busta af karli sínum skóna
Svo skal hún brosa og vera fín
Svo karlinum ekki glepjist sýn
En ef hann rær á önnur mið
Skal konan kunna að halda ffið
Þið vitið það eflaust allar nú
Að vandi er að vera ffú
11