Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2000, Side 3

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2000, Side 3
Friðrik Skúlason: Fyrirlestur um ættfræði A fundi Ættfrœðifélagsins fimmtudaginn 30. mars síðastliðinn flutti Friðrik Skúlason tölvunarfrœðingur erindi um œttfrœðistörf sín. Formaður setti fundinn og kynnti fyrirlesara. Hann skipaði Sigurð Magnússon fundarstjóra og tók hann við stjórn fundarins og gafFriðriki orðið. Hérfer á eftir lítill útdráttur úr erindi Friðriks. sem voru á lífi og fæddir á árunum 1966 - 1994. Einnig fengu þeir sjálfkrafa dánardaga á þá einstaklinga í söfnum sínum, sem höfðu látist á tímabilinu 1966 - 1994. Til viðbótar fengu þeir villulista, sem innihélt þá einstaklinga, sem hefðu átt að finnast í þjóðskrá, en fundust ekki. Notendum var einnig tilkynnt, að úr þeim gagnasöfnum, sem yrðu yfirfarin á þennan hátt, myndum við taka upplýsingar um „tengingar milli núlifandi og nýlátinna einstaklinga“, sem væru ætlaðar til að byggja upp safn með um 300 þúsund einstaklingum. I júní 1996 höfðu um 100 söfn borist í þessum tilgangi, en þá sendum við ítrekun, þar sem tilkynnt var að eftir 1. júlí yrði krafist greiðslu fyrir þessa þjónustu. Það bar þann árangur, að í þeim mánuði komu inn um 200 söfn til viðbótar. Alls voru því notuð um 300 söfn og þó svo að nokkrir hafi sent inn fleiri en eitt safn var það þó undantekning. Ætla má að þannig hafi um 250 ættfræðiáhugamenn lagt fram sinn skerf til gagnagrunnsins. Flest söfnin voru lítil eða um 5 - 10 þúsund einstaklingar, en allnokkur voru stærri og það stærsta var nteð um 180 þúsund manns. Þær tengingar sem náðust með þessum hætti voru allar milli einstaklinga á 20. öld, en alls voru þær nálægt 350 þúsund. í október 1996 bjó ég síðan til gagnasafn, sem innihélt Ljósm. H.H. einstaklinga úr þjóðskrá með þeim tengingum, sem fengust á þennan hátt auk þeirra tenginga, sem fengust beint úr upphaflegu þjóðskránni. Þessu gagnasafni var síðan steypt saman við fyrra safnið, þannig að út kom rúmlega 500 þúsund einstaklinga safn. Afram var haldið að vinna við safnið fram í júní 1997, en þá var safnið orðið um 517 þúsund einstaklingar að stærð og fjöldi tenginga var rétt tæplega 600 þúsund. Samstarf við Islenska erfða- greiningu A þessum tíma var safnið fært úr upphaflega gagnagrunninum yfir í fjölnotendaforrit, sem skrifað var af IE, en þá gat fleiri en einn starfsmaður unnið við safnið samtímis. Um þessar mundir var talið að það tæki um 20 - 30 ár að ná því markmiði að skrá alla þekkta íslendinga. Þessi hraði fullnægði ekki Ég var beðinn að koma hingað í kvöld og tala um ættfræðistörf mín, eins og það var orðað. Ég býst við að flestir hafi fyrst og fremst áhuga á stóra ættfræðigagnagrunninum, þessum sem var kynntur um síðustu áramót og verður opnaður almenningi innan skamms, en áður en ég sný mér að því máli ætla ég fyrst að lýsa bakgrunninum. Upphafið Það má rekja upphafið aftur til kringum 1980, þegar ég hófst handa við að taka saman mína eigin ættartölu í pappírsformi. Auk munnlegra heimilda var þar notast við eldri ættartölur sem höfðu verið teknar saman af ættmennum mínum, en á næstu árum var fyllt upp í eyðumar með aðstoð útgefinna rita, svo sem Manntalsins 1801, Lögréttumannatals, Landnámu og Islenskra æviskráa. Hlustað afathygli. Næst gerist það að um 1988 hófst ég handa við gerð ættfræðiforrits, sem kom á markað í lok þess árs undir nafninu Espólín. Með því forriti fylgdi lítið gagnasafn, sem í upphafi innihélt um 2500 einstaklinga, nánast alla fyrir 1703. I maí 1994 var í fyrsta sinn ráðinn starfsmaður til að vinna í gagnasafninu. A því ári var á kerfisbundinn hátt bætt inn í safnið þremur frumheimildum, sem vom manntölin 1703, 1801 og 1910, en það eru alls um 180 þúsund einstaklingar. Ég hélt svo áfram að skrá inn í safnið sjálfur, aðallega upp úr ættartöluhandriti Jóns Espólíns og þann 17. janúar 1996 var safnið orðið 200 þúsund manns að stærð. Á þessum tíma voru notendur Espólíns nálægt 700 talsins. Ég sendi þeim bréf í árslok 1995 þar sem ég bauð upp á samkeyrslu gagnasafna við þjóðskrá, þannig að þeir fengu kennitölur á alla þá einstaklinga 3

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.