Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2000, Síða 4

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2000, Síða 4
óskum IE og voru því ráðnir 15 starfsmenn, sem eru á iaunum hjá íslenskri erfðagreiningu. Settar hafa verið upp svokallaðar hliðarskrár, en það eru allar kirkjubækur og manntöl, sem tiltæk eru og er hægt að bera sérhvern einstakling saman við allar viðeigandi hliðarskrár og draga þannig fram ýmsar upplýsingar um æviferil hans. I skránni eru nú um 617 þúsund einstaklingar. Tengistuðull er nú um 80%, en það þýðir að fjöldi tenginga er 80% af því sem væri ef allir væru með skráða foreldra. Öll útgefin rit, svo sem niðjatöl, stéttatöl og þess háttar eru skráð sem heimildir eftir því sem við á. Einnig er borið saman við minningargreinar, t. d. úr Morgunblaðinu, en villutíðni slíkra greina er mjög há. Heimildir stangast oft á og er þess þá getið ef ekki er hægt að skera úr um réttmæti upplýsinga. Frá Hagstofu íslands eru fengnar upplýsingar árlega um alla nýfædda og nýdána einstaklinga. Með því er gagnagrunninum haldið í takt við tímann. Þetta má kalla vélrænar viðbætur, því að þetta er allt á rafrænu formi. Hins vegar eru svo hálfvélrænar viðbætur, sem eru gerðar með þeim hætti að manntölin eru tekin og sérhver einstaklingur í þeim er borinn saman við þær Ættfœrslur bornar saman, Haraldur Brynjólfsson (t.v.) upplýsingar, sem fyrir eru í grunninum. Leiðrétt er eftir því senr þörf krefur hverju sinni. Til þess að gefa hugmynd um umfang gagnagrunnsins má gefa eftirfarandi útreikning: I grunninum eru um 600 þúsund einstaklingar, Sérhverjum einstaklingi fylgja svo og svo margir „upplýsingabútar“, svo sem eins og fæðingardagur, dánardagur, giftingardagur, nöfn foreldra, maka og barna og svo framvegis, hugsanlega nálægt 10 upplýsingabútar á mann að meðaltali. Þannig samanstendur grunnurinn í heild af nálægt því 6 milljón upplýsingabútum. Þó svo að grunnurinn væri 99% réttur, sem væri óskandi, en samt ótrúlegt, væru samt sem áður í honum 60 þúsund villur. Það er mikið verk að vinna við að fækka þeim. Að loknu erindi Friðriks var gert kaffihlé og svaraði hann síðan fyrirspurnum fundarmanna. Kom þar meðal annars fram, að ekki er búist við að Espólín forritið komi út í Windows á næstunni. Það stafar af því að mjög dýrt er að forrita það, en ekki fengist nema brot af þeim kostnaði til baka með sölu á forritinu. íslendingabók er ekki komin á netið ennþá, en búist er við því að sá grunnur verði opnaður fljótlega. í því sambandi nefndi Friðrik 17. júní, sem væri óskadagur Kára Stefánssonar, forstjóra IE. Slóðin verður http://www.islendingabok.is og á ensku verður hún http://www.genealogy.is. Þau skilyrði eru sett fyrir því að einstaklingur sé í gagnagrunninum, að hann sé fæddur á Islandi, hafi búið hér, eða sé tengdur íslenskum ættum, en ekki er tekið mark á ríkisborgararétti einum og sér. Landnámsmenn eru skráðir, en ekki forfeður þeirra. Ættleiðingar eru skráðar sem slíkar ef það hefur komið fram opinberlega að viðkomandi einstaklingur sé ættleiddur. I fundarlok voru Friðrik færðar þakkir fyrir gott og áhugavert erindi sem og ..................... greið svör við fyrirspurnum. Gerður var góður rómur að máli hans og menn virtust á einu máli um að fundurinn væri vel heppnaður. Magnús Ó. Ingvarsson, ritari. og Guðbjörn Arnórsson. Ljósm. H.H. 13. spurning Halldóru Gunnarsdottur 1 februarblaði Sigríður Ólafsd. var f. 1800 á Hánefsstöðum í Seyðisfirði, dóttir hjónanna Ólafs Jónssonar og Guðrúnar Finnsdóttur (Mt. Norður og austuramt 1801, bls. 431). Sigríður var vinnukona í Firði í Mjóafirði árið 1816 (Mt. 1816, bls. 61). í prestsþjónustubók Hólma í Reyðarfirði segir: Ar 1819 innkomin: Sigríður Ólafsd. 20 ára frá Firði í Mjóafirði. Ár 1820 21. júní fædd í Eskifirði: Marcellina Margretha. Móðir: Sigríður Ólafsd. þjónustustúlka hjá Becker Aaberg. Lýstur faðir: Mads Brant assistent í Eskifjarðarstað. Sigríður Ólafsd. og dóttir hennar, M.M., komu frá Vallanesi á Héraði að Búlandsnesi í Hálssókn 1826 en að prestssetrinu í Berufirði 1828. Sigríður og Árni Sveinsson giftust 5. maí 1831. M.M. er hjá móður og stjúpföður í Berufjarðarhjáleigu við manntal 1835 en farin við manntal 1840. Sigríður Ólafsd. dó 15. maí 1844 í Framhjáleigu í Berufirði. Marselína Margrét Adamsdóttir (sic) var vinnukona á Hákonarstöðum í Hofteigssókn 1845. (Mt. 1845 NA bls. 450). Hún var vinnukona í Veturhúsum sömu sókn 1850. Lengra hefur ferill M.M. ekki verið rakinn. Guðjón Óskar Jónsson tók saman 4

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.