Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2000, Qupperneq 11

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2000, Qupperneq 11
Afkomendur Helga Helgasonar, tónskálds, í Ameríku Um síðustu aldamót var áberandi maður í bæjarlífinu í Reykjavík og víðar, Helgi Helgason, tónskáld. Helgi var fæddur 23. janúar 1848 og dó þann 14. desember 1922 að því er segir í Islenskum æviskrám Páls Eggerts Ólasonar. Foreldrar hans voru Helgi Jónsson, fæddur nálægt 1810, hann var trésmiður í Reykjavík og kona hans Guðrún Jónsdóttir. Helgi var úr Mývatnssveit en Guðrún var Amesingur. Helgi Helgason er í dag þekktastur fyrir tónsmíðar sínar. Eftir hann er til dæmis lag sem allir kunna: Öxar við ána... og mörg fleiri tónverk, sem ég því miður kann ekki að nefna. Helgi hafði fádæma mikinn áhuga á tónlist og fór oftar en einu sinni til Kaupmannahafnar að læra hljóðfæraleik og tónfræði. Hann lærði á fiðlu og lúðrablástur og stóð fyrir fyrstu opinbem tónleikum á Islandi, þegar lúðraflokkur hélt tónleika á Lækjartorgi einhvem tíma nálægt síðustu aldamótum (sem voru ekki um síðustu áramót!). Helgi lagði gjörva hönd á margt, meðal annars var hann trésmiður, kaupmaður, slökkviliðsstjóri og söngstjóri. í Islenskum æviskrám er þess getið, að Helgi hafi smíðað orgel, sem verið hafi á sýningu í Reykjavík 1883 og hann hafi fengið verðlaun fyrir. Gaman væri að fá nánari vitneskju um það. Kona Helga var Guðrún Sigurðardóttir (f. 19. des. 1849) úr Þemey. Foreldrar hennar voru Sigurður Arason, bóndi þar og kona hans, Gróa Oddsdóttir. Sigurður var Húnvetningur en Gróa var af Alftanesi. Helgi Helgason og Guðrún Oddsdóttir áttu 8 böm, sem samkvæmt sömu heimild og áður voru þessi: Helgi Sigurður, tónskáld í Vesturheimi, bjó í Seattle eða þar í grennd; Gróa, kona Sigurðar Magnússonar guðfræðings í Reykjavík; Guðrún, f. m. hennar var Eiríkur Bjamason, jámsmiður í Reykjavík og s. m. var Sigurður Sveinsson kaupmaður í Reykjavík; Ingibjörg, kona Einars Teitssonar verslunarmanns, þau settust að í Bandaríkjunum; Sofía eða Soffía, kona Egils Jacobsen kaupmanns í Reykjavík, rak síðar verslun með Lillian Teitson, systurdóttur sinni, við Sóleyjargötuna í Reykjavík; Hannes, trésmiður í Reykjavík og loks Helga, kona Einars Hermannssonar prentara. Því miður er ég ekki fróður um þessa ætt og get því litlu við þetta bætt. Vafalaust era margir félagar Ættfræðifélagsins mér mun fremri hvað það varðar. Hins vegar hefur rekið á fjörur mínar dálitla vitneskju um nokkra af þeim sem settust að í Vesturheimi. Helgi Helgason, tónskáld, fór til Bandaríkjanna 1902, en kom aftur 1914. Hins vegar flentust tvö böm hans þar vestra, þau Helgi Sigurður og Ingibjörg. Helgi S. var eins og áður sagði tónskáld eins og faðir hans. Ekki kann ég að greina frá verkum hans á því sviði og verð reyndar að játa á mig vanþekkingu hvað hann varðar eins og fleira. Um Ingibjörgu og Einar og afkomendur þeirra er mér hins vegar kunnugra. Þau virðast hafa farið vestur um haf eftir 1914, allavega er þeirra ekki getið í Vesturfaraskrá. Þau áttu tvær dætur, Lillian og Evelyn. A þeim var allnokkur aldursmunur. Lillian var fædd 1906, en fór til íslands og rak verslun með Soffíu, frænku sinni, eins og áður sagði. Yngri dóttirin, Evelyn, var fædd 1920 í San Francisco. Hún bjó alla sína ævi vestanhafs og hefur líklega aldrei komið til Islands. Eftir að þau komu til Bandaríkjanna tóku þau Einar og Ingibjörg upp nafnið Teitson, sem var að sjálfsögðu lítilsháttar einföldun á föðurnafni Einars. Dæturnar báru því Teitson nafnið. Einar yfirgaf konu sína og böm og gerðist trúboði í Bandaríkjunum. Ekki veit ég hvaða trúflokki hann þjónaði. Lillian mun hafa verið ógift, en Evelyn giftist manni að nafni Thomas William Tate. Hún hét því eftir giftingu Evelyn Tate. Þau hjón eignuðust 3 börn: Richard William Tate, f. 4. 9. 1942, dáinn sama dag; Linda Jean Tate, gift Lyon, f. 28. febrúar 1944, fasteignasali í Las Vegas og Susan Ann Tate, gift Wilson. Böm Lindu af fyrra hjónabandi eru Kenneth Wayne Johnston, f. 7. mars 1964 í Las Vegas, ógiftur og bamlaus bifreiðarstjóri í Las Vegas; Michael William Johnston, f. 14. júlí 1965 í Las Vegas, verkstjóri í Las Vegas, ógiftur og barnlaus; og Patricia Ann Johnston, gift Sexton, f. 25. janúar 1968 og á hún 3 böm: Amanda Lynn Gray, f. 17. nóvember 1988; Sean Michael Sexton, f. 16. mars 1994 og Jennifer Nicole Sexton, f. 8. desember 1997. Böm Susan Ann Wilson eru 4: Kathleen Lynn Hogan, f. 12. des. 1964 í Las Vegas, bamlaus; Karen Leann Hogan, gift Bain, f. 17. nóv. 1966, býr í Massachusettes og á 4 böm; Lisa Marie Hogan, gift Bradley, f. 28. maí 1968, býr í Washington-ríki og á 2 böm; James Keith Hogan, f. 22. október 1970, dáinn næsta dag. Linda Jean Lyon hefur að undanfömu verið að leita eftir sambandi við ættingja sína hér, en ekki gengið sem skyldi, hverju sem þar er um að kenna. Hún hefur ákveðið að koma til Islands í fyrsta skipti á ævinni nú í sumar, dagsetning liggur ekki fyrir þegar þetta er ritað. Hún vonast eindregið eftir því að hitta ættingja hér og mun hafa dótturdóttur sína, Amöndu (11 ára) með í för. Þeir sem kunna að kannast við þessa ætt og vilja fá nánari upplýsingar geta fengið þær hjá undirrituðum. Magnús O. Ingvarsson Báruseyri - Bárekseyri Hús með svipuðu nafni er eða var á Vesturgötu 53 í Reykjavík og sagt var að nafnið væri eftir býli á Álftanesi syðra. Fyrir mörgum áratugum skrifaði dr. Guðni Jónsson afmælis- eða minningargrein í Morgumblaðið um einhvem íbúa þess og nefndi húsið Bárekseyri. Annar íbúi þess var Sigríður Einarsdóttir frá Miðdal sem varð síðari eiginkona dr. Guðna. Eg hafði samband við dr. Guðúnu Kvaran sem sagði mér að mannsnafnið Bárekur kæmi fyrir í Landnámu. Einar H. Árnason II

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.