Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2000, Page 5

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2000, Page 5
Um mannfækkun af hallærum á Islandi Fyrir þá sem stunda rannsóknir í œttfrœði eða œttvísi, sem jafnvel er nefnt œttrýni, er mikilvœgt að tileinka sér ýmsar heimildir, sem geta varpað skýru Ijósi á sögu lands og þjóðar. Afþeim sökum vil ég vekja athygli á sérstöku riti, sem er mörgum œttfræðingum þegar kunnugt en ekki öllum. Þess vegna vil ég beina athygli þeirra, sem ekki þekkja til ritsins, á eftirfarandi bókaútgáfu. Hannes Finnsson (1739-96), biskup, samdi á ofanverðri 18. öld einstakt rit um sögu lands og þjóðar og nefndi „Um mannfækkun af hallærum á íslandi". Ritið var gefið út sem Mannfœkkun af hallœrum af Almenna bókafélaginu í Reykjavík 1970, og Jón P. Eyþórsson (1895- 1968) og dr. Jóhannes Nordal (1924- ) sáu um útgáfuna. Dr. Jóhannes ritaði formála, fjallaði um bókina og höfund hennar og lýsir skilmerkilega aumu ástandi þjóðarinnar á 18. öld, mesta niðurlægingarskeiði hennar, sem vægast sagt var ömurlegt - þjóð ofurseld valdi erlendra stjórnvalda og ntiskunnarleysi náttúruafla, elds og íss. Bók Hannesar býr yfir geysimiklum fróðleik um land og þjóð, rituð á gegnsæu, en um leið hnitmiðuðu og knöppu máli - nokkuð í anda annála, enda byggði hann á annálum og öðrum sögulegum heimildum og dregur miskunnarlaust fram í dagsljósið þau áföll, sem íslenska þjóðin hafði orðið fyrir af völdum náttúrafla, farsótta, hungurs og kúgunar erlendra stjórnvalda. í stuttu máli fjallar ritið um eftirfarandi þætti: harðindi og landskjálfta 1180-1261, harðæri 1225-1310, eldsuppkomu í Heklu- fjalli og Hnappafellsjökli á 14. öld.; segir þar fátt af 15. öld; nokkur harðindi gengu yfir á 16. öld, en 17. öld hefst með Lurki, Píningsvetri, Eymdarári og Svellavetri, „átu þá færleikar veggi og velli, hræ og hauga, stoðir og stokka“. Hvítivetur gekk harðast að á árunum 1627-41, féll þá margt manna, svo og í bólunni 1635, fram undir 1670 voru engin sérleg hallæri, þó þrengdi að; 17. öldin endar með langvarandi stórharðindum og mannfækkun; á fyrra helmingi 18. aldar voru engin hallæri, er mannfalli ollu, 1735-51 fjölgaði „um frek 6000 manns“, þá byrjuðu harðindi, sem stigu hæst 1757, mikil mannfækkun, síðan fylgdu góðæri og mannfjölgun nokkur, 1780-81 mikill bjargræðis- skortur, 1783 eldsuppkoma við Laka, brennisteinsrigning, harður vetur fylgdi í kjölfarið og stórfellir búpenings vorið 1784, endakeppur- inn í hallæraröðinni var vorið 1785, hið skaðlegasta, dóu fleiri en fæddust 9238, landskjálftinn mikli í ágúst 1784; gerð grein fyrir mannfækkun 1779-85, afturbata 1785-91, land- skjálftum í júní 1789. Þar endar yfirlitið. Þrátt fyrir aumt ástand þjóðarinnar heldur Hannes því fram, að Island sé hallærissamt en um leið sé ekkert land Norðurálfu svo fljótt að fjölga á ný manneskjum og bústofni, það sé því ekki óbyggjandi. Hann fjallar nokkuð ítarlega um áhrif hallæra, einkum á mannfall, eins og nafn ritsins bendir til. Þá ræðir hann um „meðul til vama hallærisins háskalegum verkunum.“ Hér er um að ræða hið merkilegasta framlag til lýsingar á landi og þjóð - bæði í sögulegum sem og í landfræðilegum skilningi. Vonandi reyna þeir menn, sem ættvísi stunda, að útvega sér þetta sérstaka rit og kynna sér það, því lestur þess mun efalaust vekja þá betur til þess að skilja þá baráttu, sem forfeður okkar þurftu að ganga í gegnum á sinni lífstíð. Olafur H. Oskarsson Erindi flutt á aðalfundi á Ættfræðifélagsins 25. febrúar 2000 Ég ætla að minna ykkur á, að um þetta leyti er Ættfræðifélagið 55 ára. Það var stofnað 22. febrúar 1945. Einnig vil ég minnast á Manntalið 1910. Það hefur verið undirstaðan í starfsemi Ættfræðifélagsins undan- farin ár. Við í útgáfunefndinni höfurn verið að skoða kosti þess að halda áfram útgáfu. Það er búið að vinna talsvert í Reykjavík en mikið eftir. Eggert Th. Kjartansson, sem hefur unnið undirbúningsvinnu að Mann- talinu sem komið hefur út, hefur allt síðasta ár verið að vinna annað í ættfræði. Við stefnum að því að koma út Reykjavík árið 2001. Þá er að sjá hvemig selst það sem komið er út. Ég hef oft furðað mig á því, að í 800 manna félagi skuli ekki seljast meira af Manntalinu en raun ber vitni, eins og félagið leggur mikla vinnu og fjármuni í að gefa það út. Tilgangur félagsins er nú sá að gefa út rit sem hjálpa okkur að leita og finna og stuðla að ættvísi og telja margir að þetta sé grundvallarrit. Við höldum áfram að leita okkur til ánægju og fróðleiks, hvað sem líður allri umræðu um gagnagrunn og intemet því frumvinna er undirstaða að réttri niðurstöðu í ættfræði. Þá er það fjárhagshliðin. Eins og þið vitið hefur félagið fengið 200 þúsund krónur frá Menningarsjóði til hverrar bókar sem komið hefur út af Manntalinu 1910. Félagið hefur fengið 200 þúsund frá Reykjavíkur- borg til Reykjavíkurútgáfunnar og 100 þúsund frá Menntamálaráðherra. Núna erum við að sækja um styrk til Menningarsjóðs og menntamála- ráðherra. Svo er bara að sjá hvernig bækurnar seljast bæði gamlar og nýjar, því kostnaður við útgáfu af tveimur bindum af Reykjavík mun vera um 3-4 milljónir. Hólmfríður Gísladóttir 5

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.