Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2003, Page 14

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2003, Page 14
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í maí 2003 Viðtalið „Eg má hvorki kalka né deyja fyrr en þetta er búið“ Eg œtlaði aldrei að taka þetta að mér. Eg var gjörsamiega úti að aka, vissi varla hvað sneri upp og hvað niður á kirkjubókum. Þetta segir Þuríður J. Kristjánsdóttir, doktor í menntasálarfræði og f.v. prófessor við Kennaraháskóia Isiands, sem nú er að leggja síðustu hönd á 12. bindið af Borg- firskum æviskrám. Þar með hefur hún lokið útgáfu fimm binda þessa mikia verks. Það stóð aldrei til að ég sinnti þessum fræðum. Ég er hvorki ættfræðingur né sagnfræðingur. Ég ætlaði bara sem nýráðinn framkvæmdastjóri Sögufélags Borgfirðinga að stjóma þeim sem sæju um verkið. En svo stóð ég þarna allt í einu í miðju verki, með tvo af þremur höfundum látna og þann þriðja, Ara Gíslason, heilsulítinn. Þú tekur þetta bara að þér, sagði stjómin, og ég hlýddi. Og fyrr en varði sat ég í súpunni, ég sem ekkert hafði fengist við ættfræði. Aldrei hefði mig grunað að ég ætti þetta eftir. * „Eg vissi varla hvað sneri upp og hvað niður á kirkjubókumu Það sem bjargaði mér í byrjun var auðvitað hjálp Ara Gíslasonar. Hann var með mér í tveim fyrstu bindunum sem ég sá um. Hann kenndi mér til verka og þegar ég strandaði dró hann mig að landi. Hann var eins og besti sporhundur, ótrúlegur að róta og leita í heimildum og grafa upp fróðleikinn og sam- hengið, þótt hann væri undir það síðasta mjög veikur. http://www.vortex.is/aett 14 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.