Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2003, Blaðsíða 15
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í maí 2003
félagsins. En fyrir sex árum losaði ég mig við fjár-
reiðurnar, segir hún, og fyrir tveimur árum tók for-
maður Sögufélagsins við framkvæmdastjórninni, svo
nú sinni ég „bara“ æviskrárrituninni og samskiptum
við prentsmiðjuna.
Þegar hann féll frá stóð ég ein eftir. Svo ég hef
farið hinn grýtta veg. Faðir minn hafði áhuga á ætt-
fræði og ýmsu grúski, tók t.d. saman bændatal
Stafholtstungna, en ég var víst of ung til þess að
smitast af honum. Faðir minn var Kristján Franklín
Bjömsson húsasmíðameistari og bóndi á Steinum í
Stafholtstungum og móðir mín var Rannveig Odds-
dóttir kona hans.
„Ég heffarið
hinn grýtta veg“
Ég hafði starfað við kennslu meiri hluta minnar
starfsævi. Mig hafði aldrei dreymt um að síðan hæf-
ist annar og gjörólíkur kafli í lífi mínu, kafli sem tæki
allan minn tíma og krafta. Því það hafa Borgfirsku
æviskrárnar gert og vel það. Þetta er óheyrilega mikil
vinna.
Ef það ætti að launa þetta í samræmi við vinnu-
framlag kæmi engin bók út. Þetta rétt stendur undir
sér þótt mest sé gert í sjálfboðavinnu. Ein bók veltir
þeirri næstu. En peningar koma fljótt inn, það eru
útsölumenn í hverjum hreppi og því selst alltaf nokk-
uð af upplaginu strax, segir Þuríður, sem árum sarnan
lét sig ekki muna um að fylgja bókunum eftir heim í
hérað, senda í póstkröfu um allt land, auka þess að
annast allt bókhald og framkvæmdastjóm Sögu-
http://www.vortex.is/aett
15
aett@vortex.is