Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2003, Qupperneq 16

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2003, Qupperneq 16
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í maí 2003 En auðvitað er þetta líka skemmtilegt. Ég fór að hafa gaman af þessu þegar ég fór að kunna til verka. Þetta er eins og að leysa misflóknar krossgátur. Ég hef líka kynnst óheyrilegum fjölda fólks. Þú ættir að vita öll heimilin sem ég er búin að koma inn á og öll albúmin sem ég er búin að fletta. „Auðvitað er þetta líka skemmtilegt“ Myndasöfnunin er mikið verk, oft þarf að hringja og minna fólk á aftur og aftur og margir eru ragir við að láta frá sér gamlar myndir, eiga ef til vill bara þetta eina eintak. Það er skiljanlegt, segir Þuríður. Þess vegna hef ég tamið mér öguð vinnubrögð í sambandi við myndirnar. Ég skrái hverja mynd og fer með þær í slumpum í prentsmiðjuna á Akranesi þar sem ég bíð meðan filmuvinnslan fer fram. Svo tek ég myndirnar með mér heim strax aftur og sendi þær viðkomandi aðila og skrái alltaf hjá mér send- ingardaginn svo allar myndirnar komast til skila. Það er fyrst núna sem ég er að fá myndir sendar beint inn á tölvuna mína og það er ótrúlega þægilegt og mikil breyting. En aðalvinnan er auðvitað ætt- fræðin, endalausar uppflettingar og leitir. Ég styðst fyrst og fremst við frumheimildir, kirkjubækur og manntöl og hef miklar mætur á ættartölum Jóns Halldórssonar og nota auðvitað aðrar ættartölur, t. d. Espólín. Við reynum að taka alla sem eru orðnir 21 árs og búa í héraðinu þegar að þeim kemur í stafrófinu. Það þýðir að margir þeirra sem eru í síðustu bókunum voru ekki fæddir þegar fyrstu bækumar komu út. Það bjóst enginn við að þetta tæki svona langan tíma, en fyrsta bókin kom 1969. Svo er farið aftur á 17. öld og jafnvel 16. ef upplýsingar eru fyrir hendi og um er að ræða mikla ættfeður eða -mæður. „Þetta er alls konar eltingaleikur“ Hver bók hefur tekið um þrjú ár eftir að ég tók við þessu og þá hafa margir lagt hönd á plóginn. Ég var mátulega komin á eftirlaun þegar þetta helltist yfir mig, enda eins gott því oft er vinnuvikan sjö dagar. Þeir félagarnir þrír sem að þessu stóðu frá byrjun; Aðalsteinn Halldórsson, Ari Gíslason og Guð- mundur lllugason voru allir miklir ættfræðingar og áttu mikil söfn. Þeir sáu um fyrstu sjö bindin. Þeir skiptu með sér svæðinu: Guðmundur lllugason tók Borgarfjörðinn innan Skarðsheiðar og Þverárhlíðina, Hvítársíðuna og Norðurárdalinn og Sveinbjörg dóttir hans hefur séð um það svæði síðan. http://www.vortex.is/aett 16 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.