Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2003, Page 18

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2003, Page 18
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í maí 2003 Guðfinna Ragnarsdóttir: Ættfræði á e-mail eða nútíma ættfræðisamskipti Það var á Opnu húsi í haust sem ég hafði orð á því að mig vantaði upplýsingar um hann langalangalanga- langafa minn, Gísla Olafsson, bónda í Straumi og Ottarsstöðum, fæddan um 1720. Undirtektirnar voru vægast sagt dræmar enda tómir Þingeyingar og norðanmenn viðstaddir sem litu ekki við smælingja- ættum að sunnan! En svo birtist þar allt í einu Magnús nokkur Haraldsson sem er hafsjór af fróð- leik, með óþrjótandi áhuga og tölvuspekingur mikill sem lætur sér engar ættir óviðkomandi og þar að auki sérstaklega áhugsamur um Hafnarfjörðinn, Álftanes- ið og gamla Bessastaðahreppinn. Og hann var nú ekkert að tvínóna við hlutina: „Sendu mér þetta bara í tölvupósti og ég skal kíkja á það“. Hvað ég og gerði og svo fór allt í gang: Þótt e-mailið leysi nú ekki lífsgátuna þá sýna þessi litlu samskipti í hnotskurn ættfræðiiðkun nútímans á netinu. Það er liðin sú tíð þegar menn fóru ekki bara bæjarleið - heldur landsfjórðunga á milli - til þess að leita sér fanga, eins og þegar sá mikli ættfræðingur, Indriði Þórkelsson á Fjalli í Aðaldal, gekk suður til Reykjavíkur einn veturinn til þess að skrifa upp nokkrar kirkjubækur!! Hér kemur tölvupósturinn: 6. nóv. 2002 kl 22:35 Heill og sœll Magnús Vandmálið er að ég er komin í strand með ættrakn- inguna á honum langalangalangalangafa mínum, Gísla Olafssyni, því ég er þar þversum við Guðna Jónsson í Bergsœttinni bls 131 í II. bindi, en þar segir hann að Olafur b. Ottarsstöðum f. 1700 d. 1. okt. 1781 ,faðir Gísla sem fœddur er 1724 d. 23. 5. 1803, hafi verið Hallsson, sonur Halls b. í Isólfs- skála Sigmundssonar vinnumanns í Skálholti á dög- um Brynjólfs biskups síðar b. Þórkötlustöðum, Jóns- sonar prests í Laugardælum....Mér sýnist Gísli œttfaðir minn hafa verið sonur Olafs Höskuldssonar b. í Lambhaga Oddssonar, sbr Snóksdalín. Eg œtla nú ekki að efast um œttrakningu Guðna en ég skil hara ekki hvar vitleysan liggur. Bestu kveðjur Guðfinna 7. nóv. 2002 kl 09:48 Hæ Guðfinna Þetta með Gísla Olafsson er smá vandamál eða þannig: Eg er með Gísla Ólafsson bónda í Óttar- staðakoti í Hafnarfirði 1750-1803 fæddan 1721 d. 23.5.1803 (i Gísla Pól) og þar er faðir hans Ólafur Hallsson f. 1700 og var á ísólfsskála í Grindavík 1703 en Ólafur þessi Hallsson er skráður bóndi í Óttarstaðakoti í Hafnarfirði frá 1728-81 (samkvæmt Gísla Pól) (búendatali Hafnarfjarðar). Þetta er eins í Bergsætt II (en ekkert minnst á Ólaf Höskuldsson sem bónda á Óttarsstaðakoti). En ég hef a.m.k. rekist á Odd Höskuldsson f. 1687 (bróður Ólafs) en hann er bóndi og húsmaður á Hvaleyrinni í Hafnarfirði 1737- 44 . p.s. þessi bók sem ég tala um, Gisla Pól, er bókin sem er til í 5 eintökum og eru með ábúendur í Hafnarfirði frá 1400 eða þannig til cirka 1900. Maggi 7. nóv. 2002 kl 10:28 Hæ, ég fékk meira frá honum Galdra-Tomma og hann vill gjaman fá að vita tilvitnunina í Ó Snóks- dalín. En vandinn finnst mér að hann vitnar í Bergs- ætt.. hee... en málið er að Gísli Pól gerði Hafnar- fjarðarbókina á undan Bergsætt og hann var jú með allt um Hafnarfjörð (hef ekki enn komist yfir það) ..hee... Tommi segist hafa skoðað handritið og að Ólafur sé þar sonur Halls Sigmundssonar og síðar sagður bóndi á Óttarsstöðum, látinn 1781 þá 81 árs. Kveðja Maggi 7. nóv. 2002 kl 22:43 Heill og sœll og þakka þér snögg og góð svör. Ragn- hildur langalangamma mín Guðmundsdóttir erfœdd í Lamblnísum Bessastðahr. um 1792. Hún er í Mt. 1801 S bls 375 á Skógtjörn þá 8 ára. Foreldrar hennar eru Guðmundur Gíslason þá 43 ára f. um 1758 og kona hans Guðrún Jónsdóttir 38 áraf. um 1763. 1 Sýslum.œ stendur í 4. bindi bls. 149: Ragnhildur Guðmundsdóttir frá Deild á Alftanesi Gíslasonar á Ottarsstöðum Olafssonar. I Mt 1801 S bls 366 eru Gísli Olafssson og kona hans Hildur http://www.vortex.is/aett 18 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.