Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2003, Qupperneq 19

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2003, Qupperneq 19
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í maí 2003 Jónsdóttir bœði á lífi, búa þá í Óttarsstaðakoti og eru þá 81 og 79 ára. Hjá þeim eru Ólafur sonur þeirra og sonarsonur Hannes Guðmundsson. So far so good. En hvers son varþá þessi ágœti Ólafur? Hallsson eða Höskuldsson. I Snóksdalín III bls 1580 stendur að Ingunn Úlfhéðinsdóttir hafi átt Höskuld Oddsson í Lambhaga í Hraunum f um 1653. b. þ. a) Ragnhildur (það nafn gengur í œttinni) f. 1684, b) Oddur á Hvaleyri sem þú minnist á, c) Bragi og d) Ólafur í Straumi og Óttarsstöðum f. 1694 d. 1771, átti dóttur Vigfúsar á Þorbjarnarstöðum f. 1653. þ. b. Gísli í Óttarsstaðakoti átti Hildi Jónsdóttur en þau eru eins og áður segir í Mt 1801 bœði tvö. Mér sýnist því mín œttrakning studd nokkuð haldgóðum rökum. Aftur á móti stendur í O Snó II á bls. 1186 neðst um Sigmund sem Guðni rekurfrá: Synir hans líklega: Jón, Hallur á Isólfsskálaf. 1664....b. Ólafur bjó á Óttarsstöðum í Hraununum. Kíktu á þetta og hafðu samband. Bestu kveðjur Guðfinna 8. nóv 2002 kl 09:26 Hæ Eg er búinn að ganga úr skugga um röðina, hún er: Ragnheiður-Guðmundur-Gísli-Ólafur-Hallur. Ég fór í bókasafnið í Hafnarfirði og skoðaði betur gögnin hans Gísla Póls og þar kemur þetta skýrt fram í búendaskránum, kirkjubókum og manntölum og t.d. í manntali 1726?, 1750 1751 og til 1781 þá eru Ólafur Hallsson og Gísli sonur hans alltaf taldir á sama stað. Og þar fyrir utan þá fann ég móður Gísla Ólafssonar, en hún er Guðlaug Eyvindsdóttir. Já, ég held að Ólafur Snók hafi gert villu þama og ég er ekki í vafa eftir að hafa skoðað öll manntölin í Hafnarfirði á þessum tíma og búendaskrámar. Ég held að fáir hafi haft eins mikið af gögnum um Hafnarfjörð frá þessum tíma og Gísli pól hafði. (alla vegana þá er ég alveg öruggur um föður Gísla Ólafs- sonar). Ég var í vafa í gær en eftir kl 18:00 í gær er enginn vafi í mínum huga. En hvaðan Ragnhildar nafnið kemur er ekki gott að segja, en það er kannski einfaldara að finna út úr því en maður heldur. Kveðja Maggi 9. nóv 2002 kl 14:16 Heill og sœll og þakka þér svörin. Eg er samt ekki alveg sátt við þetta og enn síður eftir að ég tók Óla Snók með mér í rúmið í gœrkveldi. Þar stendur skrif- að með hönd Hannesar Þorsteinssonar á bls 566: Jón Guðmundsson á Deild (bróðir Ragnhildar langalangömmu) Gíslasonar í Óttarsstaðakoti Ólafssonar á Óttarsstöðum d 1771 þá 80 ára HÖSKULDSSONAR í Lambhaga (1703) Oddssonar (og einn sonur Höskuldar hét einmitt Oddur). Á bls. 567 stendur með hönd Ó. Sn: Hilldur átti Gísla Óttarsstaðakoti í Hraunum Ólafsson Höskuldssonar. Eru þetta bara ekki tveir Ólafar, mér dettur það helst í hug því dánardagar þeirra eru mismunandi. „Minn“ Ólafur HÖSKULDSSON deyr 1771 en Ólafur HALLSSON er í Óttarsstaðakoti til 1781. Ég er bara ósátt við hvernig stendur á því að Gísli Pól vill hvorki staðsetja hann Ólaf „minn“ á Óttars- stöðum né Gísla son hans í Óttarsstaðakoti þótt bœði Ó Snók og Hannes Þorsteinsson staðsetji þá þar. HVAÐ SEGIRÐU UM ÞETTA? Kveðjur Guðfinna 11. nóv. 2002 kl 08:50 Já, ég verð bara að finna þennan Ólaf Höskuldsson þ.e.a.s hvað varð um hann og hvar hann bjó, það er greinilega málið til að klára þetta. þannig að þú hefur eitt fram yfir mig það er Snókdalinn!! þannig að ég fer aftur í dag og skoða Gísla pól! og leita að þessum tveimur Ólöfum!!! maggih 15. nóv. 2002 kl 10:10 Hæ, ég er búinn að vera veikur heima, en ég hafði samband við Galdra-Tommajá og ef Tommi er ekki búinn að segja þér það, þá var Ólafur Höskuldsson aldrei bóndi á Óttarsstöðum heldur á Straumi en Ólafur Hallsson var bóndi og eða viðloðandi Óttarsstaði frá 1724 eða 6 til 1781 er hann dó. Maggi Dágóð samskipti á einni viku!! Og svo rúllaði Maggi þessu upp eftir smá yfirlegu með Gísla Pól sér við hönd: 1. Ólafur Hallsson bóndi f. 1700, d. 2.10.1781, bjó á Óttarsstöðum í 53 ár, foreldrar hans Hallur Sig- mundsson f. 1664 og Guðrún Markúsdóttir f. 1662. K.h. Guðlaug Eyvindsdóttir. Böm þeirra: Gísli Ólafsson f. 1721 Vigfús Ólafsson f. 1729 eða 1727 2. Gísli Ólafsson. f. 1721, hjáleigubóndi í Óttars- staðakoti. k.h. Hildur Jónsdóttir. Meðal barna þeirra: Guðmundur Gíslason f. 24. okt. 1759 3. Guðmundur Gíslason. f. 24. okt. 1759 á Óttar- staðakoti í Garðahr í Gull, d. 10. des. 1827, bóndi á Óttarstaðakoti 1777-96, Skógartjörn og á Deild í Álftaneshr í Gull 1816. K.h. Guðrún Jónsdóttir. f. 1763 á Brú í Grímsnesi, d. 1798. Meðal bama þeirra: Ragnhildur, f. 14. ágúst 1793. Og þar með var hún komin rétt rakin til feðra sinna hún Ragnhildur langalangalangamma mín á e- mail á einni viku!! Mér varð hugsað til suðurgöngu Indriða á Fjalli! Guðfinna Ragnarsdóttir http://www.vortex.is/aett 19 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.