Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2003, Blaðsíða 21

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2003, Blaðsíða 21
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í maí 2003 Úr fórum Valgeirs Sigurðssonar á Þingskálum: Ætt Gróu á Minnahofi Árið 1703 þegar manntalið var tekið bjuggu á Minnahofi á Rangárvöllum hjónin Guttormur Berg- steinsson 35 ára og Gróa Þorsteinsdóttir 34 ára. Þegar jarðabók Áma og Páls var skráð í Vestur- Landeyjum árið 1709 eru eigendur Eystra-Fíflholts m.a. þessir: Böðvar Erlendsson á Hrútafelli 1 hdr. og 20 álnir að kaupi af Guttormi Bergsteinssyni á Hofi eða konu hans Gróu Þorsteinsdóttur, Hannes Árna- son á Hrútafelli vegna konu sinnar Ingveldar Þorsteinsdóttur 1 hdr. og 20 álnir og Olafur Olafsson í Miðkoti vegna konu sinnar Sesselju Þorsteinsdóttur 1 hdr. og 20 álnir. Ingveldur Þorsteinsdóttir er 31 árs 1703 og þá gift Oddi Benediktssyni bónda á Hrútafelli. Sesselja er þá 38 ára matselja hjá Vigfúsi Olafssyni á Seli í Austur-Landeyjum og er þar hjá henni dóttir hennar Þuríður Jónsdóttir. I jarðabókinni frá 1695 eru Sesselja og Guðrún Þorsteinsdætur taldar eigendur 5 hundraða í Eystra- Fíflholti og er þess getið að þær hafi eignast þann jarðarpart 1685. Þær eru einnig taldar eigendur að 15 hundruðum í Gröf á Rangárvöllum 1695 og átti Guðrún þar af 10 hundmð, en Sesselja 5 hundruð. Bændaeignin í Gröf er þá metin 25 hundmð, en þau 10 hundruð sem þær Þorsteinsdætur áttu ekki voru eign Sólveigar Jónsdóttur konu Sæmundar Magnús- sonar og mun Sólveig sú vera dóttir séra Jóns Daða- sonar í Amarbæli og kona Sæmundar Magnússonar á Hóli í Bolungarvík. Árið 1711 er eigandi þessa hluta Grafar Sólveig Jónsdóttir í Fjalli á Skeiðum og mun það önnur kona en sú sem átti jarðarpart þennan 1695. Hundmðin 15 í Gröf sem Guðrún og Sesselja áttu 1695 vom árið 1711 í eigu Einars Olafssonar á Lambastöðum í Garði. Árið 1703 búa á Lambastöðum Ólafur Þorleifsson 45 ára og Guðrún Þorsteinsdóttir 40 ára ásamt böm- um sínum, Einari 15 ára og Guðrúnu 8 ára, hjá þeim eru foreldrar Ólafs, Þorleifur Sumarliðason 80 ára og Guðrún Grímsdóttir, sögð 95 ára. I handritinu Lbs. 2714 4to þar sem eru ættartölur skráðar af Sigurði Sívertsen presti á Utskálum segir að sonur séra Sumarliða Ormssonar á Mosfelli væri Þorleifur á Gauksstöðum í Garði „mesti hlutamaður“ og hans son Ólafur fyrri maður Guðrúnar Þorsteinsdóttur frá Krísuvík. Á síðari hluta 17. aldar bjó í Krísuvík maður að nafni Þorsteinn Þorsteinsson, kvæntur Guðrúnu laundóttur séra Jóns Daðasonar í Arnarbæli, hálf- systur Sólveigar fyrr nefndrar. í Sýslumannaæfum er talinn sonur þeirra Þorsteinn á Jámgerðarstöðum í Grindavík er átti Valgerði dóttur Magnúsar Korts- sonar á Árbæ í Holtum. Þorsteinn Þorsteinsson bjó á Jámgerðarstöðum 1703,45 ára. Eftir því sem stendur í handritinu 2714 4to hafa Þorsteinn Þorsteinsson í Krísuvík og Guðrún Jónsdóttir einnig verið foreldrar Guðrúnar á Lambastöðum og þá væntanlega einnig Sesselju, Gróu og Ingveldar að því er ráða má af sameign þeirra á Gröf og Eystra-Fíflholti. Sonur Árna Magnússonar lögréttumanns á Grýtubakka og Sigríðar Árnadóttur, sýslumanns á Hlíðarenda, Gíslasonar var Þorsteinn á Jámgerðar- stöðum. Kona hans var Guðrún eldri Ormsdóttir, prests á Mosfelli, Egilssonar. í Biskupasögum Bók- menntafélagsins em böm þeirra talin Þorsteinn, Ámi og Guðrún. Þorsteinn þessi Þorsteinsson mun sami maður og Þorsteinn í Krísuvík, faðir Gróu og þeirra systra. OIR« - ættfræðiþjónustan ehf. I— Munið fundinn á fimmtudagskvöldið! ORG ættfræðiþjónustan ehf. Þjónustumiðstöð ITR v. Skeljanes Sími/fax 551 4440 Gsm 861 6792-897 7175 org@simnet.is www.simnet.is/org Guðmundur S. Jóhannsson fjallar um heimildir sem fyllt geta í skörð kirkjubóka http://www.vortex.is/aett 21 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.