Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2003, Qupperneq 23

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2003, Qupperneq 23
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í maí 2003 sínum frá Illuga tengdaföður sínum. - Þáttur Gunnars var endurprentaður í tímaritinu Súlur 1972. Gunnar telur sögusagnir um dvöl Ama Gríms- sonar í Múlasýslum á misskilningi byggðar. Hann hafi að vísu dvalist um tíma á Fagranesi, suðaustan á Langanesi, sem hafi fram til 1838 heyrt undir Múla- sýslur „í verslegu tilliti“, en átt kirkjusókn að Sauða- nesi. Sigfús Sigfússon þjóðsagnaritari skráði þátt um Ama Grímsson, og einnig þátt um Hermann í Firði, þar sem Eiríkur Einarsson á Eldleysu kemur nokkuð við sögu. Hann nefnir hvergi skyldleika með Áma og Eiríki. Ritstjóri Aldarinnar, þegar hún birti frásögn Gunnars Gíslasonar um Áma Grímsson, var Jón Olafsson, skáld, alþingismaður og ævintýramaður frá Kolfreyjustað í Fáskrúðsfirði, sveitinni þar sem Einar Árnason bóndi á Eyri var fæddur og ltklega upplinn. Sr. Olafur Indriðason faðir Jóns hefur trúlega verið um tíma sóknarprestur þeirra feðga Einars Ámasonar og Eiríks Einarssonar. Jón virðist ekki hafa vitað um neinn skyldleika þeirra við strokufangann Áma Grímsson þegar Gunnar Gísla- son skráði þáttinn fyrir Öldina. Ef hann hefði vitað um slík tengsl hefði hann trúlega getið þeirra við Gunnar. Foreldrar fundnir? Við búendatal 1762 var piltur að nafni Einar Áma- son, sextán ára, heimilisfastur á Kolfreyjustað hjá sr. Eiríki Einarssyni. Þá bjuggu á Brimnesi í Fáskrúðs- firði Magnús Jónsson og Sigríður Hemingsdóttir . Eitt af bömum þeirra var Guðrún, talin fimmtán ára. Þama held ég að þau séu komin, hjónin á Eyri, foreldrar Eiríks á Eldleysu og bræðra hans þriggja. Aldursfærslum um Guðrúnu á Eyri í kirkjubókum ber yfirleitt saman við búendatalið, en Einar er víða talinn einu til tveim áram eldri en þar er gert. Eiríkur á Eldleysu, elsti sonur Einars og Guðrúnar á Eyri, er í manntölum sagður fæddur á Brimnesi. Með hliðsjón af því sem rakið er hér að framan sé ég engin rök til stuðnings tilgátu Jóns Sigfússonar um skyldleika Eyrarfólksins við Áma Grímsson, og hvet ættfræðinga til að taka hana ekki upp að óathuguðu máli. Akranesi, 3. apríl 2003 Benedikt Sigurðsson Gleðilegt sumar! Ættfræðifélagið gerist aðili að NORDGEN Formaður Ættfræðifélagsins sótti nýverið þing eða ráðstefnu norrænna ættfræðifélaga, sem haldið var dagana 26. og 27. apríl sl. í Maríuhöfn á Álandseyjum, sem Norræna samstarfsnefndin í ættfræði - Nordisk genealogisk samarbeids- komité NORDGEN - stóð fyrir, en finnska ætt- fræðifélagið Genealogiska Samfundet i Finland, sá uin allan undirbúning og sjálft þinghaldið. Fomaður Ættfræðifélagsins hélt erindi á þinginu um íslenska ættfræði. I lok þingsins var einróma samþykkt að veita Ættfræðifélaginu viðtöku sem fullgildum aðila að NORDEN. Norræna sam- starfsnefndin í ættfræði var stofnuð 1993 og gengur oftast undir nafninu NORDGEN. Hún stendur fyrir fundum og skipuleggur ýmislegt annað varðandi ættfræði. Næsta þing NORD- GEN er ráðgert í Kaupmannahöfn árið 2004. [Sjá frekar frétt um NORDGEN í síðasta tölublaði FB]. / ÓHÓ Munið að Manntalið 1910 fyrir Reykjavík er komið út!! Munið að greiða félagsgjöldin! I Ættfræðifélagið hafa til nokkuna ára verið skráðir um 800 félagar. Þegar best hefur látið hafa 600 félagar borgað en síðustu ár 570. Þessum félögum öllum er þakkað kærlega fyrir skilvísina. Ættfræðifélagið hefur ekki strikað út félaga nema þeir hafi þess óskað. Það hefur gert það að verkum að félagar sem ekki hafa greitt félags- gjöld hafa fengið fréttabréfið sent í raun á kostnað hinna sem greitt hafa. Það hefur nú verið samþykkt á stjómarfundi að þeir félagar sem ekki verða skuldlausir við útkomu 4. tölublaðs, það er næsta fréttabréfs, munu ekki fá það sent. http://www.vortex.is/aett 23 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.