Landneminn - 01.02.1948, Blaðsíða 8

Landneminn - 01.02.1948, Blaðsíða 8
þetta. Stúlka Kandís-Jóa bíður alltaf eftir honurn við dyrnar. — Á laugardagskvöldum verða svartir að hafa hraðan á. Þeir þurfa að vera búnir að berja í diskinn áður en flautan sker þá í eyrun á mánu- dagsmorgun. Strákarnir drógust aftur úr og stönzuðu til að blása. Það var einskis meðfæri að halda á laungardagskvöldum í við þennan sjö feta langa fláningamann. Þjóðvegurinn var of hlykkjóttur og boginn fyrir Kandís-Jóa. Hann stytti sér leið, fór yfir akrana, þráðbeint eins og sakka eftir steiktum kattfiski. Bjarmarin frá borginni lagði á móti lionum eins og lýsandi flugnasveim. Átta míl- ur til borgarinnar — og tvær í viðbót, og þá mundi hann drepa á dyr gulu stúlkunnar. Hann var aftur á þjóðveginum, eftir að þjóð- vegurinn var orðinn beinn, og svo þrammaði Kandís-Jói inn í borgina. Gamla fólkið var ríð- andi, unga fólkið gangandi, en allt vék það úr vegi fyrir þessum þrammandi fótum. Múlasnar jafnt sem menn á miðri götunni, allt vék það til hliðar til þess að hleypa honum framhjá. — Hvaða asi er á þér, Kandís-Jói? — Gáið að ykkur, negrar, svo að rykið frá mér blindi ykkur ekki. Mér liggur á. — Hvert, Kandís-Jói? — Ég hef eignazt stúlku, sem bíður eftir mér við dyrnar hjá sér. Henni er lítið um að þurfa að bíða. — Betra að hægja á sér og fara sér ekki óðs- lega, Kandís-Jói, því að þú ert kominn í borg þeirra hvítu. Þeim er ekkert um að negrar troði þeim um tær. — Eftir að sólin er setzt ræð ég mér sjálfur. Ég get ekki verið að staðnæmast til að sjá hvernig fólk er á litinn. Gamla fólkið klakaði, og múlasnarnir fóru að brokka. Því var illa við, hvernig þessi stóri dreki talaði. — Viltu lofa mér að verða með, báðu negra- strákarnir. Mig langar til að ná mér í kjúkling í einhverju hænsnahúsinu. — Ég ræð sjálfur yfir för minni þangað sem ég ætla. Ég amast við öllum óviðkomandi sam- ferðamönnum. Vertu kyrr, Svartur litli, vertu kyrr. Niður götuna fór hann, stikaði eftir lienni miðri. Gangstéttarnar nægðu lionum ekki, þeg- ar hann var að flýta sér eins og núna. Fullur diskur af steiktum kattfiski, og síðan mundi hann halda áfram. Gida sttilkan beið, og engan tíma mátti rnissa. Átta mílur að baki og tvaer stuttar eftir. Kyndarinn í sögunarmyllunni yrði að toga í eimblásturstrenginn á mánudagsmorg- uninn, eins og liann væri að toga til sín fyrir- heitna landið. Fisklyktin dró hann beint að dyrum fiskstof- unnar. Kannski var þetta mulletfiskur, en hann lyktaði alveg eins vel. Það var ekki neinn tíini til þess að vera að biðja ttm sérstakan disk und- ir úrgang. Hann tók um dyrahandfangið. Hann mundi halda áfram strax og hann væri búinn að borða. Hann sá fyrir sér gulu stúlkuna, þar sem hún beið aðeins tvær mílur í burtu. Allir þessir strákar sátu yfir matnum. Stofan var yfirfull af fólki, sem var hungrað eins og hann. Ol'ninn var fullur af steiktum fiski, og það var ekki konrið nema niður í hálfa tunrn* 8 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.