Landneminn - 01.02.1948, Blaðsíða 18

Landneminn - 01.02.1948, Blaðsíða 18
Sendið ráðningamar til LANDNEMANS. Þórsgötu 1, Reykjavík, og merkið um- slagið G E T T U N U. í SÍÐASTA BLAÐI láðist mér að tiltaka fyrir hvaða dag svör skyldti berast. Hef ég nú ákveðið að taka til greina svtir við verðlaunagetraun janúarhlaðsins, scm Itori/.t hafa fyrir 10. marz. Mun ég því ekki birta ráðningarnar núna. Sviir við verðlaunagetraun þessa blaðs skulu vera komin fyrir 1. apríl. I.EIÐRKTTING. Skilgreining mín á prímtölum í síðasta blaði hefur valdið ýmsum lesendum heilabrotum. Til að fyrir- byggja allan misskilning vil ég taka fram að prímtala er ekki deilanleg með annarri heilli tölu en 1. GJÖF TIL LANDNEMANS. Nokkuð margir liafa nú þeg- ar sent réttar lausnir á verðlaunagetraun síðasta blaðs, og er þeirra á meðal Björn Sigurðsson, Ásvallagötu 39, Reykjavík, en hann hefur sent réttar lausnir á öllum verðlaunagetraunum, sem birzt hafa hér i Landnemanum til þessa. Nú hefut hanu látið fylgja lausn sinni á síðustu getraun gjafabréf til Land- nemans, þar sem hann gefur blaðinu 100 krónurnar, sem hann hlaut í verðlaun með þakklæti til ldaðsins og flytur þvi árn- aðaróskir. Fyrir hönd blaðstjórnarinnar vil ég þakka Birni fyrir hlýhug hans til Landnemans og þann áhttga fyrir vel- gengni blaðsins, sem gjöf hans ber vott um, og ég vil benda á, að einmitt vegna svona liðsmanna er Æsktilýðsfylkingunni kleyft að halda úti Itinu nauðsynlega málgagni sínu. ÍSLENZKA GÁTAN í þessu tölublaði var mér send af einhverjum, sem ekki ]ét nafns sins getið, en hún er svo hljóðandi: Eg er hluti af aldavoð, eg er straumur hraður, ég er knúð til afls á gnoð, ég er sendimaður. SKÁKÞRAUTIN. Hvítur á að máta í öðrum leik: VERÐLAUNAGETIÍAUN ÞESSA BLAÐS. Fimm hreyf- anlegum hringum er hverjum skipt í 8 reiti. Eitt oið er i hverjum reit og kúnstin er sú að raða þessum orðum þannig að heil málsgrein verði úr. Þetta er gefið: Snúa má hringnum eftir vild. Málsgreinin byrjar i innsta hringnum og endur i yzta hringnum og skal lesa hvern reit út af fyrir sig innatt frá og út úr. Byrja svo á næsta reit, raða hringunum enn á ný o. s. frv. Bezt er að skrifa niðurstöðu hvers reits hjá sér, áður en maðtir ruglar hringunum á ný til að finna orðaröðina í næsta reit. llvaS stendur hér? GAGNI'RÆÐINGAÞRAUIIN. Nú hel ég hér frekar létta en skemmtilega málfræðiþraut fyrir gagnfræðingana. Allar sagnir í eftirfarandi kafla á að skrifa í nafnhætti germyndar og kemur þá í ljós, að þær eru allar fimm stafa. Svo á að linna vel þekkt orð ineð þvi að raða á réttan hátt annaðhvort öllum fyrstu stöfum sagnarinnar eða stöfunum númcr 2, 3, 4 og 5. Ilér er kaflinn: „Hittu mig í kvöld og spilaðu við mig. Ekki fúlsa við öllu og klaga allt. Klíptu mig og klóraðu upp undir drep. Fussaðu ekki svona mikið, kysstu mig heldur. Hann klifaði sifellt á heimsku minni, meðan ég rissaði þetta bull.“ ■ m Wm m gjP j* pl m s il#S s tm&m & i m. 'm 'mnm t 18 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.