Landneminn - 01.02.1948, Blaðsíða 9

Landneminn - 01.02.1948, Blaðsíða 9
er*nþá. Enn var eftir nógur matur fyrir hundrað soltna munna. Hann hélt ennþá í handfangið á fiskstofu- ^yrunum. Ef hann sæi sér færi, mundi hann e*nn góðan veðuidag kaupa sjálfur stóra tunnu fu.Ha af kattfiski og éta hvern einasta. — Hvaða asi er á þér, Kandís-Jói? — Má engan tíma missa, hvíti herra, tefjið mig ekki. Næturvörðurinn kippti opnum handjárnun- um og þreif í handlegginn á honum. Kandís-Jói l*opaði undan. — Eg býst við það sé bezt fyrir mig að taka Pig fastan. Það mundi spara mikil óþægindi. Eg er búinn að fá nóg at' því að elta negra í slagsmálum um alla borgina á hverju laugar- dagskvöldi. — Eg hef aldrei á ævi minni gert flugu mein, Evíti herra. Og ég kem áreiðanlega ekki af stað slagsmálum. Þér hljótið að hafa í huga annan uegra, hvíta herra. Yður hefur áreiðanlega skjátl- azt. Ég kom aðeins við í framhjáleiðinni, ég er að finna stúlkuna rnína. ~ Ég vil nú samt ekkert eiga á liættu og loka Ng inni til mánudagsmorguns. Réttu út hend- Urnar, negri, svo ég komi á þig járnunum. Kandís-Jói hörfaði. Gula stúlkan var hon- Um rík í huga. Hann langaði ekkert að skipta :i henni og járnrimlaklefa. Hann hörfaði. — Ég skýt á þig, negri. Eitt skref í viðbót, og eg hleypi af. —■ Hvíti herra, ég bið yður, æ, lofið mér að lifa. Ég skal hætta við að tefja til þess að borða, eg skal taka til fótanna út úr borginni. Því ég er aðeins á leiðinni að finna stúlkuna mína áð- ur en sólin kemur upp á mánudagsmorgun. Kandís-Jói hörfaði. Næturvörðurinn fleygði frá sér handjárnunum og þreif byssuna. Hann þiýsti á gikkinn, og Kandís-Jói féll. — Það var ekki nein ástæða til að gera þetta, Hvíti herra. Ég er bara stór, svartur negri með hvika fætur. Fólk kom hlaupandi, en sumt sneri við og l'ói’ aðra leið. Sumir staðnæmdust og liorfðu á Kandís-Jóa, þar sem hann þuklaði fæturna á sér bl að vita, livort þeir gætu borið hann. Hann átti enn eftir tvær mílur upp á fjallshrvgginn. Fólkið þyrptist í kring, og næturvörðurinn stakk á sig byssunni. Kandís-Jói reyndi að standa upp til að halda niður götuna. Gula stúlkan beið við dyrnar hjá sér og stóð á öndinni. — Hvíti herra. Mér þykir sannarlega fyrir að þér s^y.auu purra aö sKjora á mig. Eg hef aldrei ónáðað hvítt fólk, og það átti ekki að ónáða mig. Það er til lítils að lifa, ef svona á að fara. Ég býst við ég verði að blása á ljósið og hverfa. Fáið þið mér aðeins ábreiðu svo ég geti hulið þessi bein. — Haltu kjafti, negri, sagði hvíti herrann. Ef þú heldur áfram þessu kjaftæði verð ég að taka aftur upp byssuna og flýta fyrir þér. Fólkið hörfaði frá til að standa ekki of nærri. Næturvörðurinn studdi fingrinum á gikkann til að vera viðbúinn, ef á þyrfti að halda. — Ef svona á að fara, þá víkið úr vegi fyrir Kandís-Jóa, því að hér kem ég. E. H. F. Jór. Eristófer: (Brot) Fyrir gluggum úti ymur ömurlegur þeyr. — Hlusta ég með hik í brjósti — hlusta á hvað 'ann seir. Mcelir hann í myrkum rómi: Merktir eru þeir, þessir, sem að þýðast nafnið: 32 — Meðan íslenzk móðir kennir mögum sínum dáð, þeirra smán með þessum orðum þýdd skal verða og tjáð: Meira en heiður móður sinnar mátu gullið þeir — þý, er saman þýðast heiti: 32 — LANDNEMINN 9

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.