Landneminn - 01.10.1948, Blaðsíða 6

Landneminn - 01.10.1948, Blaðsíða 6
2. myrul. liefur dottið í liug, alveg eftir þörfum augna- bliksins. Stundum er liann gamansamur og fyndinn, stundum þunglyndur, — stundum leikur hann sér að því að gera völundarhús, og það getur jafnvel dottið í hann að skrifa bænarstúf til vorrar frúar í stað þess að draga mynd. Að þessu leyti er bókin alveg sama eðlis og skissubækur listamanna nú á dögum, — og það er einmitt þetta, sem gerir hana svo merkilega. Við sitjum hér við Idið hans, þar sem hann er með kálfskinnið í höndunum, og segir okkur, ef svo mætti að orði kveða, frá innstu leyndar- málum sínum. Okkur er hér opnaður hugmyndaheimur og jafnvel tilfinningalíf miðaldanna svo ljóslega, að varla verður fundið neitt til samanburðar. En bókin er ekki aðeins gerð til gamans, held- ur sjáum við á öðrum síðum alvarlegar myndir, helgimyndir, myndir af boðun Maríu og mynd- ir af munkum og biskupum. Þar hefur lista- maðurinn fært á blað hugmyndir sínar um verk, scm hann hefur seinna ætlað að vinna, og við getum jafnvel fylgt slíkum hugmyndum allt í gegnum bókina, og séð, hvernig þær taka á sig sterkari svip og ákveðnara gervi. í bókinni eru einnig uppdrættir af heilunt ínyndasögum, svo sem sköpunarsögunni, í sex reitum, og 13 heilsíðumyndir úr ævi Krists, allt frá fæðingu hans til upprisu. F.ins og ég hef þegar nefnt, er bókin ekki að- eins uppdráttarkver listamannsins sjálfs, heldur einnig forteiknibók lianda almenningi. Á einni síðu hennar er okkur gefið þetta beinlínis til kynna. í einu horni síðunnar (2. rnynd) sjáum \ ið konung eða helgimann sitja í miklu hásæti með skrautlegan himin yfir sér. Með vinstri hendi heldur hann uppi ríkiseplinu, en sú hægri er kreppt utanum — athugum þetta, — utanum ekki neitt. Hvernig stendur á þessu? Jú, í sjálfri myndinni er okkur veitt skýringin. Þar stendur: „Kalla hann huat jm villt ok fa honom þat i haundena, sem hann skal veria sig med.“ Með þessu er okkur sagt, að við rnegum gera eftirlík- ingu af myndinni og gera úr henni hvern þann helgimann, sem við trúum lielzt á, með því að fá honum helgitákn hans í höndina. Að sínu leyti er j^etta líkt pappírsbrúðum þeirn, sem litl- ar telpur leika sér að. Þær hafa marga kjóla og jafnvel mörg höfuð á takteinum og geta skipt um eftir vild sinni. Nti hlýtur sú spurning að vakna, hvort við getum nokkurs staðar fundið áhrif bókarinnar, eða beinlínis það, að hún hafi seinna verið not- uð til forteikningar. A einni síðu bókarinnar er mikið skraut- mynztur. í því miðju er guð almáttugur og held- ur uppi krossinum með Kristi á. Til vinstri við þetta skraut er hermaður í fullum herklæðum, hlaupandi með skjöld og spjót. Við höfuð hans stendur, með seinni hendi: „Þann gjör frændi.“ Það er ekki um að villast, að sá, sem bókina het- ur haft undir höndum, hefur sent hana til ein- hvers frændmennis síns, ásamt þessum fyrirmæl- um um að gera, eftirlíkingu. En eftirlíkingu hvers? Fyrst datt mér ekki annað í hug, en að hér væri átt við hermanninn, þar sem sagt er j)fwn gjör og leitaði því árangurslaust í gegn- um allar jrær bækur, þar sem nokkur von var til að finna J^essa kópíu. En litlu síðar áttaði ég mig á ])ví, sem er alltorséð, að Joetta mikla skraut var upphafsstafurinn A. Gat það ])ví vel komið til mála, að ,,þann“ ætti við stafinn, og eftir stutta leit í annað sinn, fann ég hárnákvæma 6 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.